Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 18:08 Jón Gnarr mælist með allt að tíu prósentustigum minna fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar en í könnunum sem fyrirtæki hafa gert fram að þessu. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Athygli vekur að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fær aðeins 7,4 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en hann hefur mælst með á bilinu fimmtán til átján prósent í öðrum skoðanakönnunum. Hann er engu að síður fjórði vinsælasti frambjóðandinn í könnuninni. Aðeins eru birtar niðurstöður könnunarinnar fyrir þá frambjóðendur sem fengu meira en fimm prósent fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 22.-30. apríl og byggist á svonefndum netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 2.638 manns könnunni og af þeim tóku 93 prósent afstöðu til þess hvern þeir kysu sem forseta. Fylgi frambjóðenda til forseta samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Halla Hrund vinsæl hjá eldri kjósendum en Baldur hjá þeim yngri Greining á könnunni leiðir í ljós að Katrín sækir fylgi sitt einkum til kjósenda stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fylgi hennar er mest á meðal kjósenda sem eru sextugir og eldri. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn en Katrín sækir fylgi sitt frekar til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Halla Hrund á meiri vinsælda að fagna á meðal eldri kjósenda en yngri. Hún sækir fylgi til allra flokka en síst Vinstri grænna. Hlutfallslega fleiri karlar en konur geta hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og fleiri landsbyggðarbúar en höfuðborgarbúar. Baldur nýtur mests stuðnings á meðal yngri kjósenda. Kjósendur allra flokka styðja hann en stuðningurinn er minnstur á meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlutfall kvenna en karla styðja Baldur en fylgið dreifist fremur jafnt yfir landið. Jón sækir fylgi sitt aðallega til yngri kjósenda og Pírata. Fleiri karlar en konur styðja hann. Fylgi frambjóðenda eftir stjórnmálaflokkum í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn og VG undir fimm prósentum Samhliða voru svarendur spurðir út í afstöðu sína til flokka fyrir Alþingiskosningar. Samfylkingin mældist þar með 25,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir henni með nítján prósent. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í könnuninni með 13,4 prósent en Framsóknarflokkurinn sá fjórði stærsti með tíu prósent. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar eru allir á svipuðum slóðum með sjö til átta prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist innan við fimm prósent. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Rétt tæp þrjátíu prósent svarenda í könnuninni sögðust styðja Katrínu í forsetakosningunum en 27,6 prósent Höllu Hrund. Baldur Þórhallsson mældist með 23,6 prósent fylgi í þriðja sæti. Athygli vekur að Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fær aðeins 7,4 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en hann hefur mælst með á bilinu fimmtán til átján prósent í öðrum skoðanakönnunum. Hann er engu að síður fjórði vinsælasti frambjóðandinn í könnuninni. Aðeins eru birtar niðurstöður könnunarinnar fyrir þá frambjóðendur sem fengu meira en fimm prósent fylgi. Könnunin var gerð á tímabilinu 22.-30. apríl og byggist á svonefndum netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls svöruðu 2.638 manns könnunni og af þeim tóku 93 prósent afstöðu til þess hvern þeir kysu sem forseta. Fylgi frambjóðenda til forseta samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Halla Hrund vinsæl hjá eldri kjósendum en Baldur hjá þeim yngri Greining á könnunni leiðir í ljós að Katrín sækir fylgi sitt einkum til kjósenda stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Fylgi hennar er mest á meðal kjósenda sem eru sextugir og eldri. Kynjahlutföll eru nokkuð jöfn en Katrín sækir fylgi sitt frekar til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar. Halla Hrund á meiri vinsælda að fagna á meðal eldri kjósenda en yngri. Hún sækir fylgi til allra flokka en síst Vinstri grænna. Hlutfallslega fleiri karlar en konur geta hugsað sér að kjósa Höllu Hrund og fleiri landsbyggðarbúar en höfuðborgarbúar. Baldur nýtur mests stuðnings á meðal yngri kjósenda. Kjósendur allra flokka styðja hann en stuðningurinn er minnstur á meðal kjósenda Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mun hærra hlutfall kvenna en karla styðja Baldur en fylgið dreifist fremur jafnt yfir landið. Jón sækir fylgi sitt aðallega til yngri kjósenda og Pírata. Fleiri karlar en konur styðja hann. Fylgi frambjóðenda eftir stjórnmálaflokkum í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 22.-30. apríl 2024.Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Miðflokkurinn þriðji stærsti flokkurinn og VG undir fimm prósentum Samhliða voru svarendur spurðir út í afstöðu sína til flokka fyrir Alþingiskosningar. Samfylkingin mældist þar með 25,4 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn á eftir henni með nítján prósent. Miðflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í könnuninni með 13,4 prósent en Framsóknarflokkurinn sá fjórði stærsti með tíu prósent. Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar eru allir á svipuðum slóðum með sjö til átta prósent. Fylgi Vinstri grænna mælist innan við fimm prósent.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18 Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Ný skoðanakönnun á morgun og Pallborð klukkan 14 Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir verða gestir Pallborðsins á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. 2. maí 2024 13:18
Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent. 29. apríl 2024 06:34