Skelfilegt að þurfa grípa til hópuppsagna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 20:23 Um 150 starfsmönnum Grindavíkurbæjar verður sagt upp til að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar. „Þetta eru allskonar störf, og þetta eru náttúrulega bara störf þar sem að ekki er hægt að sinna verkefnunum, vegna þess að aðstæður í bænum eru þannig að fólk býr ekki þar nema að mjög litlu leyti. Þetta er þvert á stofnanir og rekstur sveitarfélagsins. Það er margt undir, því miður,“ segir Fannar. Hann segir að heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins hafi verið um 300 í nóvember áður en þessir miklu atburðir hófust. Einhver þeirra hafi þegar sagt upp og fundið starf annars staðar. „En við gerum ráð fyrir því að eftir að þetta er gengið um garð, að þá geti orðið svona allt að 100 manns eftir í vinnu hjá bænum,“ Fannar. Hann segir að Grindvíkingar horfi björtum augum til framtíðarinnar, þau ætli að byggja bæinn upp að nýju og gera hann að því blómlega og öfluga sveitarfélagi sem það hefur verið. Það geti þó tekið langan tíma og óvissan sé mikil. Ekki sé hægt að hefjast handa við endurreisn bæjarins eins og sakir standi. „En við vonum að þetta ömurlega tímabil sem að hefur nú verið að leika okkur svo grátt, að það taki nú enda fyrr en síðar og við getum farið að snúa vörn í sókn,“ segir Fannar. Hann segir að þetta sé skelfilegur dagur og ömurlegt sé að þurfa horfa á þetta frábæra starfsfólk bæjarins fá uppsagnir, þó að margir hafi nú séð í hvað stefndi. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag milli samkomulags milli bæjarins og innviðaráðuneytisins um að ráðuneytið muni styrkja Grindavík til ýmissa verka, þurfi Grindavík þó að sýna aðhald í rekstri og minnka launakostnað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Þetta eru allskonar störf, og þetta eru náttúrulega bara störf þar sem að ekki er hægt að sinna verkefnunum, vegna þess að aðstæður í bænum eru þannig að fólk býr ekki þar nema að mjög litlu leyti. Þetta er þvert á stofnanir og rekstur sveitarfélagsins. Það er margt undir, því miður,“ segir Fannar. Hann segir að heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins hafi verið um 300 í nóvember áður en þessir miklu atburðir hófust. Einhver þeirra hafi þegar sagt upp og fundið starf annars staðar. „En við gerum ráð fyrir því að eftir að þetta er gengið um garð, að þá geti orðið svona allt að 100 manns eftir í vinnu hjá bænum,“ Fannar. Hann segir að Grindvíkingar horfi björtum augum til framtíðarinnar, þau ætli að byggja bæinn upp að nýju og gera hann að því blómlega og öfluga sveitarfélagi sem það hefur verið. Það geti þó tekið langan tíma og óvissan sé mikil. Ekki sé hægt að hefjast handa við endurreisn bæjarins eins og sakir standi. „En við vonum að þetta ömurlega tímabil sem að hefur nú verið að leika okkur svo grátt, að það taki nú enda fyrr en síðar og við getum farið að snúa vörn í sókn,“ segir Fannar. Hann segir að þetta sé skelfilegur dagur og ömurlegt sé að þurfa horfa á þetta frábæra starfsfólk bæjarins fá uppsagnir, þó að margir hafi nú séð í hvað stefndi. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag milli samkomulags milli bæjarins og innviðaráðuneytisins um að ráðuneytið muni styrkja Grindavík til ýmissa verka, þurfi Grindavík þó að sýna aðhald í rekstri og minnka launakostnað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira