Lýkur Gylfi markaþurrð Vals á Kópavogsvelli? Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 15:45 Valsmenn hafa gert öll þrjú mörk sín til þessa á heimavelli en tókst ekki að skora í Garðabæ og Árbæ. vísir/Diego Valsmönnum hefur gengið illa að skora á Kópavogsvelli síðustu ár og þurfa að bæta úr því í kvöld þegar þeir mæta Blikum, eftir slæma byrjun á leiktíðinni í Bestu deild karla í fótbolta. Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki, og hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni eða þrjú. Það eru því ekki góðar fréttir að liðið þurfi að bæta úr markaleysinu á Kópavogsvelli, því þar hefur Valur ekki skorað mark í síðustu þremur heimsóknum í Bestu deildinni. Þessu ætla gestirnir að breyta í kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu og ljóst að færri komast að en vilja. Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið. Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024 Breiðablik hélt marki sínu hreinu í aðeins tveimur heimaleikjum í Bestu deildinni í fyrra en annar þeirra var 1-0 sigurinn gegn Val fyrir ári síðan, þar sem Stefán Ingi Sigurðarson gerði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Árið 2022 var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina markið í sigri Blika, og árið 2021 vann Breiðablik 3-0 sigur þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Kristinn Steindórsson eitt. Blikar haldið hreinu heima í sumar Í þessum leikjum var Valur vissulega ekki með Gylfa Þór Sigurðsson í sínum röðum, eða Jónatan Inga Jónsson. Þeir hafa þó ekki verið heitir uppi við mark andstæðinganna en Gylfi skorað eitt mark. Hin tvö deildarmörk Vals hafa komið frá Patrick Pedersen. Það eru heldur ekki góðar fréttir fyrir Val að Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í báðum heimaleikjum sínum í sumar, og þannig nú þegar jafnað þann árangur sinn frá því í fyrra, en liðið vann FH 2-0 í fyrsta heimaleik og svo Vestra 4-0. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst korteri fyrr. Leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum 5. umferðar í Stúkunni fljótlega eftir leik. Besta deild karla Breiðablik Valur Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fjóra leiki, og hafa skorað fæst mörk allra liða í deildinni eða þrjú. Það eru því ekki góðar fréttir að liðið þurfi að bæta úr markaleysinu á Kópavogsvelli, því þar hefur Valur ekki skorað mark í síðustu þremur heimsóknum í Bestu deildinni. Þessu ætla gestirnir að breyta í kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu og ljóst að færri komast að en vilja. Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið. Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024 Breiðablik hélt marki sínu hreinu í aðeins tveimur heimaleikjum í Bestu deildinni í fyrra en annar þeirra var 1-0 sigurinn gegn Val fyrir ári síðan, þar sem Stefán Ingi Sigurðarson gerði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. Árið 2022 var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina markið í sigri Blika, og árið 2021 vann Breiðablik 3-0 sigur þar sem Árni Vilhjálmsson skoraði tvö mörk og Kristinn Steindórsson eitt. Blikar haldið hreinu heima í sumar Í þessum leikjum var Valur vissulega ekki með Gylfa Þór Sigurðsson í sínum röðum, eða Jónatan Inga Jónsson. Þeir hafa þó ekki verið heitir uppi við mark andstæðinganna en Gylfi skorað eitt mark. Hin tvö deildarmörk Vals hafa komið frá Patrick Pedersen. Það eru heldur ekki góðar fréttir fyrir Val að Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í báðum heimaleikjum sínum í sumar, og þannig nú þegar jafnað þann árangur sinn frá því í fyrra, en liðið vann FH 2-0 í fyrsta heimaleik og svo Vestra 4-0. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og bein útsending á Stöð 2 Sport hefst korteri fyrr. Leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum 5. umferðar í Stúkunni fljótlega eftir leik.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira