Gummi Ben og félagar tímamældu leiktafir KR-ingsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 08:31 KR-markvörðurinn Guy Smit var rekinn af velli á Akureyri fyrir að tefja leikinn en fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald. Vísir/Anton Brink Strákarnir í Stúkunni skoðuðu betur gulu spjöldin sem markvörður KR-inga fékk í leiknum á móti KA í Bestu deildinni um síðustu helgi. Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin. Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin.
Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira