Stórbætum samgöngur Logi Einarsson skrifar 3. maí 2024 11:16 Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Samgöngur Alþingi Byggðamál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun