„Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. maí 2024 17:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í dag en svekktur með úrslitin og meiðslin sem fyrirliði liðsins varð fyrir. Visir/ Hulda Margrét Vestri komst tvívegis yfir en tapaði að endingu 3-2 gegn FH í 5. umferð Bestu deildar karla. Fyrirliði liðsins, Elmar Atli Garðarsson, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Óttast er að um ristarbrot sé að ræða, líkt og liðsfélagi hans Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir á dögunum. „Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Mér líður aldrei vel eftir tap, gáfum þetta frá okkur, það var bara svoleiðis“ sagði Davíð strax að leik loknum. Vestri var með leikinn í höndum sér og leiddi 2-1 þegar flautað var til hálfleiks. „Það er eins og við slökkvum á okkur þegar við komum út. Vorum með skýr skilaboð hvað við ætluðum að gera og vissum hvað FH-ingar myndu gera en það er eins og við slökkvum á okkur og þetta rennur okkur úr greipum. En heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna og stígandann í liðinu frá fyrsta leik.“ Stjórnuðu án boltans en mættu illa út í seinni hálfleik Þrátt fyrir að hafa lítið séð af boltanum leið Vestramönnum ekki illa án hans. „Ég var sáttur með hann [fyrri hálfleikinn], nákvæmlega eins og við lögðum upp að hann yrði. Vissum að við yrðum ekki mikið með boltann en vissum nákvæmlega hvað við vildum gera þegar við vorum með boltann. Mér fannst það ganga gríðarlega vel upp og er mjög ánægður með það en mjög óánægður með fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Skelfilegar og alls ekki nógu góðar. Stjórnin hjá okkur í fyrri hálfleik var góð. Okkur leið mjög vel án boltans. Svo vissum við hvað þeir myndu gera, setja mikið af mönnum út í víddina, fjölmenna og dæla boltum inn. Þeir gerðu það og við réðum bara ekki nægilega vel við þá.“ Davíð Smári gerði þrefalda breytingu skömmu eftir að FH skoraði annað jöfnunarmarkið. Hann var ánægður með þá sem komu inn af bekknum þrátt fyrir að ekki hafi tekist að setja boltann í markið. „Vantaði bara orku inn í seinni hálfleikinn og pínu skerpu (e.sharpness). Ég var mjög sáttur með alla sem komu inn, menn voru líka lemstraðir í okkar liði þannig við vorum pínu þvingaðir í skiptinguna. En ánægður með þá sem komu inn, við erum að bæta okkur með hverjum leik sem við spilum og verðum að líta á það, ég er sáttur með það.“ Tveir menn meiddir af velli í fyrri hálfleik Í fyrri hálfleik fór Tarik Ibrahimagic meiddur af velli. Fyrirliðinn Elmar Atli fylgdi honum svo eftir nokkrum mínútum síðar. „Lítur ekki vel út með Elmar, ég er hræddur um að þetta sé svipað og hjá Eiði. Tarik var bara með eitthvað smávægilegt og líka örlítið fyrir leik. Það var bara eitthvað pínu væl.“ Þetta gæti verið gríðarlegt áfall fyrir Vestra, sem hefur þegar misst mikilvægan menn úr vörninni. Eiður Aron Sigurbjörnsson ristarbrotnaði í síðasta leik og verður frá í allt að 12 vikur, þá er óljóst hvenær Morten Ohlsen snýr aftur en hann fór meiddur af velli í fyrsta leik mótsins. „Já, áföll fyrir öll lið að missa leikmenn í meiðsli en við skulum ekki mála skrattann á vegginn með þetta. Ég vona bara að þetta sé minna en við óttumst og hann komi fljótlega aftur“ sagði Davíð Smári bjartsýnn að lokum.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. 29. apríl 2024 12:49
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti