Getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 6. maí 2024 10:00 Þann 8. nóvember 2023 hóf Vinnueftirlitið aðgerðavakninguna #Tökum höndum saman: Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu. Samkvæmt heimasíðu Vinnueftirlitsins þá var markmið aðgerðavakningarinnar: „að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðlar að öryggi og vellíðan starfsfólks og er ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Hún hefur auk þess jákvæð áhrif á árangur og orðspor vinnustaða.“ Á hverjum vinnustað stjórnast vinnustaðamenningin af gildum, venjum og viðhorfum sem ríkja á staðnum. Drennan (1992) sagði hugtakið vinnustaðamenningu fanga „hvernig hlutirnir eru gerðir hérna“ eða „how things are done around here“ (Drennan, 1992). Starfsfólk aðlagast fljótt að þessum lykilþáttum og tileinkar sér hvernig samskipti, verklag og lausn mála eru viðhöfð á vinnustaðnum. Oft getur vinnustaðamenning breyst með tilkomu nýrra stjórnenda sem koma með nýjar hugmyndir sem mæta andstöðu starfsmanna sem láta stjórnast af „svona höfum við alltaf gert hlutina hérna!“ Breytingar á vinnustaðamenningu til hins betra tekur tíma og þá er gott að kyrja „Róm var ekki byggð á einum degi“. Niðurrif góðrar vinnustaðamenningar tekur að öllu jöfnu styttri tíma og koma margs konar þættir þar að. Stjórnendur vinnustaða bera mikla ábyrgð á vinnustaðamenningu, þeir leggja línurnar og hvaða áherslur séu mikilvægar. Aðkoma starfsfólks er misjöfn en góðir vinnustaðir bjóða jafnan upp á að starfsfólk taki þátt í vinnustofum þar sem tækifæri bjóðast til að hafa áhrif á vinnustaðamenninguna. Það er ljóst að það þarf að hlúa að vinnustaðamenningu og allir á vinnustaðnum þurfa að gera upp við sig hvaða viðhorf starfsfólk vill bera upp á borð gagnvart vinnunni sem og menningunni. Er hamingjan ekki huglæg? Ég hef verið að bjóða upp á fyrirlestra þar sem spurningunni: „Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni?“ er varpað upp og í augum flestra er svarið augljóst. En getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Hvað er hamingja? Er hamingja ekki huglæg? Í nýlegri heimsókn á vinnustað og með aðstoð tækninnar þá spurði ég: „Hvað er hamingja?“ Starfsfólkið gat skrifað þrjú orð eða þrjár setningar nafnlaust og mynduðu orðin orðaský sem sýndi að fyrir 35 starfsmenn er hamingjan alls konar: Fjölskylda, gleði, vellíðan, vinátta, gæða stundir, hugarró, þakklæti, nánd, heilsan, matur, að tilheyra, að vera sáttur í eigin skinni og að hlakka til dagsins Þessi eru einungis brot af þeim fjölmörgu orðum sem voru skrifuð. Í daglegu vinnuumhverfi, þar sem er fullt af áskorunum, er hamingja mikilvægur þáttur í vinnustaðamenningu. Það að vera hamingjusamur í vinnunni er ekki bara ábyrgð hvers og eins aðila, heldur sameiginleg ábyrgð sem nær til vinnustaðarins, stjórnenda og jafnvel stjórnvalda. Sem einstaklingur er nauðsynlegt að leggja mikið upp úr eigin hamingju hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Ef vinnustaðamenningin er eitruð eða vinnuálagið of mikið, þá er það í raun og veru þín ábyrgð að leita í betra umhverfi. Eins er mikilvægt fyrir hvern og einn að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða vinnustaðamenningu. Hugsið um litla jákvæða hluti á hverjum degi sem gætu glatt vinnufélagana og munið að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fjölda margar rannsóknir sýna fram á að hamingjusamt starfsfólk hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óhamingjusamt í vinnu. Starfsfólk sem er hamingjusamt er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Hvers vegna er þetta svo mikilvægt? Þar sem lögð er áhersla á hamingju í vinnustaðamenningu þá eru þeir vinnustaðir hagkvæmari. Hvort sem um er að ræða einkarekinn eða opinberan aðila, þá eykst skilvirknin þegar starfsfólk er hamingjusamt. Það er til nægilega mikið af rannsóknargögnum sem styðja þetta og umræðan er á þá leið að hagnaður eykst, hluthafar gleðjast og jafnvel að hlutbréf hækka í verði. En hvað stuðlar að hamingju í vinnu? Hún snýst ekki um gjafir eða núvitundartíma - sem eru skemmtilegir viðbótarþættir, en þeir skapa ekki í grundvallaratriðum hamingju. Það sem stuðlar að hamingju í vinnunni er árangur og sambönd. Starfsfólk þarf að upplifa að vinna sín þýði eitthvað og að hún hafi eitthvað að segja. Það þarf einnig að upplifa að vera metið að verðleikum, ekki sem tímabundinn auður, heldur sem mannlegar verur sem eru órjúfanlegur hluti af fyrirtækinu. Því miður er mikið um leiðir þar sem vinnustaðir geta gert starfsmenn sína óánægða - óljós fyrirmæli, of mikið vinnuálag, eitrað vinnuumhverfi. Til dæmis hefur stjórn Elon Musk hjá Twitter, Tesla og SpaceX verið gagnrýnd fyrir að valda óreiðu, ruglingi, streitu og óánægju meðal starfsfólks. Til að skapa hamingjusamari vinnustaði þurfum við að koma fyrir kattarnef venjum sem valda óánægju - eins og of miklu vinnuálagi og óljósum vinnuferlum - og einbeita sé að því sem stuðlar að hamingju, eins og lofi og viðurkenningu, og góðu andrúmslofti. Góðir stjórnendur eru nauðsynlegir fyrir hamingjusama vinnustaði - ef stjórnendurnir eru neikvæðir eða óþægilegir, þá er allt eins líklegt að vinnustaðurinn smitist af því viðhorfi. Oft er það þannig að starfsfólk vinnur sig upp í stjórnendastöður en er allt starfsfólk framtíðarstjórnendur? Stundum segir starfsfólk já við stjórnendastöðu vegna hærri launa en innst inni er það alls ekki það sem viðkomandi vill. Stjórnun vinnustaða er ekki kennd í skólum og þurfa vinnustaðir að sinna þjálfun framtíðarstjórnenda. Með því að velja og þjálfa leiðtoga sem leggja upp úr hamingju í vinnustaðamenningu, er hægt að rækta vinnuumhverfi þar sem hamingja er ekki bara eitthvað huglægt fyrirbæri fyrir utan vinnustaðinn – hún er grundvöllurinn og hámarkar hagnaðinn. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þann 8. nóvember 2023 hóf Vinnueftirlitið aðgerðavakninguna #Tökum höndum saman: Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu. Samkvæmt heimasíðu Vinnueftirlitsins þá var markmið aðgerðavakningarinnar: „að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðlar að öryggi og vellíðan starfsfólks og er ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Hún hefur auk þess jákvæð áhrif á árangur og orðspor vinnustaða.“ Á hverjum vinnustað stjórnast vinnustaðamenningin af gildum, venjum og viðhorfum sem ríkja á staðnum. Drennan (1992) sagði hugtakið vinnustaðamenningu fanga „hvernig hlutirnir eru gerðir hérna“ eða „how things are done around here“ (Drennan, 1992). Starfsfólk aðlagast fljótt að þessum lykilþáttum og tileinkar sér hvernig samskipti, verklag og lausn mála eru viðhöfð á vinnustaðnum. Oft getur vinnustaðamenning breyst með tilkomu nýrra stjórnenda sem koma með nýjar hugmyndir sem mæta andstöðu starfsmanna sem láta stjórnast af „svona höfum við alltaf gert hlutina hérna!“ Breytingar á vinnustaðamenningu til hins betra tekur tíma og þá er gott að kyrja „Róm var ekki byggð á einum degi“. Niðurrif góðrar vinnustaðamenningar tekur að öllu jöfnu styttri tíma og koma margs konar þættir þar að. Stjórnendur vinnustaða bera mikla ábyrgð á vinnustaðamenningu, þeir leggja línurnar og hvaða áherslur séu mikilvægar. Aðkoma starfsfólks er misjöfn en góðir vinnustaðir bjóða jafnan upp á að starfsfólk taki þátt í vinnustofum þar sem tækifæri bjóðast til að hafa áhrif á vinnustaðamenninguna. Það er ljóst að það þarf að hlúa að vinnustaðamenningu og allir á vinnustaðnum þurfa að gera upp við sig hvaða viðhorf starfsfólk vill bera upp á borð gagnvart vinnunni sem og menningunni. Er hamingjan ekki huglæg? Ég hef verið að bjóða upp á fyrirlestra þar sem spurningunni: „Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni?“ er varpað upp og í augum flestra er svarið augljóst. En getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Hvað er hamingja? Er hamingja ekki huglæg? Í nýlegri heimsókn á vinnustað og með aðstoð tækninnar þá spurði ég: „Hvað er hamingja?“ Starfsfólkið gat skrifað þrjú orð eða þrjár setningar nafnlaust og mynduðu orðin orðaský sem sýndi að fyrir 35 starfsmenn er hamingjan alls konar: Fjölskylda, gleði, vellíðan, vinátta, gæða stundir, hugarró, þakklæti, nánd, heilsan, matur, að tilheyra, að vera sáttur í eigin skinni og að hlakka til dagsins Þessi eru einungis brot af þeim fjölmörgu orðum sem voru skrifuð. Í daglegu vinnuumhverfi, þar sem er fullt af áskorunum, er hamingja mikilvægur þáttur í vinnustaðamenningu. Það að vera hamingjusamur í vinnunni er ekki bara ábyrgð hvers og eins aðila, heldur sameiginleg ábyrgð sem nær til vinnustaðarins, stjórnenda og jafnvel stjórnvalda. Sem einstaklingur er nauðsynlegt að leggja mikið upp úr eigin hamingju hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Ef vinnustaðamenningin er eitruð eða vinnuálagið of mikið, þá er það í raun og veru þín ábyrgð að leita í betra umhverfi. Eins er mikilvægt fyrir hvern og einn að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða vinnustaðamenningu. Hugsið um litla jákvæða hluti á hverjum degi sem gætu glatt vinnufélagana og munið að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fjölda margar rannsóknir sýna fram á að hamingjusamt starfsfólk hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óhamingjusamt í vinnu. Starfsfólk sem er hamingjusamt er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Hvers vegna er þetta svo mikilvægt? Þar sem lögð er áhersla á hamingju í vinnustaðamenningu þá eru þeir vinnustaðir hagkvæmari. Hvort sem um er að ræða einkarekinn eða opinberan aðila, þá eykst skilvirknin þegar starfsfólk er hamingjusamt. Það er til nægilega mikið af rannsóknargögnum sem styðja þetta og umræðan er á þá leið að hagnaður eykst, hluthafar gleðjast og jafnvel að hlutbréf hækka í verði. En hvað stuðlar að hamingju í vinnu? Hún snýst ekki um gjafir eða núvitundartíma - sem eru skemmtilegir viðbótarþættir, en þeir skapa ekki í grundvallaratriðum hamingju. Það sem stuðlar að hamingju í vinnunni er árangur og sambönd. Starfsfólk þarf að upplifa að vinna sín þýði eitthvað og að hún hafi eitthvað að segja. Það þarf einnig að upplifa að vera metið að verðleikum, ekki sem tímabundinn auður, heldur sem mannlegar verur sem eru órjúfanlegur hluti af fyrirtækinu. Því miður er mikið um leiðir þar sem vinnustaðir geta gert starfsmenn sína óánægða - óljós fyrirmæli, of mikið vinnuálag, eitrað vinnuumhverfi. Til dæmis hefur stjórn Elon Musk hjá Twitter, Tesla og SpaceX verið gagnrýnd fyrir að valda óreiðu, ruglingi, streitu og óánægju meðal starfsfólks. Til að skapa hamingjusamari vinnustaði þurfum við að koma fyrir kattarnef venjum sem valda óánægju - eins og of miklu vinnuálagi og óljósum vinnuferlum - og einbeita sé að því sem stuðlar að hamingju, eins og lofi og viðurkenningu, og góðu andrúmslofti. Góðir stjórnendur eru nauðsynlegir fyrir hamingjusama vinnustaði - ef stjórnendurnir eru neikvæðir eða óþægilegir, þá er allt eins líklegt að vinnustaðurinn smitist af því viðhorfi. Oft er það þannig að starfsfólk vinnur sig upp í stjórnendastöður en er allt starfsfólk framtíðarstjórnendur? Stundum segir starfsfólk já við stjórnendastöðu vegna hærri launa en innst inni er það alls ekki það sem viðkomandi vill. Stjórnun vinnustaða er ekki kennd í skólum og þurfa vinnustaðir að sinna þjálfun framtíðarstjórnenda. Með því að velja og þjálfa leiðtoga sem leggja upp úr hamingju í vinnustaðamenningu, er hægt að rækta vinnuumhverfi þar sem hamingja er ekki bara eitthvað huglægt fyrirbæri fyrir utan vinnustaðinn – hún er grundvöllurinn og hámarkar hagnaðinn. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun