Skoðun

Að læra nýtt tungu­mál og sýna þolin­mæði

Valerio Gargiulo skrifar

Ég las frétt fyrir einhverju síðan sem fjallaði um íslenskunotkun útlendinga og barna þeirra sem fædd eru á Íslandi.

Þessi frétt fékk mig til þess að skoða þetta mál frá öðru samhengi til dæmis heimaborgin mín, Napolí.

Napólí er borg sem í gegnum aldirnar hefur verið ráðist inn og hernumið af mörgum þjóðum: Grikkjum, Rómverjum, germönskum, arabískum, frönskum, spænskum, þýskum og bandarískum þjóðum. Napólí er strandborg í hjarta Miðjarðarhafsins. Í borginni minni hefur alltaf verið mikið um menningarsamskipti. Þetta er ástæðan fyrir því að við tölum með því að hjálpa hvert öðru með bendingum, til að láta ókunnugan skilja betur hvað við erum að segja. Sem dæmi, finnst mér dásamlegt að heyra unga Afríkubúa sem hafa sest að í Napólí og tala napólísku.

En af hverju er auðveldara fyrir útlendinga að setjast að í Napolí og læra napolísku?

Vegna þess að Napólíbúar hafa þolinmæði, þeir endurtaka orð við þig þúsund sinnum vegna þess að þeir vita að útlendingurinn á erfitt með að skilja þá. Auk þess tala fáir í Napólí ensku.

Ég tel að ef allir Íslendingar sýndu meiri þolinmæði og myndu leggja sig fram um að tala við útlendinga sem búa hér á íslensku án þess að breyta samtalinu yfir í ensku, þá væri það gagnlegt við að læra tungumálið. Það þarf auðvitað líka að vera vilji og áhugi til að læra íslensku. Og auðvitað spila stjórnvöld líka inn í þar sem lítill áhugi og litlir hvatar eru til staðar til þess að kenna útlendingum íslensku.

Þar sem Ísland er lítið smáríki eru ekki margir sem tala íslensku og er það afar flókið og erfitt tungumál. Þess vegna krefst það þolinmæði fyrir þann sem er að læra og fyrir þann sem er að hlusta. Það er alls ekki ómögulegt.

Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×