Hárgreiðslustóll ekki hættulegt tæki og konan fær engar bætur Árni Sæberg skrifar 2. maí 2024 16:13 Það getur verið hættulegt að setjast í hárgreiðslustól að mati Hæstaréttar, en ekkert sérstaklega. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað Sjóvá af öllum kröfum konu á sjötugsaldri, sem hlaut varanlega örorku eftir fall úr biluðum hárgreiðslustól. Hæstiréttur taldi slysið óhappatilvik og ekki hafa verið valdið af saknæmri háttsemi hárgreiðslustofunnar. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður viðurkennt bótaskyldu Sjóvár en Landsréttur var á sama máli og Hæstiréttur, slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Hárgreiðslustóll ekki með nokkru móti búnaður sem sérstök hætta stafi af Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að orsök þess að konan féll í gólfið hefði verið sú að málmfesting sem hélt uppi armi stólsins hefði brotnað. Hæstiréttur tók fram að í dómaframkvæmd hefðu almennt verið lagðar ríkar skyldu á eigendur eða umráðamenn fasteigna, þar sem rekin er verslunar- eða þjónustustarfsemi sem laðar að viðskiptavini, til að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mættu teljast til að tryggja öryggi þeirra. Til þess yrði þó að líta að kröfur til viðhalds og eftirlits með búnaði yrðu að vera í eðlilegu samhengi við hættueiginleika hans, aldur og endingartíma, svo og eftirlits- og viðhaldsþörf. Hárgreiðslustóll gæti með engu móti talist tæki eða búnaður sem sérstök hætta stafi af þótt óhöpp geti vissulega orðið við notkun slíkra stóla. Ekki fallist á snúa þyrfti sönnunarbyrðinni við Ekki var talið að konan hefði fært sönnur á að tjón hennar yrði rakið til saknæmrar vanrækslu hárgreiðslustofunnar á viðhaldi stólsins eða eftirliti með honum. Þá var ekki talið að sá dráttur sem varð á því að Sjóvá tilkynnti hárgreiðslustofunni um tjónstilkynningu konunnar eða tregða hárgreiðslustofunnar til að upplýsa um það hver gert hefði við stólinn ætti að leiða til þess að sönnunarbyrði um saknæma vanrækslu vátryggingartaka yrði snúið við. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður viðurkennt bótaskyldu Sjóvár en Landsréttur var á sama máli og Hæstiréttur, slysið hafi einfaldlega verið óhapp. Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Hárgreiðslustóll ekki með nokkru móti búnaður sem sérstök hætta stafi af Í dómi Hæstaréttar var lagt til grundvallar að orsök þess að konan féll í gólfið hefði verið sú að málmfesting sem hélt uppi armi stólsins hefði brotnað. Hæstiréttur tók fram að í dómaframkvæmd hefðu almennt verið lagðar ríkar skyldu á eigendur eða umráðamenn fasteigna, þar sem rekin er verslunar- eða þjónustustarfsemi sem laðar að viðskiptavini, til að gera ráðstafanir sem sanngjarnar mættu teljast til að tryggja öryggi þeirra. Til þess yrði þó að líta að kröfur til viðhalds og eftirlits með búnaði yrðu að vera í eðlilegu samhengi við hættueiginleika hans, aldur og endingartíma, svo og eftirlits- og viðhaldsþörf. Hárgreiðslustóll gæti með engu móti talist tæki eða búnaður sem sérstök hætta stafi af þótt óhöpp geti vissulega orðið við notkun slíkra stóla. Ekki fallist á snúa þyrfti sönnunarbyrðinni við Ekki var talið að konan hefði fært sönnur á að tjón hennar yrði rakið til saknæmrar vanrækslu hárgreiðslustofunnar á viðhaldi stólsins eða eftirliti með honum. Þá var ekki talið að sá dráttur sem varð á því að Sjóvá tilkynnti hárgreiðslustofunni um tjónstilkynningu konunnar eða tregða hárgreiðslustofunnar til að upplýsa um það hver gert hefði við stólinn ætti að leiða til þess að sönnunarbyrði um saknæma vanrækslu vátryggingartaka yrði snúið við.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira