„Arnar fór langt yfir strikið“ en nafni hans oftar með dónaskap Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 08:38 Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson fengu skömm í hattinn í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir að haga sér illa á hliðarlínunni. Samsett/Vísir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór „langt yfir strikið“ í reiðikasti sínu á Kópavogsvelli í gærkvöld en á nokkuð í land með að ná nafna sínum Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, sem er „langgrófasti þjálfarinn“ í Bestu deildinni í fótbolta. Þetta var að minnsta kosti mál manna í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem jafnframt var farið yfir hve mörgum spjöldum þjálfararnir hefðu safnað á undanförnum árum. Arnar missti stjórn á skapi sínu í gær, í 3-2 sigri Vals á Breiðabliki, snemma í seinni hálfleik þegar hann mótmælti seinna gula spjaldinu og því rauða sem Adam Ægir Pálsson fékk, fyrir kjaftbrúk. „Ég get skilið að menn séu reiðir og sýni tilfinningar, en þú getur gert það kurteisislega samt sem áður. Þú verður að ráða við sjálfan þig,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær og vísaði til Arnars Grétarssonar þjálfara, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um rauðu spjöldin „Ekki spurning. Arnar [Grétarsson] fer langt yfir strikið, miðað við það sem við sjáum þarna. Eina rétta niðurstaðan úr þessu atviki var að Arnar færi inn í klefa með skömm í hattinn og rautt spjald á bakinu. Hann fór langt yfir strikið,“ sagði Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson tók í sama streng. „Ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir“ „Arnar verður bara að ráða við sig. Hann breytir ekki dómunum með því að tryllast bara og láta menn heyra það. Þá fer hann bara í bann, og mögulega tveggja leikja bann því hann hélt áfram að láta menn heyra það eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Þá þarf aðstoðarþjálfarinn að taka við, sem er tækifæri fyrir hann, en það er ekki gott fyrir liðið að missa aðalþjálfara sinn. Menn verða að aðlaga sig að aðstæðum, breyttum reglum eða forsendum, sama hversu ósáttir þeir eru við þær,“ sagði Baldur og Gummi bætti þá við: „Það eru ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir – með svona munnsöfnuð.“ „Ég virði það við Arnar Grétarsson að verja sinn mann Adam Ægi, en ef það er rétt sem hann segir að „bekkurinn“ hjá Blikum hafi náð að espa hann upp þá er það náttúrulega hann sem gengur í gildru. Það sem hann [Adam] segir verðskuldar sannarlega gult spjald,“ sagði Atli Viðar. Arnar Gunnlaugsson hefur safnað 19 gulum spjöldum og fimm rauðum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Víkings fyrir tímabilið 2019.Stöð 2 Sport Arnar „margoft“ gerst sekur um dónaskap Sérfræðingarnir skoðuðu svo einnig töflu yfir þjálfara og hve mörgum spjöldum þeir hafa safnað síðan Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingi, en hann er á sinni sjöttu leiktíð með meistarana. „Frá því að Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingum hefur hann á einhvern ótrúlegan máta náð í 19 gul spjöld, ég held að þetta sé heimsmet hjá þjálfara, og fimm rauð spjöld,“ sagði Gummi. Arnar Grétarsson er á sama tíma kominn með þrjú rauð og tíu gul, og Rúnar Kristinsson með níu gul og ekkert rautt. Heimir Guðjónsson er með þrjú gul en starfaði í Færeyjum 2018 og 2019. „Auðvitað hefur bekkurinn hjá Víkingi verið margumræddur fyrir að vera með mikil læti og mikinn hasar. Arnar hefur einhvern tímann tekið skellinn en hann hefur líka margoft gerst sekur um það að fara yfir strikið og vera dónalegur, og fengið verðskuldaðar refsingar,“ sagði Atli Viðar. „Öll tölfræði sýnir það að Arnar Gunnlaugsson er langgrófasti þjálfarinn í deildinni. Er það ekki Arnar? Við erum með gögn til að styðja það,“ sagði Gummi léttur og vísaði í viðtal við Arnar Gunnlaugsson sem hnýtti í það að Víkingum væri lýst sem grófasta liði deildarinnar. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Þetta var að minnsta kosti mál manna í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem jafnframt var farið yfir hve mörgum spjöldum þjálfararnir hefðu safnað á undanförnum árum. Arnar missti stjórn á skapi sínu í gær, í 3-2 sigri Vals á Breiðabliki, snemma í seinni hálfleik þegar hann mótmælti seinna gula spjaldinu og því rauða sem Adam Ægir Pálsson fékk, fyrir kjaftbrúk. „Ég get skilið að menn séu reiðir og sýni tilfinningar, en þú getur gert það kurteisislega samt sem áður. Þú verður að ráða við sjálfan þig,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær og vísaði til Arnars Grétarssonar þjálfara, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um rauðu spjöldin „Ekki spurning. Arnar [Grétarsson] fer langt yfir strikið, miðað við það sem við sjáum þarna. Eina rétta niðurstaðan úr þessu atviki var að Arnar færi inn í klefa með skömm í hattinn og rautt spjald á bakinu. Hann fór langt yfir strikið,“ sagði Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson tók í sama streng. „Ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir“ „Arnar verður bara að ráða við sig. Hann breytir ekki dómunum með því að tryllast bara og láta menn heyra það. Þá fer hann bara í bann, og mögulega tveggja leikja bann því hann hélt áfram að láta menn heyra það eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Þá þarf aðstoðarþjálfarinn að taka við, sem er tækifæri fyrir hann, en það er ekki gott fyrir liðið að missa aðalþjálfara sinn. Menn verða að aðlaga sig að aðstæðum, breyttum reglum eða forsendum, sama hversu ósáttir þeir eru við þær,“ sagði Baldur og Gummi bætti þá við: „Það eru ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir – með svona munnsöfnuð.“ „Ég virði það við Arnar Grétarsson að verja sinn mann Adam Ægi, en ef það er rétt sem hann segir að „bekkurinn“ hjá Blikum hafi náð að espa hann upp þá er það náttúrulega hann sem gengur í gildru. Það sem hann [Adam] segir verðskuldar sannarlega gult spjald,“ sagði Atli Viðar. Arnar Gunnlaugsson hefur safnað 19 gulum spjöldum og fimm rauðum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Víkings fyrir tímabilið 2019.Stöð 2 Sport Arnar „margoft“ gerst sekur um dónaskap Sérfræðingarnir skoðuðu svo einnig töflu yfir þjálfara og hve mörgum spjöldum þeir hafa safnað síðan Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingi, en hann er á sinni sjöttu leiktíð með meistarana. „Frá því að Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingum hefur hann á einhvern ótrúlegan máta náð í 19 gul spjöld, ég held að þetta sé heimsmet hjá þjálfara, og fimm rauð spjöld,“ sagði Gummi. Arnar Grétarsson er á sama tíma kominn með þrjú rauð og tíu gul, og Rúnar Kristinsson með níu gul og ekkert rautt. Heimir Guðjónsson er með þrjú gul en starfaði í Færeyjum 2018 og 2019. „Auðvitað hefur bekkurinn hjá Víkingi verið margumræddur fyrir að vera með mikil læti og mikinn hasar. Arnar hefur einhvern tímann tekið skellinn en hann hefur líka margoft gerst sekur um það að fara yfir strikið og vera dónalegur, og fengið verðskuldaðar refsingar,“ sagði Atli Viðar. „Öll tölfræði sýnir það að Arnar Gunnlaugsson er langgrófasti þjálfarinn í deildinni. Er það ekki Arnar? Við erum með gögn til að styðja það,“ sagði Gummi léttur og vísaði í viðtal við Arnar Gunnlaugsson sem hnýtti í það að Víkingum væri lýst sem grófasta liði deildarinnar. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn