Sala drykkjarins í hæstu hæðum eftir myndirnar af Haaland Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2024 18:00 Erling Haaland elskar mjólk. Vísir/Getty Það er vitað að þekktir einstaklingar hafa áhrif á sölutölur sjáist þeir nota eða neyta tiltekinnar vöru. Í Noregi er knattspyrnumaðurinn Erling Haaland eflaust ofarlega á lista yfir þá sem hafa hvað mest áhrif hvað þetta varðar. Erling Haaland er einn af þekktustu íþróttamönnum Noregs ef ekki sá þekktasti. Knattspyrnumaðurinn hefur farið á kostum með Manchester City síðan hann gekk til liðs við félagið sumarið 2022. Þó svo að hann hafi látið minna fyrir sér fara síðustu vikur er hann markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 21 mark á þessu tímabili. Í sambandi við velgengni Haalands síðustu misseri hafa matarvenjur hans verið til umfjöllunar. Hann drekkur til dæmis mikið af mjólk og fyrir ári síðan birti hann mynd á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann hélt á tveimur stórum mjólkurflöskum. Á miðvikudag sást hann síðan á æfingu hjá Manchester City með mjólkurfernu í hendinni. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Myndin sem birtist fyrir ári síðan hefur heldur betur haft áhrif. „Það er ekki beint neikvætt fyrir okkur að einhver ofurfrægur tali jákvætt um mjólk við ungt fólk,“ sagði Randi Skårland Doka sölu- og markaðsstjóri hjá Jeryseymejeriet í Noregi. Hún segir að fyrir ári síðan hafi verið seldir 350 mjólkurlítrar á viku en nú sé salan komin upp í 1000 lítra. Heilt yfir hefur mjólkurdrykkja í Noregi minnkað síðustu 15 árin en áhrif Haaland gefur mjólkurbændum tilefni til að vera bjartsýnir. Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Erling Haaland er einn af þekktustu íþróttamönnum Noregs ef ekki sá þekktasti. Knattspyrnumaðurinn hefur farið á kostum með Manchester City síðan hann gekk til liðs við félagið sumarið 2022. Þó svo að hann hafi látið minna fyrir sér fara síðustu vikur er hann markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 21 mark á þessu tímabili. Í sambandi við velgengni Haalands síðustu misseri hafa matarvenjur hans verið til umfjöllunar. Hann drekkur til dæmis mikið af mjólk og fyrir ári síðan birti hann mynd á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann hélt á tveimur stórum mjólkurflöskum. Á miðvikudag sást hann síðan á æfingu hjá Manchester City með mjólkurfernu í hendinni. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Myndin sem birtist fyrir ári síðan hefur heldur betur haft áhrif. „Það er ekki beint neikvætt fyrir okkur að einhver ofurfrægur tali jákvætt um mjólk við ungt fólk,“ sagði Randi Skårland Doka sölu- og markaðsstjóri hjá Jeryseymejeriet í Noregi. Hún segir að fyrir ári síðan hafi verið seldir 350 mjólkurlítrar á viku en nú sé salan komin upp í 1000 lítra. Heilt yfir hefur mjólkurdrykkja í Noregi minnkað síðustu 15 árin en áhrif Haaland gefur mjólkurbændum tilefni til að vera bjartsýnir.
Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira