Maðurinn fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 10. maí, að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn, sem er um fertugt, var handtekinn þann 30. apríl í tengslum við þjófnaðinn. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekkert gefið upp um hver grunuð aðild mannsins að þjófnaðinum er.
Heimildir fréttastofu herma að skömmu áður en maðurinn var handtekinn hafi litaðir peningaseðlar fundist í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands á dögunum. Maðurinn hafi verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar.
Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi á lögreglustöðinni í Kópavogi, sem fer með rannsókn málsins, sagði ekkert vera hægt að gefa upp um gang rannsóknar málsins, þegar Vísir ræddi við hann í morgun.
Fréttin hefur verið uppfærð.