Dortmund tók aukasætið sem ensku liðin dreymdi um Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 09:01 Manchester United eygði veika von um 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en nú er ljóst að það dygði ekki til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Dortmund á nú öruggt sæti þar, þó liðið sitji í 5. sæti þýsku deildarinnar. Samsett/Getty Eftir sigur Dortmund gegn PSG í gærkvöld er endanlega ljóst að það verða Ítalía og Þýskaland sem fá eitt aukasæti hvort í nýrri útgáfu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, en ekki England. England og Þýskaland voru lengi vel í hnífjafnri baráttu um það að fimmta sætið í þeirra landsdeildum myndi duga til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham og Manchester United, sem sitja í 5. og 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eygðu þannig betri möguleika á að komast í keppnina. En eftir að ensku liðin féllu hvert á fætur öðru úr leik í Evrópukeppnunum, og aðeins Aston Villa stóð eftir, er ljóst að árangur þýsku liðanna er betri í vetur og því fær Þýskaland aukasæti. Jafnvel þó að Aston Villa myndi vinna báða leiki sína gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu, og úrslitaleikinn, myndi England mest geta fengið 18,25 stig á árangurslista UEFA en Þýskaland er komið með 18,356 stig, eftir sigur Dortmund í gær og jafntefli Bayern við Real Madrid í fyrrakvöld. Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid Dortmund hjálpaði sjálfu sér Þannig vill til að Dortmund er í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og er, og getur ekki endað neðar, og því má segja að liðið hafi með sigrinum í gær tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. The Premier League has officially 𝐌𝐈𝐒𝐒𝐄𝐃 𝐎𝐔𝐓 on a fifth Champions League spot next season. 🏆❌Dortmund's win vs PSG means Germany joins Italy in getting a fifth automatic spot in next season’s tournament. 🇩🇪🇮🇹#UCL pic.twitter.com/sDD29ZaA2A— Mail Sport (@MailSport) May 2, 2024 Við þetta bætist að sigurliðin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á þessari leiktíð, fá öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er því þannig að ef Dortmund fer alla leið og vinnur Meistaradeildina í ár, en endar í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og allt útlit er fyrir, fá alls sex þýsk lið þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Frankfurt situr í 6. sæti þýsku deildarinnar. Svipuð staða er á Ítalíu þar sem sex lið fá að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef ítalskt lið vinnur Evrópudeildina. Bæði Roma og Atalanta eru komin í undanúrslit keppninnar en þau sitja einmitt í 5. og 6. sæti ítölsku deildarinnar. Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
England og Þýskaland voru lengi vel í hnífjafnri baráttu um það að fimmta sætið í þeirra landsdeildum myndi duga til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham og Manchester United, sem sitja í 5. og 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eygðu þannig betri möguleika á að komast í keppnina. En eftir að ensku liðin féllu hvert á fætur öðru úr leik í Evrópukeppnunum, og aðeins Aston Villa stóð eftir, er ljóst að árangur þýsku liðanna er betri í vetur og því fær Þýskaland aukasæti. Jafnvel þó að Aston Villa myndi vinna báða leiki sína gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu, og úrslitaleikinn, myndi England mest geta fengið 18,25 stig á árangurslista UEFA en Þýskaland er komið með 18,356 stig, eftir sigur Dortmund í gær og jafntefli Bayern við Real Madrid í fyrrakvöld. Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid Dortmund hjálpaði sjálfu sér Þannig vill til að Dortmund er í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og er, og getur ekki endað neðar, og því má segja að liðið hafi með sigrinum í gær tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. The Premier League has officially 𝐌𝐈𝐒𝐒𝐄𝐃 𝐎𝐔𝐓 on a fifth Champions League spot next season. 🏆❌Dortmund's win vs PSG means Germany joins Italy in getting a fifth automatic spot in next season’s tournament. 🇩🇪🇮🇹#UCL pic.twitter.com/sDD29ZaA2A— Mail Sport (@MailSport) May 2, 2024 Við þetta bætist að sigurliðin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á þessari leiktíð, fá öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er því þannig að ef Dortmund fer alla leið og vinnur Meistaradeildina í ár, en endar í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og allt útlit er fyrir, fá alls sex þýsk lið þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Frankfurt situr í 6. sæti þýsku deildarinnar. Svipuð staða er á Ítalíu þar sem sex lið fá að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef ítalskt lið vinnur Evrópudeildina. Bæði Roma og Atalanta eru komin í undanúrslit keppninnar en þau sitja einmitt í 5. og 6. sæti ítölsku deildarinnar.
Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid
Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira