Forsetinn minn 2024 Ágústa Árnadóttir skrifar 1. maí 2024 06:30 Er búin að fylgjast með þjóðfélagsmálunum úr fjarlægð í þónokkurn tíma núna. Viljandi úr fjarlægð, því of mikið er búið að gerast sem er algjörlega úr takt við allan veruleika sem ætti að vera sannur. Og þegar maður er á þeirri leið að lækna sjálfa sig af gömlum úreltum, skaðlegum innrætingum og skilyrðingum sem hafa mótað mig sem manneskju á þessari lífsleið þá er það eðlileg afleiðing að leitast við að finna kjarnann og sannleikann í sjálfum sér, og fylgja því sem sálin finnur að er rétt og satt. Og þá meina ég fyrir mig, því það er hver og einn á sinni lífsleið og mín leið er ekki annarra. Á þessari leið minni hef ég náð að heila og heiðra gömul sár á sálinni og hef fengið tækifæri til að öðlast meiri fyllingu í líf mitt en ég hefði nokkurn tímann trúað að væri hægt. Og það er svo merkilegt, að þegar við heilum sárin, losnum við óttann og innrætinguna og leysum okkur úr fjötrum þess sem okkur er sagt að sé hinn eini sanni sannleikur, þá allt í einu förum við að sjá lífið í öðru ljósi. Þegar við förum að velja fyrir okkur sjálf, óháð því sem yfirvaldið segir okkur að velja. Þá fyrst stjórnum við ferðalaginu okkar. En þá förum við líka að sjá valdtakana sem hafa stjórnað okkar lífi í réttu ljósi. Og ég kalla þá valdtaka því þeir taka valdið, það hefur enginn gefið þeim umboð. En þegar aðstæður verða yfirþyrmandi þá gefum við samt valdið til þeirra sem taka það án þess að mótmæla. Og eins og ég sé samfélagið okkar í dag, þá er alveg sama í hvaða átt ég lít..það er allt gjörsamlega úr samhengi, skaðlegt og niðurbrjótandi og fátt sem miðar að því að byggja upp hvorki samfélagið eða fólkið. Það er búið að taka valdið í fjölmiðlum Það er búið að taka valdið í efnahagsmálum og fjármálstjórn landsins Það er búið að taka valdið í heilbrigðiskerfinu Það er búið að taka valdið í löggæslu Það er búið að taka valdið í innflytjendamálum Það er búið að taka valdið í menntamálum Það er búið að innræta algjöra skoðanakúgun Allir innviðir eru maurétnir. Spillingin er orðin svo yfirgengilega augljós og valdtakarnir hafa ekki einu sinni lengur fyrir því að fela hana eða sykurhúða. Kannski þarf ég líka að losa mig við þá tálsýn að trúa því að ég sem íslendingur sem bý í 380.000 manna landi þurfi að hætta að trúa á það kerfi sem ég hélt að væri til staðar? Ég trúði því að við værum þjóð sem værum samhent, dugleg og öll á þeirri leið að byggja upp betra og betra samfélag fyrir okkur. Og að við treystum ákveðnum 63 aðilum úr mismunandi flokkum til að sjá um að vinna þá vinnu fyrir okkur..í okkar umboði..fyrir okkur öll. Og við höfum svo forseta yfir öllu því bákni. Og ef að sú vinna væri unnin af heilindum en ekki af eiginhagsmunakenndum þá værum við að uppskera ríkulega. En sú er alls ekki raunin. Eins og staðan lítur út fyrir mér þá er enginn af þessum aðilum að vinna fyrir okkur. Þeir segja að þeir séu að gera það, og þeir segja það nógu oft til að það festist í huga okkar..og það er þekkt aðferð í sálfræðinni..ef þú segir orðin nógu oft, þá fer fólk að trúa að það sé sannleikurinn. Alveg sama hversu fáránleg orðin eru. Ég þekki ekki eina einustu manneskju sem er sátt við vextina sem þau borga af húsnæðislánunum sínum. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við hækkanirnar á matarverðinu. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við að bíða í margar vikur eftir tíma hjá lækni. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við auknar skattbyrðir. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við leikskóla eða skólakerfið. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við að ekki sé hægt að setja fjármuni í nauðsynlega innviði en það er gat á ríkissjóði fyrir alla erlenda hælisleitendur. Og langflestir segja ekki neitt. Passa sig á því að hafa ekki skoðun. Hræddir við hakkavélina sem bíður tilbúin að rakka alla niður í svaðið fyrir að fylgja ekki réttu skoðununum. En mér er alveg sama um þessa hakkavél. Mér er ekki sama um landið mitt, börnin mín og barnabörn og þeirra framtíð. Mér langar ekki til að segja við þau að spillingin og erlent auðvald sé búið að kaupa landið okkar og í raun sé engin framtíð hér og að það væri best fyrir þau að pakka í tösku og koma sér sem lengst í burtu því valdtakarnir séu búnir að komast of langt. Ég ætla ekki að sætta mig skoðanalaust við að þau sem við treystum til að fara með stjórnina yfir okkar samfélagi fái að gera það án mótspyrnu. Því þau eiga ekki að gleyma því eina einustu mínútu að þau eru þarna í okkar valdi og fyrir okkur. Þess vegna er enginn vafi í mínum huga hvern ég mun kjósa sem forseta Íslands. Hef fylgst með þessum manni í nokkur ár og ég sé heiðarleikann og sannindin og viljann hjá honum til að gera Íslandi góða hluti, og það er það sem við sem þjóð þurfum nauðsynlega á að halda á þessum tímum. Ég treysti því sem mitt innsæi segir að sé rétt og þess vegna mun Arnar Þór fá mitt atkvæði. Og ég hvet alla til að kynna sér manninn og fyrir hvað hann stendur á arnarthor.is Höfundur er kjósandi í forsetakosningum 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Sjá meira
Er búin að fylgjast með þjóðfélagsmálunum úr fjarlægð í þónokkurn tíma núna. Viljandi úr fjarlægð, því of mikið er búið að gerast sem er algjörlega úr takt við allan veruleika sem ætti að vera sannur. Og þegar maður er á þeirri leið að lækna sjálfa sig af gömlum úreltum, skaðlegum innrætingum og skilyrðingum sem hafa mótað mig sem manneskju á þessari lífsleið þá er það eðlileg afleiðing að leitast við að finna kjarnann og sannleikann í sjálfum sér, og fylgja því sem sálin finnur að er rétt og satt. Og þá meina ég fyrir mig, því það er hver og einn á sinni lífsleið og mín leið er ekki annarra. Á þessari leið minni hef ég náð að heila og heiðra gömul sár á sálinni og hef fengið tækifæri til að öðlast meiri fyllingu í líf mitt en ég hefði nokkurn tímann trúað að væri hægt. Og það er svo merkilegt, að þegar við heilum sárin, losnum við óttann og innrætinguna og leysum okkur úr fjötrum þess sem okkur er sagt að sé hinn eini sanni sannleikur, þá allt í einu förum við að sjá lífið í öðru ljósi. Þegar við förum að velja fyrir okkur sjálf, óháð því sem yfirvaldið segir okkur að velja. Þá fyrst stjórnum við ferðalaginu okkar. En þá förum við líka að sjá valdtakana sem hafa stjórnað okkar lífi í réttu ljósi. Og ég kalla þá valdtaka því þeir taka valdið, það hefur enginn gefið þeim umboð. En þegar aðstæður verða yfirþyrmandi þá gefum við samt valdið til þeirra sem taka það án þess að mótmæla. Og eins og ég sé samfélagið okkar í dag, þá er alveg sama í hvaða átt ég lít..það er allt gjörsamlega úr samhengi, skaðlegt og niðurbrjótandi og fátt sem miðar að því að byggja upp hvorki samfélagið eða fólkið. Það er búið að taka valdið í fjölmiðlum Það er búið að taka valdið í efnahagsmálum og fjármálstjórn landsins Það er búið að taka valdið í heilbrigðiskerfinu Það er búið að taka valdið í löggæslu Það er búið að taka valdið í innflytjendamálum Það er búið að taka valdið í menntamálum Það er búið að innræta algjöra skoðanakúgun Allir innviðir eru maurétnir. Spillingin er orðin svo yfirgengilega augljós og valdtakarnir hafa ekki einu sinni lengur fyrir því að fela hana eða sykurhúða. Kannski þarf ég líka að losa mig við þá tálsýn að trúa því að ég sem íslendingur sem bý í 380.000 manna landi þurfi að hætta að trúa á það kerfi sem ég hélt að væri til staðar? Ég trúði því að við værum þjóð sem værum samhent, dugleg og öll á þeirri leið að byggja upp betra og betra samfélag fyrir okkur. Og að við treystum ákveðnum 63 aðilum úr mismunandi flokkum til að sjá um að vinna þá vinnu fyrir okkur..í okkar umboði..fyrir okkur öll. Og við höfum svo forseta yfir öllu því bákni. Og ef að sú vinna væri unnin af heilindum en ekki af eiginhagsmunakenndum þá værum við að uppskera ríkulega. En sú er alls ekki raunin. Eins og staðan lítur út fyrir mér þá er enginn af þessum aðilum að vinna fyrir okkur. Þeir segja að þeir séu að gera það, og þeir segja það nógu oft til að það festist í huga okkar..og það er þekkt aðferð í sálfræðinni..ef þú segir orðin nógu oft, þá fer fólk að trúa að það sé sannleikurinn. Alveg sama hversu fáránleg orðin eru. Ég þekki ekki eina einustu manneskju sem er sátt við vextina sem þau borga af húsnæðislánunum sínum. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við hækkanirnar á matarverðinu. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við að bíða í margar vikur eftir tíma hjá lækni. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við auknar skattbyrðir. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við leikskóla eða skólakerfið. Ég þekki enga manneskju sem er sátt við að ekki sé hægt að setja fjármuni í nauðsynlega innviði en það er gat á ríkissjóði fyrir alla erlenda hælisleitendur. Og langflestir segja ekki neitt. Passa sig á því að hafa ekki skoðun. Hræddir við hakkavélina sem bíður tilbúin að rakka alla niður í svaðið fyrir að fylgja ekki réttu skoðununum. En mér er alveg sama um þessa hakkavél. Mér er ekki sama um landið mitt, börnin mín og barnabörn og þeirra framtíð. Mér langar ekki til að segja við þau að spillingin og erlent auðvald sé búið að kaupa landið okkar og í raun sé engin framtíð hér og að það væri best fyrir þau að pakka í tösku og koma sér sem lengst í burtu því valdtakarnir séu búnir að komast of langt. Ég ætla ekki að sætta mig skoðanalaust við að þau sem við treystum til að fara með stjórnina yfir okkar samfélagi fái að gera það án mótspyrnu. Því þau eiga ekki að gleyma því eina einustu mínútu að þau eru þarna í okkar valdi og fyrir okkur. Þess vegna er enginn vafi í mínum huga hvern ég mun kjósa sem forseta Íslands. Hef fylgst með þessum manni í nokkur ár og ég sé heiðarleikann og sannindin og viljann hjá honum til að gera Íslandi góða hluti, og það er það sem við sem þjóð þurfum nauðsynlega á að halda á þessum tímum. Ég treysti því sem mitt innsæi segir að sé rétt og þess vegna mun Arnar Þór fá mitt atkvæði. Og ég hvet alla til að kynna sér manninn og fyrir hvað hann stendur á arnarthor.is Höfundur er kjósandi í forsetakosningum 2024.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun