„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2024 13:08 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðstæður á Litla-Hrauni séu þess eðlis að ekki sé hægt að tryggja öryggi fanga. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Síðastliðinn sunnudagsmorgun fannst maður látinn í klefa á Litla-Hrauni. Þrátt fyrir að ekki sé talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti fer Lögreglan á Suðurlandi með rannsókn málsins. Maðurinn var þrjátíu og eins árs að aldri en hann var tekinn höndum á áfangaheimilinu Vernd eftir meint brot og fluttur aftur á Litla-Hraun í lokað fangelsi. Tómas Ingvason, faðir hins látna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að hann muni berjast fyrir umbótum í fangelsiskerfinu. Það sé augljóst að eftirliti og stuðningi væri ábótavant í ljósi þess hvernig fór. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um að hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálráðherra. „Já, fyrst vil ég byrja á því að segja að ég get ekki tjáð mig um einstök mál en ég vil samt sem áður fá að votta aðstandendum þessa manns samúð mína og það er óskaplega hryggilegt þegar fólk lætur lífið langt fyrir aldur fram. Og ég hef áhyggjur af því og ég hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti, enda er þetta eitt af mínum fimm áherslumálum sem ég sagði að ég myndi leggja áherslu á.“ Húsnæðismál fanga séu þjóðinni ekki til sóma og þess vegna hafi hún tekið ákvörðun í september um að byggja nýtt fangelsi frá grunni á Litla-Hrauni. „Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag eru með þeim hætti að það er erfitt að tryggja öryggi fanga. Það er erfitt að tryggja öryggi fangavarða og svo er öll aðstaða fyrir fjölskyldur til þess að fá að koma og heimsækja sína nánustu sem þarna dvelja, ekki eins og við viljum hafa það. Þegar húsakosturinn er með þessum hætti þá er líka erfitt að vera með stoðþjónustu eins og við viljum hafa hana. Ég hef sömuleiðis lagt áherslu á það að við þurfum að endurhugsa allt fullnustukerfið okkar frá grunni og þess vegna hef ég skipað starfshóp sem er farinn af stað til þess að endurskoða allt fullnustukerfið frá a til ö og ég bind miklar vonir við að ég fái þar góðar tillögur til úrbóta.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Faðir mannsins sem lést á Litla-Hrauni krefst umbóta Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni um liðna helgi, vill í minningu sona sinna bæta aðstæður og líf fólks með vímuefnavanda. Andlát sonarins sé enn eitt dæmið um hlúa þurfi betur að þessum jaðarsetta hópi. Sonurinn hafi verið ljósið í hans lífi og átt betra skilið. 6. maí 2024 19:30