„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:55 Hera Björk stígur á svið í Malmö í kvöld. Alma Bengtsson/EBU Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“ Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira
Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Stóra lokakeppnin er síðan á laugardaginn. Fréttastofa náði tali af Heru og teyminu þegar þau voru í rútu á leið í tónleikahöllina. Hún sagði keppnina leggjast vel í sig. „Ég er að ná að njóta miklu betur núna en áður, en ekki það ég naut mín alveg síðast en núna er ég bara pollróleg og hlakka til. Ég er náttúrulega með æðislegan hóp með mér, allir með stáltaugar og reynslu á bakinu. Við erum öll róleg og yfirveguð og full eftirvæntingar. Við hlökkum bara til að fá að sýna íslensku þjóðinni og heiminum öllum þetta lag og okkar atriði. Við erum bara andskoti bjartsýn fyrir framhaldið.“ Hera segir að hópurinn hafi gjörbreytt atriðinu fyrir stóra sviðið í Malmö. „Og matreiða þetta aðeins meira fyrir alþjóðasamfélagið. Svíarnir eru að bjóða upp á frábært hlaðborð af tækni og alls konar fíneríi sem við höfum bara ákveðið að nýta okkur þannig að ég er komin úr bronsi og yfir í gullsamfesting og við erum með alls konar bætingar og fídusa sem við hlökkum til að sýna ykkur.“ Sterk andstaða hefur verið í íslensku samfélagi við þátttöku í Eurovision vegna þátttöku Ísrael í Eurovision í ljósi framgöngu þeirra á Gasa og ætla margir að sniðganga keppnina í ár. Finnst þér það varpa skugga á þetta ferli í heild? „Nei, ekki í heild en auðvitað þykir okkur þetta miður af því að við erum annarrar skoðunar. Við erum þeirrar skoðunar að söngurinn og tónlistin sé til að ylja okkur, næra og tengja okkur og gera okkur sterkari í þessum aðstæðum sem við erum að horfa upp á í heiminum í dag en þannig að jújú, auðvitað þykir okkur það miður þegar einhverjir taka svona skýra afstöðu gegn Eurovision en við erum öll með skýra afstöðu gegn þessu stríði. Og það sameinar okkur öll og alla keppendur og alla sem eru hérna að við viljum vopnahlé og við erum öll mjög skýrt á móti þessu stríði.“
Eurovision Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Sjá meira