„Síðasti naglinn í kistu Ten Hag“ Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 09:01 Erik ten Hag hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United síðustu tvö ár. Getty/Sebastian Frej Erik ten Hag stýrir Manchester United í bikarúrslitaleik gegn Manchester City 25. maí en það gæti jafnframt orðið síðasti leikurinn hans sem stjóri United. Sparkspekingar hafa að minnsta kosti ekki sparað stóru orðin eftir 4-0 skellinn sem United fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liðið hefur nú tapað 13 leikjum í deildinni í vetur og aldrei tapað fleirum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. United er auk þess í 8. sæti, eftir að hafa aldrei endað neðar en í 7. sæti úrvalsdeildarinnar, og markatala liðsins er í mínus þegar liðið á aðeins þrjá deildarleiki eftir. Man Utd's alarming stats, after the 4-0 defeat at Palace (via BBC).The list of players they should keep is shorter than the one of players they need to cull. Ten Hag is also doomed by these numbers.... pic.twitter.com/SJabvXf920— Paul Hayward (@_PaulHayward) May 7, 2024 „Manni leið eins og að þetta væri síðasti naglinn í kistuna,“ sagði Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Premier League Productions. „Það virtist skorta þekkingu hjá liðinu, og það skorti vinnusemi sem hljóta að vera mestu vonbrigðin,“ sagði Scholes sem núna efast um að Ten Hag fái að halda áfram, en Hollendingurinn er að ljúka sínu öðru ári með United. „Ég hef haldið að hann fengi annað ár og gæti unnið fyrir félag sem hefur róast aðeins með innkomu nýrra eigenda, en tilfinningin er önnur núna,“ sagði Scholes. Sjálfur telur Ten Hag að hann hafi enn nóg fram að færa: „Ég er klárlega rétti stjórinn til að rétta gengið við. Ef að réttu leikmennirnir geta spilað þá erum við með góðan hóp. En þegar það vantar nánast alla varnarlínuna okkar þá lendum við í vandræðum.“ 🔴 Erik ten Hag: "Absolutely, I am the right manager to turn things around"."If the right players are available then we have a good squad. But when we miss almost our entire backline then we have problems". pic.twitter.com/7yc7hz3KlY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024 Michael Owen, sem lék með United á árunum 2009-12, vill hins vegar að eigendur United taki einfaldlega strax í taumana og láti Ten Hag fara. „Það má einfaldlega ekki gerast að hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Ég velti fyrir mér, því það er svo margt í húfi þó það séu bara fjórir leikir eftir af tímabilinu, hvort að stjórnin þurfi ekki að gera eitthvað hérna og vera róttæk í því,“ sagði Owen. United á eftir deildarleiki við Arsenal, Newcastle og Brighton, í baráttu sinni um Evrópusæti, en gæti einnig tryggt sig inn í Evrópudeildina með sigri á City í bikarúrslitaleiknum. Enski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Sparkspekingar hafa að minnsta kosti ekki sparað stóru orðin eftir 4-0 skellinn sem United fékk gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liðið hefur nú tapað 13 leikjum í deildinni í vetur og aldrei tapað fleirum frá því að úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. United er auk þess í 8. sæti, eftir að hafa aldrei endað neðar en í 7. sæti úrvalsdeildarinnar, og markatala liðsins er í mínus þegar liðið á aðeins þrjá deildarleiki eftir. Man Utd's alarming stats, after the 4-0 defeat at Palace (via BBC).The list of players they should keep is shorter than the one of players they need to cull. Ten Hag is also doomed by these numbers.... pic.twitter.com/SJabvXf920— Paul Hayward (@_PaulHayward) May 7, 2024 „Manni leið eins og að þetta væri síðasti naglinn í kistuna,“ sagði Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Premier League Productions. „Það virtist skorta þekkingu hjá liðinu, og það skorti vinnusemi sem hljóta að vera mestu vonbrigðin,“ sagði Scholes sem núna efast um að Ten Hag fái að halda áfram, en Hollendingurinn er að ljúka sínu öðru ári með United. „Ég hef haldið að hann fengi annað ár og gæti unnið fyrir félag sem hefur róast aðeins með innkomu nýrra eigenda, en tilfinningin er önnur núna,“ sagði Scholes. Sjálfur telur Ten Hag að hann hafi enn nóg fram að færa: „Ég er klárlega rétti stjórinn til að rétta gengið við. Ef að réttu leikmennirnir geta spilað þá erum við með góðan hóp. En þegar það vantar nánast alla varnarlínuna okkar þá lendum við í vandræðum.“ 🔴 Erik ten Hag: "Absolutely, I am the right manager to turn things around"."If the right players are available then we have a good squad. But when we miss almost our entire backline then we have problems". pic.twitter.com/7yc7hz3KlY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 7, 2024 Michael Owen, sem lék með United á árunum 2009-12, vill hins vegar að eigendur United taki einfaldlega strax í taumana og láti Ten Hag fara. „Það má einfaldlega ekki gerast að hann stýri liðinu áfram á næstu leiktíð. Ég velti fyrir mér, því það er svo margt í húfi þó það séu bara fjórir leikir eftir af tímabilinu, hvort að stjórnin þurfi ekki að gera eitthvað hérna og vera róttæk í því,“ sagði Owen. United á eftir deildarleiki við Arsenal, Newcastle og Brighton, í baráttu sinni um Evrópusæti, en gæti einnig tryggt sig inn í Evrópudeildina með sigri á City í bikarúrslitaleiknum.
Enski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira