Framboð Viktors Traustasonar er gilt Jón Þór Stefánsson skrifar 2. maí 2024 17:05 Viktor Traustason verður á kjörseðlinum í sumar. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason verður í framboði til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn. Þar kemur fram að kjörstjórn hafi komið saman klukkan fjögur í dag á fjarfundi og úrskurðaði um gildi framboðs hans. „Eftir að úrskurðarnefnd kosningamála úrskurðaði að Viktori Traustasyni bæri að fá frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum sínum veitti landskjörstjórn honum 23 tíma frest til þess að bæta úr þeim og rann sá frestur út klukkan 15 í dag,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Landskjörstjórn hafi á ný kannað þau meðmæli sem fylgdu framboði Viktors ásamt þeim lagfæringum sem gerðar voru á þeim auk þeirra meðmæla sem síðar bættust við eftir að meðmælasöfnun var opnuð að nýju á vefnum Ísland.is. „Eftir þá yfirferð hefur landskjörstjórn úrskurðað framboð Viktors Traustasonar til kjörs forseta Íslands gilt.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn. Í kjöri til forsetaembættisins eru: Arnar Þór Jónsson, Hegranesi 31, Garðabæ, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Trönuhjalla 17, Kópavogi, Ástþór Magnússon Wium, Bretlandi, dvalarstaður Vogaseli 1, Reykjavík, Baldur Þórhallsson, Starhaga 5, Reykjavík, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Hraunbæ 82, Reykjavík, Halla Hrund Logadóttir, Snælandi 4, Reykjavík, Halla Tómasdóttir, Klapparstíg 17, Reykjavík, Helga Þórisdóttir, Grundarlandi 22, Reykjavík, Jón Gnarr, Marargötu 4, Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir, Dunhaga 17, Reykjavík, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 4, Reykjavík, Viktor Traustason, Markarflöt 2, Garðabæ. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Eftir að úrskurðarnefnd kosningamála úrskurðaði að Viktori Traustasyni bæri að fá frest til að bæta úr ágöllum á meðmælalistum sínum veitti landskjörstjórn honum 23 tíma frest til þess að bæta úr þeim og rann sá frestur út klukkan 15 í dag,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Landskjörstjórn hafi á ný kannað þau meðmæli sem fylgdu framboði Viktors ásamt þeim lagfæringum sem gerðar voru á þeim auk þeirra meðmæla sem síðar bættust við eftir að meðmælasöfnun var opnuð að nýju á vefnum Ísland.is. „Eftir þá yfirferð hefur landskjörstjórn úrskurðað framboð Viktors Traustasonar til kjörs forseta Íslands gilt.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn. Í kjöri til forsetaembættisins eru: Arnar Þór Jónsson, Hegranesi 31, Garðabæ, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Trönuhjalla 17, Kópavogi, Ástþór Magnússon Wium, Bretlandi, dvalarstaður Vogaseli 1, Reykjavík, Baldur Þórhallsson, Starhaga 5, Reykjavík, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Hraunbæ 82, Reykjavík, Halla Hrund Logadóttir, Snælandi 4, Reykjavík, Halla Tómasdóttir, Klapparstíg 17, Reykjavík, Helga Þórisdóttir, Grundarlandi 22, Reykjavík, Jón Gnarr, Marargötu 4, Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir, Dunhaga 17, Reykjavík, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Suðurgötu 4, Reykjavík, Viktor Traustason, Markarflöt 2, Garðabæ.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira