Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. maí 2024 10:01 Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun