Orku- og samgöngumál efst á lista nýs sveitarfélags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 13:38 Kosið var til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Vísir/Vilhelm Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal. „Við erum kampakát með góða niðurstöðu og við leyfðum okkur alveg að fagna í gær,“ segir Páll Vilhjálmsson, oddviti Nýrrar sýnar. Þúsund og einn var á kjörskrá og var kjörsókn rúm 66 prósent. N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði og fjóra sveitarstjórnarmenn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 og þrjá menn í stjórn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setja á oddinn alls konar samskipti við ríkið. Við stöndum hér frammi fyrir mikilli orkuþörf á næstu árum. Við stöndum frammi fyrir því að samgöngumálin okkar eru erfið. Við erum nú með sameinað sveitarfélag og allir þéttbýliskjarnar sundur slitnir með fjallvegum. Við stöndum frammi fyrir því að vera í samskiptum við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimila á heilbrigðisstofnuninni, segir Páll. Þá séu ýmis stór verkefni innan sveitarfélagsins sem ráðast þurfi í. „Það er mikið framundan í uppbyggingu í skólamálum. Við þurfum að byggja nýtt skólahúsnæði á Bíldudal og erum á leið í útboð á því. Þannig að það er af nógu að taka.“ Samhliða þessu voru fulltrúar í fjórar heimastjórnir kosnir. Heimastjórnir eru nú á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðastrandshreppi. „Heimastjórnir hafa ákvörðunarvalda hvað varðar skipulagsmál og leyfisveitingar í sínu nærsamfélagi. Umfram allt held ég að heimastjórnir séu verkfæri til þess að koma málefnum nærsamfélags síns á dagskrá í bæjarstjórn. Þá verður virkilega spennandi að eiga samstarf við heimastjórnir. Við bindum miklar vonir við þær,“ segir Páll. Fyrsta verkefni sveitarstjórnarinnar verði að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Hvorki Þórdís Sif Siguarðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar né Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Tálknafirði hafa sóst eftir að sitja áfram. „Báðir sveitarstjórarnir eru á leið í burtu frá okkur. Það verður sennilega eitt af fyrstu verkefnunum. Svo verður að koma skólabyggingu á Bíldudal í útboð, það verður að vinnast hratt og vel svo við náum að standast áætlanir að kennsla hefjist í grunnskóla þar og leikskóla haustið 2025.“ Þá hefur verið auglýst eftir nýju nafni á sameinað sveitarfélag. „Við fáum til baka frá örnefnanefnd þær tillögur sem standast lög og kröfur. Svo verður það í höndum íbúa að velja nafn á nýtt sveitarfélag.“ Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
„Við erum kampakát með góða niðurstöðu og við leyfðum okkur alveg að fagna í gær,“ segir Páll Vilhjálmsson, oddviti Nýrrar sýnar. Þúsund og einn var á kjörskrá og var kjörsókn rúm 66 prósent. N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði og fjóra sveitarstjórnarmenn og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 og þrjá menn í stjórn. „Það er alveg ljóst að við þurfum að setja á oddinn alls konar samskipti við ríkið. Við stöndum hér frammi fyrir mikilli orkuþörf á næstu árum. Við stöndum frammi fyrir því að samgöngumálin okkar eru erfið. Við erum nú með sameinað sveitarfélag og allir þéttbýliskjarnar sundur slitnir með fjallvegum. Við stöndum frammi fyrir því að vera í samskiptum við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimila á heilbrigðisstofnuninni, segir Páll. Þá séu ýmis stór verkefni innan sveitarfélagsins sem ráðast þurfi í. „Það er mikið framundan í uppbyggingu í skólamálum. Við þurfum að byggja nýtt skólahúsnæði á Bíldudal og erum á leið í útboð á því. Þannig að það er af nógu að taka.“ Samhliða þessu voru fulltrúar í fjórar heimastjórnir kosnir. Heimastjórnir eru nú á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðastrandshreppi. „Heimastjórnir hafa ákvörðunarvalda hvað varðar skipulagsmál og leyfisveitingar í sínu nærsamfélagi. Umfram allt held ég að heimastjórnir séu verkfæri til þess að koma málefnum nærsamfélags síns á dagskrá í bæjarstjórn. Þá verður virkilega spennandi að eiga samstarf við heimastjórnir. Við bindum miklar vonir við þær,“ segir Páll. Fyrsta verkefni sveitarstjórnarinnar verði að auglýsa eftir nýjum sveitarstjóra. Hvorki Þórdís Sif Siguarðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar né Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í Tálknafirði hafa sóst eftir að sitja áfram. „Báðir sveitarstjórarnir eru á leið í burtu frá okkur. Það verður sennilega eitt af fyrstu verkefnunum. Svo verður að koma skólabyggingu á Bíldudal í útboð, það verður að vinnast hratt og vel svo við náum að standast áætlanir að kennsla hefjist í grunnskóla þar og leikskóla haustið 2025.“ Þá hefur verið auglýst eftir nýju nafni á sameinað sveitarfélag. „Við fáum til baka frá örnefnanefnd þær tillögur sem standast lög og kröfur. Svo verður það í höndum íbúa að velja nafn á nýtt sveitarfélag.“
Tálknafjörður Vesturbyggð Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00 Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. 5. maí 2024 08:00
Stefnir í að bið eftir jarðgöngum lengist Ófærðin sem birtist vegfarendum á fjallvegum á norðurhelmingi landsins um páskana, þar sem þúsundir manna komust ekki leiðar sinnar, hefur kallað fram endurnýjaðar kröfur um jarðgöng. Óvissa ríkir hins vegar um hvernig jarðgangaáætlun verður fjármögnuð og stefnir í að í flestum landshlutum þurfi menn að bíða lengi eftir næstu göngum. 2. apríl 2024 22:10
Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. 28. október 2023 22:33