Uppgjör: Grindavík - Njarðvík 69-82 | Njarðvík í úrslit Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 21:05 Njarðvík er komið í úrslit Subway-deildar kvenna í körfubolta. Vísir/Hulda Margrét Grindavík tók á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í leik sem gular unnu að vinna þar sem gestirnir frá Njarðvík voru 2-0 yfir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en undir lokin stakk Njarðvík af og sópur niðurstaðan. Njarðvík því komið í úrslitarimmuna. Heimakonur mættu mjög áræðnar til leiks en galopin skot voru ekki að detta til að byrja með og þær voru núll af fimm fyrir utan í fyrsta leikhluta. Munurinn var þó ekki nema tvö stig, 18-20, eftir fyrsta leikhluta og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa þumlung eftir. Grindvíkingar náðu að herða tökin í 2. leikhluta og héldu gestunum í 16 stigum. Frábær lokamínúta þýddi að þær unnu leikhlutann með sjö stigum og leiddu í hálfleik, 41-36. Litlu hlutirnir að detta með Grindavík á þessum tímapunkti og ákefðin í þeirra leik mikil. Augnablikið sannarlega með Grindavík í lok fyrri hálfleiks og það hélt áfram í þeim seinni en Grindavík náði muninum fljótlega upp í átta stig en þá komu tveir risastórir þristar frá Andelu Strize og leikurinn aftur í járnum. Njarðvíkingar náðu að vinda ofan af góðum kafla Grindavíkur og leiddu með tveimur fyrir lokaátökin. Njarðvík byrjaði fjórða leikhlutann með tveimur stórum þristum. Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga í byrjun þriðja leikhluta en þess í stað brotnuðu þær í lokin þegar á reyndi. Þegar allt kemur til alls voru Grindavíkurkonur einfaldlega ekki nógu sterkar á svellinu. Atvik leiksins Senan þar sem Andela Strize skoraði níu stig í röð án svars frá Grindavík breytti gangi leiksins á augabragði. Tveir risastórir þristar og svo kórónaði hún áhlaupið með því að sækja á körfuna, villa karfa góð og vítið ofan í. Eftir það varð ekki aftur snúið Stjörnur og skúrkar Sarah Mortensen dró vagninn sóknarlega hjá Grindavík með 23 stig en gat ekki beitt sér af fullum krafti varnarlega þar sem hún náði sér snemma í sína þriðju villu og svo þá fjórðu. Dani Rodriguez kom næst með 18 stig og bætti við ellefu fráköstum og fimm stoðsendingum. Hjá Njarðvík var Selena Lott stigahæst með 23 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar. Emilie Hesseldal skilaði sínu að vanda með 13 stig og 16 fráköst en stjarna leiksins var þó Andela Strize með áðurnefnda frammistöðu. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur hitti mögulega naglann á höfuðið í leit að skúrk kvöldsins þegar hún sagði að Grindavíkurliði hefði verið sinn versti óvinur í kvöld. Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Breim og Jóhannes Páll Friðriksson. Þeir höfðu ágætis tök á leiknum þrátt fyrir að stuðningsmenn Njarðvíkur væru á köflum nokkuð ósáttir við ákvarðanir þeirra. Hvet ég alla þá áhorfendur sem hafa sterkar skoðanir á dómgæslu að drífa sig á dómaranámskeið. Vert þú breytingin sem þú vilt sjá í heiminum, eins og maðurinn sagði. Þeir þurftu svo að taka stóra ákvörðun undir lok leiks þegar Alexandra Sverrisdóttir braut ansi harkalega á Isabellu Ósk og ráku hana réttilega út úr húsi. Stemming og umgjörð Allt stappað í Smáranum í kvöld enda leikur í Bestu-deild karla á nákvæmlega sama tíma. Grindvíkingar voru að sjálfsögðu búnir að grilla og svo var öllu tjaldað til í kynningum. Keppnsljósin slökkt, diskóljósin kveit og myndbönd af leikmönnum rúlluðu á LED skiltunum. Stemmingin í stúkunni var því miður ekki alveg í takt við undirbúninginn fyrir leik og engu líkara en Grindvíkingar væru hreinlega hættir að trúa áður en leikurinn hófst. Viðtöl Hulda Björk: „Í rauninni vorum við bara okkar versti óvinur“ Hulda Björk Ólafsdóttir er fyrirliði GrindavíkurVísir/Bára Dröfn Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. „Því miður þurftum við að enda þetta svona. Við förum svekktar í sumarfrí.“ Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en náðu ekki að fylgja góðri byrjun eftir til enda. „Eftir fyrstu tvo leikina vorum við búnar að grafa okkur í holu og vildum koma til baka og sýna þennan Grindavíkurkarakter en því miður náðum við ekki að klára þetta hér í dag.“ Þrátt fyrir að einvígið hafi farið 3-0 var Hulda ekki á því að Njarðvíkurliðið væri einfaldlega miklu betra en Grindavíkurliðið. „Alls ekki. Í rauninni vorum við bara okkar versti óvinur. Fyrstu tvo leikina mættum við ekki tilbúnar og vorum ekki að fylgja planinu. Litlu hlutirnir voru að klikka og baráttan hjá þeim, þær voru með yfirhöndina þar. Það svona eiginlega réð úrslitum, þeir tveir leikir.“ Hulda sagðist ekkert vera farin að hugsa um hvað tekur við eftir þessa seríu, enda taka Grindvíkingar flestir ef ekki allir bara einn dag í einu þessa dagana. „Við vorum bara fókuseraðar á þessa seríu og vorum einhvern veginn ekkert búnar að hugsa þetta lengra. Eins og með allt þetta Grindvíkurdæmi þá tekur maður bara einn dag í einu.“ Jana Falsdóttir: „Tókum bara ákvörðun að gíra okkur í gang“ Jana Falsdóttir stal fjórum boltum í kvöld og skoraði mikilvægar körfur á ögurstunduVísir/Bára Dröfn Jana Falsdóttir var kampakát í leikslok þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningin væri að vera búin að tryggja sig í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er alltaf geggjuð tilfinning, að komast í úrslit. Þetta er geggjuð upplifun. Ég er mjög sátt að við náðum að taka þetta í þremur leikjum og náum að hvíla okkur aðeins áður en við tökum á móti Stjörnunni eða Keflavík.“ Jana tók ekki þátt í leik tvö vegna meiðsla en sagði að það hefði aldrei komið neitt annað til greina en að spila í kvöld. „Þegar ég vissi að ég væri að fara að hvíla leik númer tvö þá var ég að fara að spila leik númer þrjú, það var ekkert annað í stöðunni. Auðvitað langaði mig að spila leik númer tvö en þetta voru höfuðmeiðsli og það er aldrei gott að taka sénsinn á þeim.“ Leikurinn snerist algjörlega við í þriðja leikhluta en Jana sagði að Njarðvíkurkonur hefðu eiginlega ekki byrjað að spila fyrr en í seinni hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik að okkur leið eins og við værum ekkert byrjaðar að spila leikinn. Við tókum bara ákvörðun að gíra okkur í gang og við bara gerðum það.“ Hún sagðist að sjálfsögðu ætla að fylgjast með viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar. „Auðvitað. Það er alltaf spennandi að horfa á þessa leiki. Þetta eru ótrúlega spennandi leikur sem eru í gangi núna í ár. Körfubolti er bara mjög skemmtilegur!“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík
Grindavík tók á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í leik sem gular unnu að vinna þar sem gestirnir frá Njarðvík voru 2-0 yfir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en undir lokin stakk Njarðvík af og sópur niðurstaðan. Njarðvík því komið í úrslitarimmuna. Heimakonur mættu mjög áræðnar til leiks en galopin skot voru ekki að detta til að byrja með og þær voru núll af fimm fyrir utan í fyrsta leikhluta. Munurinn var þó ekki nema tvö stig, 18-20, eftir fyrsta leikhluta og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa þumlung eftir. Grindvíkingar náðu að herða tökin í 2. leikhluta og héldu gestunum í 16 stigum. Frábær lokamínúta þýddi að þær unnu leikhlutann með sjö stigum og leiddu í hálfleik, 41-36. Litlu hlutirnir að detta með Grindavík á þessum tímapunkti og ákefðin í þeirra leik mikil. Augnablikið sannarlega með Grindavík í lok fyrri hálfleiks og það hélt áfram í þeim seinni en Grindavík náði muninum fljótlega upp í átta stig en þá komu tveir risastórir þristar frá Andelu Strize og leikurinn aftur í járnum. Njarðvíkingar náðu að vinda ofan af góðum kafla Grindavíkur og leiddu með tveimur fyrir lokaátökin. Njarðvík byrjaði fjórða leikhlutann með tveimur stórum þristum. Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga í byrjun þriðja leikhluta en þess í stað brotnuðu þær í lokin þegar á reyndi. Þegar allt kemur til alls voru Grindavíkurkonur einfaldlega ekki nógu sterkar á svellinu. Atvik leiksins Senan þar sem Andela Strize skoraði níu stig í röð án svars frá Grindavík breytti gangi leiksins á augabragði. Tveir risastórir þristar og svo kórónaði hún áhlaupið með því að sækja á körfuna, villa karfa góð og vítið ofan í. Eftir það varð ekki aftur snúið Stjörnur og skúrkar Sarah Mortensen dró vagninn sóknarlega hjá Grindavík með 23 stig en gat ekki beitt sér af fullum krafti varnarlega þar sem hún náði sér snemma í sína þriðju villu og svo þá fjórðu. Dani Rodriguez kom næst með 18 stig og bætti við ellefu fráköstum og fimm stoðsendingum. Hjá Njarðvík var Selena Lott stigahæst með 23 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar. Emilie Hesseldal skilaði sínu að vanda með 13 stig og 16 fráköst en stjarna leiksins var þó Andela Strize með áðurnefnda frammistöðu. Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur hitti mögulega naglann á höfuðið í leit að skúrk kvöldsins þegar hún sagði að Grindavíkurliði hefði verið sinn versti óvinur í kvöld. Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Breim og Jóhannes Páll Friðriksson. Þeir höfðu ágætis tök á leiknum þrátt fyrir að stuðningsmenn Njarðvíkur væru á köflum nokkuð ósáttir við ákvarðanir þeirra. Hvet ég alla þá áhorfendur sem hafa sterkar skoðanir á dómgæslu að drífa sig á dómaranámskeið. Vert þú breytingin sem þú vilt sjá í heiminum, eins og maðurinn sagði. Þeir þurftu svo að taka stóra ákvörðun undir lok leiks þegar Alexandra Sverrisdóttir braut ansi harkalega á Isabellu Ósk og ráku hana réttilega út úr húsi. Stemming og umgjörð Allt stappað í Smáranum í kvöld enda leikur í Bestu-deild karla á nákvæmlega sama tíma. Grindvíkingar voru að sjálfsögðu búnir að grilla og svo var öllu tjaldað til í kynningum. Keppnsljósin slökkt, diskóljósin kveit og myndbönd af leikmönnum rúlluðu á LED skiltunum. Stemmingin í stúkunni var því miður ekki alveg í takt við undirbúninginn fyrir leik og engu líkara en Grindvíkingar væru hreinlega hættir að trúa áður en leikurinn hófst. Viðtöl Hulda Björk: „Í rauninni vorum við bara okkar versti óvinur“ Hulda Björk Ólafsdóttir er fyrirliði GrindavíkurVísir/Bára Dröfn Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. „Því miður þurftum við að enda þetta svona. Við förum svekktar í sumarfrí.“ Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en náðu ekki að fylgja góðri byrjun eftir til enda. „Eftir fyrstu tvo leikina vorum við búnar að grafa okkur í holu og vildum koma til baka og sýna þennan Grindavíkurkarakter en því miður náðum við ekki að klára þetta hér í dag.“ Þrátt fyrir að einvígið hafi farið 3-0 var Hulda ekki á því að Njarðvíkurliðið væri einfaldlega miklu betra en Grindavíkurliðið. „Alls ekki. Í rauninni vorum við bara okkar versti óvinur. Fyrstu tvo leikina mættum við ekki tilbúnar og vorum ekki að fylgja planinu. Litlu hlutirnir voru að klikka og baráttan hjá þeim, þær voru með yfirhöndina þar. Það svona eiginlega réð úrslitum, þeir tveir leikir.“ Hulda sagðist ekkert vera farin að hugsa um hvað tekur við eftir þessa seríu, enda taka Grindvíkingar flestir ef ekki allir bara einn dag í einu þessa dagana. „Við vorum bara fókuseraðar á þessa seríu og vorum einhvern veginn ekkert búnar að hugsa þetta lengra. Eins og með allt þetta Grindvíkurdæmi þá tekur maður bara einn dag í einu.“ Jana Falsdóttir: „Tókum bara ákvörðun að gíra okkur í gang“ Jana Falsdóttir stal fjórum boltum í kvöld og skoraði mikilvægar körfur á ögurstunduVísir/Bára Dröfn Jana Falsdóttir var kampakát í leikslok þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningin væri að vera búin að tryggja sig í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er alltaf geggjuð tilfinning, að komast í úrslit. Þetta er geggjuð upplifun. Ég er mjög sátt að við náðum að taka þetta í þremur leikjum og náum að hvíla okkur aðeins áður en við tökum á móti Stjörnunni eða Keflavík.“ Jana tók ekki þátt í leik tvö vegna meiðsla en sagði að það hefði aldrei komið neitt annað til greina en að spila í kvöld. „Þegar ég vissi að ég væri að fara að hvíla leik númer tvö þá var ég að fara að spila leik númer þrjú, það var ekkert annað í stöðunni. Auðvitað langaði mig að spila leik númer tvö en þetta voru höfuðmeiðsli og það er aldrei gott að taka sénsinn á þeim.“ Leikurinn snerist algjörlega við í þriðja leikhluta en Jana sagði að Njarðvíkurkonur hefðu eiginlega ekki byrjað að spila fyrr en í seinni hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik að okkur leið eins og við værum ekkert byrjaðar að spila leikinn. Við tókum bara ákvörðun að gíra okkur í gang og við bara gerðum það.“ Hún sagðist að sjálfsögðu ætla að fylgjast með viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar. „Auðvitað. Það er alltaf spennandi að horfa á þessa leiki. Þetta eru ótrúlega spennandi leikur sem eru í gangi núna í ár. Körfubolti er bara mjög skemmtilegur!“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum