Framkvæmdir muni ekki hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 16:05 Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns og Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags. Vísir/Arnar/Sóltún Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið muni ekki koma til með að hafa marktæk áhrif á daglega starfsemi. Halldór Benjamín forstjóri Regins fasteignafélags, sem er eigandi fasteignarinnar, segir að sú leið sem hafi verið valin taki mið af bæði núverandi starfsemi og íbúum Sóltúns. Aðstandendur íbúa hjúkrunarheimilisins Sóltúns hafa mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við heimilið, sem eiga að hefjast í haust. Meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu var Elín Hirst, sem segir að sjúklingar á Sóltúni séu viðkvæmur hópur sem þoli illa þann hávaða, mengun og annað ónæði sem fylgir framkvæmdum. Ætla að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns segir í skriflegu svari til fréttastofu að stjórnendur heimilisins og eigendur þess, Reginn, taki undir áhyggjur aðstandenda, en á sama tíma vilja þau fullvissa aðstandendur um það að þau ætli að leggja sig fram með markvissum aðgerðum og í samráði við íbúa og aðstandendur til að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu. Halldór Benjamín forstjóri Regins, segir að þau ætli að setja upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda þeirra í algjöran forgang í tengslum við framkvæmdirnar. Þau Halla og Halldór vonast til þess að rask og almennt ónæði verði sem minnst, og þau muni áfram skoða hvað hægt sé að gera þannig að svo megi verða. Horft hafi verið til þess við val á byggingaraðferð og hönnun nýja hússins að stytta byggingartímann sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir fleiri hjúkrunarrýmum Þá segir Halla að til hafi staðið í mörg ár að stækka Sóltún, og forsvarsmenn Sóltúns hafi talað opinskátt fyrir þörf á frekari uppbyggingu enda eftirspurnin gríðarleg. Um 250 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð að biðlistinn muni lengjast hratt með hlutfallslegri fjölgun aldraðra á næstu árum. „Til ársins 2040 þarf að byggja 1600 ný hjúkrunarrými til að halda í við eftirspurnna en það þýðir eitt 94 rýma hjúkrunarheimili á ári. Reginn hf (eigandi fasteignarinnar) og Sóltún (rekstraraðilinn) eru að bregðast við þessari eftirspurn eftir fleiri þjónustuúrræðum,“ segir Halla. Halldór segir að verið sé að taka mið meðal annars af framtíðarþörfum hjúkrunarheimilisins, verið sé til að mynd að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Rekstraraðilar Sóltúns séu mjög spennt að fá húsnæði sitt stækkað, en eftir framkvæmdirnar verði möguleiki á að veita enn fleirum þjónustu á þessu eftirsótta hjúkrunarheimili. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Aðstandendur íbúa hjúkrunarheimilisins Sóltúns hafa mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum við heimilið, sem eiga að hefjast í haust. Meðal þeirra sem vöktu athygli á málinu var Elín Hirst, sem segir að sjúklingar á Sóltúni séu viðkvæmur hópur sem þoli illa þann hávaða, mengun og annað ónæði sem fylgir framkvæmdum. Ætla að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu Halla Thoroddsen forstjóri Sóltúns segir í skriflegu svari til fréttastofu að stjórnendur heimilisins og eigendur þess, Reginn, taki undir áhyggjur aðstandenda, en á sama tíma vilja þau fullvissa aðstandendur um það að þau ætli að leggja sig fram með markvissum aðgerðum og í samráði við íbúa og aðstandendur til að draga úr áhrifum framkvæmdanna eftir bestu getu. Halldór Benjamín forstjóri Regins, segir að þau ætli að setja upplýsingagjöf til íbúa og aðstandenda þeirra í algjöran forgang í tengslum við framkvæmdirnar. Þau Halla og Halldór vonast til þess að rask og almennt ónæði verði sem minnst, og þau muni áfram skoða hvað hægt sé að gera þannig að svo megi verða. Horft hafi verið til þess við val á byggingaraðferð og hönnun nýja hússins að stytta byggingartímann sem mest. Gríðarleg eftirspurn eftir fleiri hjúkrunarrýmum Þá segir Halla að til hafi staðið í mörg ár að stækka Sóltún, og forsvarsmenn Sóltúns hafi talað opinskátt fyrir þörf á frekari uppbyggingu enda eftirspurnin gríðarleg. Um 250 aldraðir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirséð að biðlistinn muni lengjast hratt með hlutfallslegri fjölgun aldraðra á næstu árum. „Til ársins 2040 þarf að byggja 1600 ný hjúkrunarrými til að halda í við eftirspurnna en það þýðir eitt 94 rýma hjúkrunarheimili á ári. Reginn hf (eigandi fasteignarinnar) og Sóltún (rekstraraðilinn) eru að bregðast við þessari eftirspurn eftir fleiri þjónustuúrræðum,“ segir Halla. Halldór segir að verið sé að taka mið meðal annars af framtíðarþörfum hjúkrunarheimilisins, verið sé til að mynd að stórbæta aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun. Rekstraraðilar Sóltúns séu mjög spennt að fá húsnæði sitt stækkað, en eftir framkvæmdirnar verði möguleiki á að veita enn fleirum þjónustu á þessu eftirsótta hjúkrunarheimili.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. 6. maí 2024 09:53