„Almennings“ samgöngur? Bragi Gunnlaugsson skrifar 3. maí 2024 07:00 Í viðtali á Rás 2 sagði Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, að almenningssamgöngurnar sem þangað liggja, vera fyrst og fremst fyrir starfsfólk vallarins. Keflavíkurflugvöllur hlýtur þá að vera eini alþjóðaflugvöllurinn í heimi þar sem almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar fyrir viðskiptavinina. Þessi skortur á grunnþjónustu fyrir farþega er ekki einungis bagalegur fyrir þau sem vilja komast á einfaldan og bíllausan hátt í millilandaflug, heldur ótrúlega slæm (og neyðarleg fyrir okkur sem þjóð) fyrsta upplifun þeirra sem heimsækja okkur. Eins og Þjóðverjarnir sem voru samferða mér úr flugi um daginn sögðu þegar þeir fundu engar samgöngur af vellinum: „That can‘t be right.“ Þeir eru eðlilega vanir því að á flugvöllum séu risastór skilti sem benda á almenningssamgöngur í borgina – því það er ekki eins og ferðalaginu ljúki á flugvellinum. Í fjöldamörg ár hefur verið kallað eftir endurbótum og nútímavæðingu samgangna á flugvöllinn. Raunar lofaði fyrrverandi innviðaráðherra að málin yrðu skoðuð fyrir sumarið. Í fyrra. Ekkert bólar á tillögum og orð Guðmundar setja vissulega tóninn af hverju svo er. Samtök um bíllausan lífsstíl kalla eftir því að samtalið um almenningssamgöngur á Keflavíkurflugvöll sé tekið alvarlega. Það þarf engin að finna upp hjólið í þessum málum – einungis hugrekkið til að bjóða upp á þessa lágmarksþjónustu sem svo mörg kalla eftir. Höfundur er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í viðtali á Rás 2 sagði Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, að almenningssamgöngurnar sem þangað liggja, vera fyrst og fremst fyrir starfsfólk vallarins. Keflavíkurflugvöllur hlýtur þá að vera eini alþjóðaflugvöllurinn í heimi þar sem almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar fyrir viðskiptavinina. Þessi skortur á grunnþjónustu fyrir farþega er ekki einungis bagalegur fyrir þau sem vilja komast á einfaldan og bíllausan hátt í millilandaflug, heldur ótrúlega slæm (og neyðarleg fyrir okkur sem þjóð) fyrsta upplifun þeirra sem heimsækja okkur. Eins og Þjóðverjarnir sem voru samferða mér úr flugi um daginn sögðu þegar þeir fundu engar samgöngur af vellinum: „That can‘t be right.“ Þeir eru eðlilega vanir því að á flugvöllum séu risastór skilti sem benda á almenningssamgöngur í borgina – því það er ekki eins og ferðalaginu ljúki á flugvellinum. Í fjöldamörg ár hefur verið kallað eftir endurbótum og nútímavæðingu samgangna á flugvöllinn. Raunar lofaði fyrrverandi innviðaráðherra að málin yrðu skoðuð fyrir sumarið. Í fyrra. Ekkert bólar á tillögum og orð Guðmundar setja vissulega tóninn af hverju svo er. Samtök um bíllausan lífsstíl kalla eftir því að samtalið um almenningssamgöngur á Keflavíkurflugvöll sé tekið alvarlega. Það þarf engin að finna upp hjólið í þessum málum – einungis hugrekkið til að bjóða upp á þessa lágmarksþjónustu sem svo mörg kalla eftir. Höfundur er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar