„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 14:36 Dagur ræddi samninga borgarinnar við olíufélögin í Sprengisandi. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. Dagur sagði þetta í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi um málið ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í fréttaskýringu í Kastljósi sem sýnd verður á morgun. Málið vakti athygli vegna þess að fréttaskýringin var ekki sýnd í síðasta Kveiksþætti vetrarins eins og staðið hafði til. Reykjavíkurborg setti sér stefnu árið 2009 um að fækka bensínstöðvum borgarinnar. Lítið gerðist í kjölfarið en þegar borgin samþykkti loftslagsstefnu árið 2016 var ákveðið að skapa hvata fyrir olíufélögin sem höfðu mörg hver lóðaleigusamninga til margra ára eða jafnvel áratuga. Hvatar fyrir olíufélögin Uppleggið með samningunum hafi verið að skapa hvata til þess að olíufélögin færu að hreyfa sig. „Ef þau færu af stað innan tveggja ára. Þá þyrftu þau ekki borga þessi viðbótargjöld. Við höfum greint það að þegar við erum að þétta byggð að þá þarf borgin vissulega að hugsa fyrir innviðum eins og skólum og leikskólum en það er um það bil fimm milljónir á íbúð en í nýju úthverfi er það um 24 milljónir á íbúð. Þannig við höfum mikla fjárhagslega hvata til að þétta byggð þar sem ekki þarf að ráðast í innviði,“ segir Dagur. Hann segir að ítarlegt upplegg hafi verið lagt fyrir borgarráð árið 2019 og samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn. Þá tóku við tvö ár þar sem samið var við olíufélögin og voru samningarnir þá lagðir fram til samþykktar 2021 og þá sat minnihlutinn hjá. Dagur bendir á aðeins hafi náðst að semja um þriðjung lóðanna. Hafi samningarnir verið „gjafagjörningar“ hefðu olíufélögin öll samið. Hildur segir þó að þegar samningarnir voru lagðir fram til samþykktar hafi það verið gert í sumarfríi borgarstjórnar og að upplýsingagjöfin hafi ekki nægt. Minnihlutinn hafi ekki vitað af því að olíufélögin slyppu við að greiða innviða- og byggingargjöld. „Dæmið lítur býsna vel út“ Dagur segir að þétting byggðar á umræddum reitum komi til með að skila umtalsverðum útsvarstekjum. „Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ segir Dagur. „Mér finnst dálítið ódýrt að koma fimm árum seinna, í trausti þess að fólk geti ekki skoðað þessi gögn sem allir geta gert, og reyna að gera þetta eitthvað tortryggilegt.,“ bætir hann við. Hildur segir að allir hefðu verið sammála um markmiðið að fækka bensínstöðvum í borginni en að í ýmsum tilfellum hefði mátt fara aðrar leiðir til að tryggja hag borgarinnar. „Ég er ekkert að hrópa: „Spilling! Spilling!“ eða að segja að það séu einhverjir annarlegir hagsmunir eða annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum samningum. Það sem mér finnst blasa við er fullkomin vanhæfni og ábyrgðarleysi og fúsk og kæruleysi þegar kemur að því að sýsla með eigur almennings,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sprengisandur Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Dagur sagði þetta í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi um málið ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í fréttaskýringu í Kastljósi sem sýnd verður á morgun. Málið vakti athygli vegna þess að fréttaskýringin var ekki sýnd í síðasta Kveiksþætti vetrarins eins og staðið hafði til. Reykjavíkurborg setti sér stefnu árið 2009 um að fækka bensínstöðvum borgarinnar. Lítið gerðist í kjölfarið en þegar borgin samþykkti loftslagsstefnu árið 2016 var ákveðið að skapa hvata fyrir olíufélögin sem höfðu mörg hver lóðaleigusamninga til margra ára eða jafnvel áratuga. Hvatar fyrir olíufélögin Uppleggið með samningunum hafi verið að skapa hvata til þess að olíufélögin færu að hreyfa sig. „Ef þau færu af stað innan tveggja ára. Þá þyrftu þau ekki borga þessi viðbótargjöld. Við höfum greint það að þegar við erum að þétta byggð að þá þarf borgin vissulega að hugsa fyrir innviðum eins og skólum og leikskólum en það er um það bil fimm milljónir á íbúð en í nýju úthverfi er það um 24 milljónir á íbúð. Þannig við höfum mikla fjárhagslega hvata til að þétta byggð þar sem ekki þarf að ráðast í innviði,“ segir Dagur. Hann segir að ítarlegt upplegg hafi verið lagt fyrir borgarráð árið 2019 og samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn. Þá tóku við tvö ár þar sem samið var við olíufélögin og voru samningarnir þá lagðir fram til samþykktar 2021 og þá sat minnihlutinn hjá. Dagur bendir á aðeins hafi náðst að semja um þriðjung lóðanna. Hafi samningarnir verið „gjafagjörningar“ hefðu olíufélögin öll samið. Hildur segir þó að þegar samningarnir voru lagðir fram til samþykktar hafi það verið gert í sumarfríi borgarstjórnar og að upplýsingagjöfin hafi ekki nægt. Minnihlutinn hafi ekki vitað af því að olíufélögin slyppu við að greiða innviða- og byggingargjöld. „Dæmið lítur býsna vel út“ Dagur segir að þétting byggðar á umræddum reitum komi til með að skila umtalsverðum útsvarstekjum. „Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ segir Dagur. „Mér finnst dálítið ódýrt að koma fimm árum seinna, í trausti þess að fólk geti ekki skoðað þessi gögn sem allir geta gert, og reyna að gera þetta eitthvað tortryggilegt.,“ bætir hann við. Hildur segir að allir hefðu verið sammála um markmiðið að fækka bensínstöðvum í borginni en að í ýmsum tilfellum hefði mátt fara aðrar leiðir til að tryggja hag borgarinnar. „Ég er ekkert að hrópa: „Spilling! Spilling!“ eða að segja að það séu einhverjir annarlegir hagsmunir eða annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum samningum. Það sem mér finnst blasa við er fullkomin vanhæfni og ábyrgðarleysi og fúsk og kæruleysi þegar kemur að því að sýsla með eigur almennings,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sprengisandur Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent