Á að banna TikTok? Óttar Birgisson skrifar 6. maí 2024 12:01 Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein TikTok Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í. Með öðrum orðum hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af mögulegum öryggisbresti sem fylgir því að Kína hafi bæði aðgang að gögnum um stóran hóp Bandaríkjamanna og ekki síður möguleg áhrif sem slíkur aðgangur gæti haft á bandarísk ungmenni. Hið síðarnefnda hefur meðal annars komið af stað ýmsum sögusögnum um að TikTok eigi að nota til að forheimska næstu kynslóð af Bandaríkjamönnum til þess að auka stöðu Kína í framtíðinni. Þótt þetta sé í raun samsæriskenning er margt áhugavert sem tengist henni. Sem dæmi þá er TikTok bannað í Kína þar sem það er talið hafa slæm áhrif á ungmennin þar. Þess í stað er ByteDance með sambærilegt smáforrit sem kallast Douyin. TikTok er keyrt á öðrum reikniritum og hýst í ólíkum gagnaverum en Douyin. Douyin er með strangari reglur um efnisinnihald og er reikniritinu á bak við forritið miðstýrt að hluta til að auka vægi þess sem er gagnlegt, fræðandi og uppbyggilegt til að styðja við þroska kínverskra ungmenna. Á meðan er efnið á TikTok oftast einföld æði, dans, fíflagangur, hrekkir og jafnvel ofbeldi. Þó má vissulega finna fræðsluefni og uppbyggilegt efni þar líka, en reikniritið hampar því ekki eins og hjá Douyin. Reikniritið í TikTok hefur í raun eitt markmið en það er að hámarka tímann sem notandi ver á miðlinum. Á móti er Kína með strangar reglur um tíma. Sem dæmi þá geta notendur yngri en 14 ára ekki notað það lengur en 40 mínútur á dag auk þess að forritið lokast á nóttinni þannig að ekki sé hægt að nota það á þeim tíma. Sama hvað er til í þeim sögusögnum að TikTok sé notað sem forheimskandi hernaðartól Kínverja þá er ljóst að Kínverjar vilja ekki að ungmennin þeirra verði háð TikTok eða Douyin. En ætti þá að banna TikTok á Íslandi líka? Sennilega er það óþarfi. TikTok er einstaklega vinsæll miðill og veitir fólki ómælda ánægju og gleði. En það sama segja sumir til dæmis um áfengi. Við viljum samt ekki að börnin okkar drekki áfengi og við viljum að fullorðnir sem drekka það, geri það í hófi. En til þess að vita hvað er hóflegt og hvað er óhollt þegar kemur að TikTok og öðrum sambærilegum miðlum þurfum við frekari rannsóknir. Rannsóknir benda flestar til þess að samfélagsmiðlar séu skaðlegir geðheilsu ungmenna séu þeir notaðir í óhófi. Enn vantar þó betri rannsóknir á áhrifum á fullorðna og ung börn. En á meðan við vitum ekki betur er mikilvægt að fara varlega. Best er auðvitað að sleppa miðlum eins og TikTok alveg eða lágmarka notkun og vera meðvitaður um möguleg áhrif og muna hvernig reikniritið er hannað til að stela tíma þínum og athygli. Til að vega móti því er hægt að nota ýmis önnur smáforrit eða innbyggðar stillingar í símtækjum til þess að loka á ákveðin smáforrit eins og TikTok á ákveðnum tíma (t. d. eftir 20: 00) eða eftir ákveðna notkun (t. d. eftir 60 mínútur daglega). Að lokum, foreldrar ættu ekki að leyfa börnum að vera ein á TikTok fyrr en í allra fyrsta lagi 13 ára og helst seinna. Þannig, með betri rannsóknum, fræðslu og meðvitaðri notkun getum við stuðlað að öryggi og heilsu notenda án þess að þurfa að grípa til banns. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi að rannsaka áhrif netsamskipta á geðheilsu ungmenna.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun