„Það er hart sótt að okkar fólki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 21:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki. Vísir/Bjarni Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Fjöldi landsmanna kom saman í kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur og var gengið niður að Ingólfstorgi þar sem fram fór fjölmennur útifundur. Fyrir framan Hallgrímskirkju söfnuðust saman fulltrúar stéttarfélaganna sem tóku þátt í kröfugöngunni og aðrir sem vildu leggja baráttunni lið. Stéttarfélögin voru mörg og fjölbreytt, en kröfurnar á svipuðum nótum. Betri kjör fyrir fólkið sem heldur öllu gangandi. Nýstofnað félag Visku, stéttarfélags sérfræðinga, var meðal þeirra sem tóku þátt. „Við eigum að fá borgað sanngjörn laun fyrir okkar störf,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku.Vísir/Bjarni Og það hefur ekki verið þannig hingað til? „Nei, minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi. Þannig það er verk að vinna,“ segir Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku. Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Visku.Vísir/Bjarni Við viljum náttúrulega bætt kjör og við viljum miklu betra starfsumhverfi. Við sjáum það að það þarf líka að bæta starfsumhverfi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Og sérstaklega hjúkrunarfræðingana sem ég tala fyrir. Bætt kjör og betra starfsumhverfi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Sigurjón „Við sjáum það í dag að það er enn mikilvægara að koma saman og sýna samstöðu í verki. Það er hart sótt að okkar fólki og við þurfum að sækja fram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki.Vísir/Bjarni „Við krefjumst virðingar fyrir verka- og láglaunafólks. Við krefjumst valda í samfélaginu, við krefjumst þess að við sem sköpum arðinn fáum að njóta afraksturs vinnu okkar. Svo erum við hér líka til að standa með fólkinu í Palestínu og krefjast skilyrðislauss vopnahlés strax í dag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum.Vísir/Bjarni Þá tók að minnsta kosti einn forsetaframbjóðandi þátt í göngunni. „Bara eins og ég hef gert frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp við það að halda þennan dag hátíðlegan og að sjálfsögðu mæti ég hér núna eins og áður,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Gengið var frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Ingólfstorgi þar sem ræðuhöld fóru fram. Sambærileg dagskrá fór fram um land allt, þar á meðal Selfossi þar sem gengin var kröfuganga og ræðuhöld fóru fram, Akureyri og Ísafirði. Í Hafnarfirði voru haldnir samstöðu- og baráttutónleikar þar sem Jóhanna Guðrún, meðal annarra, tók lagið. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér fyrir neðan. Lúðrasveit verkalýðsins gekk niður að Ingólfstorgi í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, var fundarstjóri á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr Skagfirska hljómsveitin Úlfur Úlfur tók lagið.Vísir/Viktor Freyr Sólveig Anna Jónsdóttir flutti ræðu.Vísir/Viktor Freyr Bríet steig einnig á stokk.Vísir/Viktor Freyr Sumarblíðan lék við fólk í dag.Vísir/Viktor Freyr Reykjavík Hafnarfjörður Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Fyrir framan Hallgrímskirkju söfnuðust saman fulltrúar stéttarfélaganna sem tóku þátt í kröfugöngunni og aðrir sem vildu leggja baráttunni lið. Stéttarfélögin voru mörg og fjölbreytt, en kröfurnar á svipuðum nótum. Betri kjör fyrir fólkið sem heldur öllu gangandi. Nýstofnað félag Visku, stéttarfélags sérfræðinga, var meðal þeirra sem tóku þátt. „Við eigum að fá borgað sanngjörn laun fyrir okkar störf,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku.Vísir/Bjarni Og það hefur ekki verið þannig hingað til? „Nei, minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi. Þannig það er verk að vinna,“ segir Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku. Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Visku.Vísir/Bjarni Við viljum náttúrulega bætt kjör og við viljum miklu betra starfsumhverfi. Við sjáum það að það þarf líka að bæta starfsumhverfi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Og sérstaklega hjúkrunarfræðingana sem ég tala fyrir. Bætt kjör og betra starfsumhverfi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Sigurjón „Við sjáum það í dag að það er enn mikilvægara að koma saman og sýna samstöðu í verki. Það er hart sótt að okkar fólki og við þurfum að sækja fram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki.Vísir/Bjarni „Við krefjumst virðingar fyrir verka- og láglaunafólks. Við krefjumst valda í samfélaginu, við krefjumst þess að við sem sköpum arðinn fáum að njóta afraksturs vinnu okkar. Svo erum við hér líka til að standa með fólkinu í Palestínu og krefjast skilyrðislauss vopnahlés strax í dag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum.Vísir/Bjarni Þá tók að minnsta kosti einn forsetaframbjóðandi þátt í göngunni. „Bara eins og ég hef gert frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp við það að halda þennan dag hátíðlegan og að sjálfsögðu mæti ég hér núna eins og áður,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Gengið var frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Ingólfstorgi þar sem ræðuhöld fóru fram. Sambærileg dagskrá fór fram um land allt, þar á meðal Selfossi þar sem gengin var kröfuganga og ræðuhöld fóru fram, Akureyri og Ísafirði. Í Hafnarfirði voru haldnir samstöðu- og baráttutónleikar þar sem Jóhanna Guðrún, meðal annarra, tók lagið. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér fyrir neðan. Lúðrasveit verkalýðsins gekk niður að Ingólfstorgi í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, var fundarstjóri á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr Skagfirska hljómsveitin Úlfur Úlfur tók lagið.Vísir/Viktor Freyr Sólveig Anna Jónsdóttir flutti ræðu.Vísir/Viktor Freyr Bríet steig einnig á stokk.Vísir/Viktor Freyr Sumarblíðan lék við fólk í dag.Vísir/Viktor Freyr
Reykjavík Hafnarfjörður Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Forsetakosningar 2024 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira