Flugfélögin grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. maí 2024 18:52 Icelandair og Play ætla að bjóða farþegum sem eiga bókað flug frá Íslandi á föstudagsmorgun að breyta fluginu vegna yfirvofandi aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin ætla að grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sem að óbreyttu hefjast á fimmtudag og föstudag. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann hefst seinnipartinn á fimmtudag. Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan fjögur til átta á föstudagsmorgun. Starfsfólk sem sér um akstur farþega á flugvellinum, til dæmis milli flugvéla og flugstöðvar, leggur síðan niður störf frá klukkan átta til hádegis. Enn funda stéttarfélög flugvallastarfsmanna með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundur hófst á hádegi í gær og var á ellefta tímanum frestað til morguns. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Á fundinum hafa deiluaðilar skoðað hugmyndir sem gætu orðið brú til samkomulags. Enn glittir þó ekki í samkomulag og huga því flugfélögin að aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Bjóða farþegum að færa ferðir til Sylvía Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði félagið hafa undirbúið sig undir verkfallsaðgerðirnar síðastliðna viku í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við viljum náttúrlega reyna að þjónusta farþega okkar sem best og að þær [verkfallsaðgerðirnar] valdi sem minnstum skaða.“ Sérstaklega sé verið að undirbúa aðgerðir fyrir þann hóp fólks sem er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. „Og munum bjóða þeim að færa sig annað hvort innan dags eða milli daga. Væntanlega á morgun nema það komi góðar fréttir úr Karphúsinu í kvöld.“ Sylvía segir mikilvægt að þeir sem eru að ferðast á þeim tíma sem verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar fylgist vel með nýjustu upplýsingum. „Svo munum við annað hvort bjóða eða finna út úr þessu með þeim ef til þess kemur,“ segir Sylvía. Sama er uppi á teningnum hjá Play en Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play sagði í samtali við fréttastofu í dag að þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Play Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50 Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Þá mun starfsfólk í öryggisleit leggja niður störf í fjórar klukkustundir frá klukkan fjögur til átta á föstudagsmorgun. Starfsfólk sem sér um akstur farþega á flugvellinum, til dæmis milli flugvéla og flugstöðvar, leggur síðan niður störf frá klukkan átta til hádegis. Enn funda stéttarfélög flugvallastarfsmanna með Samtökum atvinnulífsins í Karphúsinu. Fundur hófst á hádegi í gær og var á ellefta tímanum frestað til morguns. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá klukkan níu í morgun. Á fundinum hafa deiluaðilar skoðað hugmyndir sem gætu orðið brú til samkomulags. Enn glittir þó ekki í samkomulag og huga því flugfélögin að aðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Bjóða farþegum að færa ferðir til Sylvía Ólafsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði félagið hafa undirbúið sig undir verkfallsaðgerðirnar síðastliðna viku í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við viljum náttúrlega reyna að þjónusta farþega okkar sem best og að þær [verkfallsaðgerðirnar] valdi sem minnstum skaða.“ Sérstaklega sé verið að undirbúa aðgerðir fyrir þann hóp fólks sem er að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. „Og munum bjóða þeim að færa sig annað hvort innan dags eða milli daga. Væntanlega á morgun nema það komi góðar fréttir úr Karphúsinu í kvöld.“ Sylvía segir mikilvægt að þeir sem eru að ferðast á þeim tíma sem verkfallsaðgerðirnar eru boðaðar fylgist vel með nýjustu upplýsingum. „Svo munum við annað hvort bjóða eða finna út úr þessu með þeim ef til þess kemur,“ segir Sylvía. Sama er uppi á teningnum hjá Play en Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi Play sagði í samtali við fréttastofu í dag að þegar sé farið að bjóða farþegum flugfélagsins að færa til dagsetningar á ferðum til að lágmarka þann ama sem kunni að skapast af aðgerðum á Keflavíkurflugvelli.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Play Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50 Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Bjóða farþegum að breyta ferðum vegna mögulegs verkfalls Íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og Play, mun bjóða farþegum sem ferðast frá Íslandi að flýta eða seinka flugferðum sínum á föstudag, en áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast þann dag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. 6. maí 2024 15:50
Hægagangur í viðræðum við flugvallarstarfsmenn og styttist í aðgerðir Áætlanir flugfélaga í millilandaflugi gætu raskast á fimmtudag og föstudag komi til aðgerða starfsmanna Sameykis og FFR hjá Ísavía á Keflavíkurflugvelli. Dauflegt er yfir kjaraviðræðum stéttarfélaganna tveggja við Samtök atvinnulífsins. 6. maí 2024 12:14