Umferðarreglur og öryggi fyrir Hjólað í vinnuna Ágúst Mogensen skrifar 8. maí 2024 07:00 Hjólað í vinnuna hefst 8.maí og margir sem ætla að nota annan ferðamáta en bílinn til að komast í vinnuna. Átakið er hvatning til að notast við virka og umhverfisvæna ferðamáta en með því er t.d. átt við að hjóla, labba, hlaupa eða taka strætó til vinnu. Samhliða átakinu og hækkandi sól má búast við aukinni umferð á göngustígakerfinu og mikilvægt að sú umferð gangi vel og óhappalaust. Umferðarreglur á hjólastígum Það er hægri umferð á Íslandi og sú regla gildir á stígunum líka. Höldum okkur hægra megin og tökum fram úr vinstra megin. Sem betur fer hefur stígum fjölgað þar sem gert er ráð fyrir gangandi umferð öðru megin en reiðhjólum og smáfarartækjum hinum megin. En það er ekki algilt og þar sem umferðin er blönduð verður hjólreiðafólk að fara hægar og hringja bjöllu er það nálgast gangandi umferð. Þrátt fyrir miklar umbætur undanfarin ár verður svo að segjast að sumir stígar eru mjóir og illa merktir. Engin uppskrift er til um hvernig er best að fara þá nema rólega. Hvaða hámarkshraði gildir á stígunum? Þar sem er blönduð umferð eiga hjólin að fara framúr á gönguhraða fótgangandi. Samkvæmt lögum mega smáfarartæki og rafmagnshjól ekki fara hraðar 25 km/klst og það er ágætis viðmið fyrir aðra umferð hjóla líka. Gleymum samt aldrei meginstefi umferðarlaganna um alla umferð: Hraða skal jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hvað er hjálmurinn þinn gamall? Almennt mæla framleiðendur reiðhjólahjálma með því að þeim sé skipt út á 5 ára fresti. Ef komin er sýnileg skemmd á hjálminn þinn er samt betra að kaupa nýjan þó 5 ár séu ekki liðin. Plastið sem hjálmurinn er framleiddur úr er útsettur fyrir sólarljósi og varnarefnið inn í hjálminum rýrnar með árunum. Hjálmaskylda er fyrir alla 16 ára og yngri á reiðhjólum og smáfarartækjum. Við mælum með að allir noti hjálm til þess að draga úr líkindum á alvarlegum höfuðmeiðslum ef fólk dettur. Notum góða lása Hjólreiðaþjófnaður er hvimleitt vandamál en öruggasta forvörnin þar eru öflugir lásar. Það þarf að læsa hjólum með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer hjólsins. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Verum vakandi í umferðinni á göngu- og hjólastígum Hvort sem þú ert gangandi, hlaupandi eða hjólandi þá verður þú að vera vakandi fyrir umhverfinu og umferðinni. Svo vitnað sé til almannaróms þá kvarta sumir yfir því að aðrir séu utan við sig eða tillitslausir á stígunum. Tónlistin má sem dæmi ekki vera svo hávær í eyrunum að þú heyrir ekki í bjöllunni þegar hjólari nálgast þig. Göngu- og hjólahópar eiga ekki að mynda breiðfylkingar sem taka allt plássið á stígnum og það getur verið hættulegt gefa hundinum of lausan tauminn þar sem aðrir þeysast um. Það verður því að vera góður og jafn taktur i í umferðinni hjá öllum á göngustígunum og merkjagjöf í lagi. Er hjólið í góðum gír? Ástand hjólsins skiptir miklu máli um upplifun þína á hjólaferðinni. Gættu sérstaklega að hafa nægan lofþrýsting í dekkjum og vel smurða keðju. Það stendur á dekkinu hver ráðlagður þrýstingur er, bæði í börum og pundum per fertommu (psi) og flestar hjólapumpur sýna bæði. Stilltu hæðina á sætinu þannig að þú réttir nánast alveg úr fætinum þegar pedalinn er í lægstu stöðu. Ekki streða að óþörfu með of lágt stilltan hnakk þannig að hnén á þér nemi við eyrun. Reyndu á læri og kálfa þegar þú hjólar en minna á bak og mjaðmir. Ef þú ert í vafa um eitthvað tengt hjólinu þá er alltaf hægt að fara í hjólabúð og fá ráðgjöf. Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna og dregur úr líkum á sjúkdómum. Með því að hjóla í vinnuna velur þú líka umhverfisvænni fararmáta og þarft ekki að hugsa um hvort þú fáir stæði fyrir bílinn. Á álagstímum í umferð munar ekki miklu í tíma hvort þú ferð á bíl eða hjólar og suma daga verður þú sennilega fljótari á hjólinu. Gleðilegt sumar og góða ferð. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hjólað í vinnuna hefst 8.maí og margir sem ætla að nota annan ferðamáta en bílinn til að komast í vinnuna. Átakið er hvatning til að notast við virka og umhverfisvæna ferðamáta en með því er t.d. átt við að hjóla, labba, hlaupa eða taka strætó til vinnu. Samhliða átakinu og hækkandi sól má búast við aukinni umferð á göngustígakerfinu og mikilvægt að sú umferð gangi vel og óhappalaust. Umferðarreglur á hjólastígum Það er hægri umferð á Íslandi og sú regla gildir á stígunum líka. Höldum okkur hægra megin og tökum fram úr vinstra megin. Sem betur fer hefur stígum fjölgað þar sem gert er ráð fyrir gangandi umferð öðru megin en reiðhjólum og smáfarartækjum hinum megin. En það er ekki algilt og þar sem umferðin er blönduð verður hjólreiðafólk að fara hægar og hringja bjöllu er það nálgast gangandi umferð. Þrátt fyrir miklar umbætur undanfarin ár verður svo að segjast að sumir stígar eru mjóir og illa merktir. Engin uppskrift er til um hvernig er best að fara þá nema rólega. Hvaða hámarkshraði gildir á stígunum? Þar sem er blönduð umferð eiga hjólin að fara framúr á gönguhraða fótgangandi. Samkvæmt lögum mega smáfarartæki og rafmagnshjól ekki fara hraðar 25 km/klst og það er ágætis viðmið fyrir aðra umferð hjóla líka. Gleymum samt aldrei meginstefi umferðarlaganna um alla umferð: Hraða skal jafnan miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hvað er hjálmurinn þinn gamall? Almennt mæla framleiðendur reiðhjólahjálma með því að þeim sé skipt út á 5 ára fresti. Ef komin er sýnileg skemmd á hjálminn þinn er samt betra að kaupa nýjan þó 5 ár séu ekki liðin. Plastið sem hjálmurinn er framleiddur úr er útsettur fyrir sólarljósi og varnarefnið inn í hjálminum rýrnar með árunum. Hjálmaskylda er fyrir alla 16 ára og yngri á reiðhjólum og smáfarartækjum. Við mælum með að allir noti hjálm til þess að draga úr líkindum á alvarlegum höfuðmeiðslum ef fólk dettur. Notum góða lása Hjólreiðaþjófnaður er hvimleitt vandamál en öruggasta forvörnin þar eru öflugir lásar. Það þarf að læsa hjólum með öflugum lás ef þau standa úti og það er góð regla að skrá hjá sér verksmiðjunúmer hjólsins. Það er of auðvelt að klippa sundur ódýra víralása og þá ætti ekki að nota fyrir verðmæt hjól. Kaupið frekar sterkari lása úr hertu stáli, keðjur, tommustokkalása eða D-lása. Sölumenn í reiðhjólaverslunum veita ráðgjöf um val á lásum en líka er hægt að fletta upp á netinu hvaða lásar eru sterkastir. Þá eru þeir flokkaðir eftir styrk (t.d. brons-silfur-gull-demantur) sem segir til um hversu auðvelt eða erfitt er að brjóta þá upp. Verum vakandi í umferðinni á göngu- og hjólastígum Hvort sem þú ert gangandi, hlaupandi eða hjólandi þá verður þú að vera vakandi fyrir umhverfinu og umferðinni. Svo vitnað sé til almannaróms þá kvarta sumir yfir því að aðrir séu utan við sig eða tillitslausir á stígunum. Tónlistin má sem dæmi ekki vera svo hávær í eyrunum að þú heyrir ekki í bjöllunni þegar hjólari nálgast þig. Göngu- og hjólahópar eiga ekki að mynda breiðfylkingar sem taka allt plássið á stígnum og það getur verið hættulegt gefa hundinum of lausan tauminn þar sem aðrir þeysast um. Það verður því að vera góður og jafn taktur i í umferðinni hjá öllum á göngustígunum og merkjagjöf í lagi. Er hjólið í góðum gír? Ástand hjólsins skiptir miklu máli um upplifun þína á hjólaferðinni. Gættu sérstaklega að hafa nægan lofþrýsting í dekkjum og vel smurða keðju. Það stendur á dekkinu hver ráðlagður þrýstingur er, bæði í börum og pundum per fertommu (psi) og flestar hjólapumpur sýna bæði. Stilltu hæðina á sætinu þannig að þú réttir nánast alveg úr fætinum þegar pedalinn er í lægstu stöðu. Ekki streða að óþörfu með of lágt stilltan hnakk þannig að hnén á þér nemi við eyrun. Reyndu á læri og kálfa þegar þú hjólar en minna á bak og mjaðmir. Ef þú ert í vafa um eitthvað tengt hjólinu þá er alltaf hægt að fara í hjólabúð og fá ráðgjöf. Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna og dregur úr líkum á sjúkdómum. Með því að hjóla í vinnuna velur þú líka umhverfisvænni fararmáta og þarft ekki að hugsa um hvort þú fáir stæði fyrir bílinn. Á álagstímum í umferð munar ekki miklu í tíma hvort þú ferð á bíl eða hjólar og suma daga verður þú sennilega fljótari á hjólinu. Gleðilegt sumar og góða ferð. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun