„Spáin hjálpar okkur frekar en eitthvað annað“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 14:31 Fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir hafa verið að gera góða hluti með Fylki í upphafi móts í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki mættu, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en 4. umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna Fylkiskonur hafa blásið á hrakspár í fyrstu umferðum mótsins og enn ekki tapað leik, en þær fara norður á Akureyri á morgun, vegna viðgerða á vellinum á Sauðárkróki, og mæta Tindastóli. Fylki var spáð falli fyrir mótið en hefur gert jafntefli við Þrótt og Víking, og vann svo 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu viku. Eva segir þessa sterku byrjun ekki endilega hafa komið á óvart: „Já og nei. Við förum náttúrulega í alla leiki til að vinna þannig að það er geggjað að þetta hafi byrjað svona vel.“ „Okkur var spáð falli en við höfum ekkert verið að líta á það. Við förum í hvern leik til þess að vinna og erum ótrúlega ánægðar með að vera komnar með þessi stig, en alls ekki búnar. Það er bara upp, upp og áfram,“ segir Signý sem er uppalin í Fylki en lék í tvö ár með Aftureldingu þegar hún var að taka fyrstu skrefin í meistaraflokki, 2021 og 2022. Leikirnir í 4. umferð Bestu deildarinnar eru að sjálfsögðu allir sýndir, og svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun.Stöð 2 Sport Eva er aftur á móti uppalin í Afutreldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún fór til Fylkis fyrir sumarið 2020. Með Fylki hefur hún því bæði spilað í efstu deild, farið niður um deild og svo aftur upp í Bestu deildina í fyrra. Fylki er svo spáð aftur niður í ár: „Maður er meðvitaður um þetta, að okkur var spáð falli og það er eðlilegt sem nýliðar, en við erum alls ekkert að pæla í spánni. Við fókusum á okkar markmið og erum mjög samstilltar í því, ásamt þjálfurum okkar,“ segir Signý. „Þetta [spáin] hjálpar okkur frekar en eitthvað annað,“ segir Eva og Signý tekur undir: „Við notum þetta frekar sem pepp en einhverja óþægilega pressu.“ Allir leikirnir í 4. umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18, strax eftir leiki Víkings og Þórs/KA, og Tindastóls og Fylkis. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en 4. umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna Fylkiskonur hafa blásið á hrakspár í fyrstu umferðum mótsins og enn ekki tapað leik, en þær fara norður á Akureyri á morgun, vegna viðgerða á vellinum á Sauðárkróki, og mæta Tindastóli. Fylki var spáð falli fyrir mótið en hefur gert jafntefli við Þrótt og Víking, og vann svo 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu viku. Eva segir þessa sterku byrjun ekki endilega hafa komið á óvart: „Já og nei. Við förum náttúrulega í alla leiki til að vinna þannig að það er geggjað að þetta hafi byrjað svona vel.“ „Okkur var spáð falli en við höfum ekkert verið að líta á það. Við förum í hvern leik til þess að vinna og erum ótrúlega ánægðar með að vera komnar með þessi stig, en alls ekki búnar. Það er bara upp, upp og áfram,“ segir Signý sem er uppalin í Fylki en lék í tvö ár með Aftureldingu þegar hún var að taka fyrstu skrefin í meistaraflokki, 2021 og 2022. Leikirnir í 4. umferð Bestu deildarinnar eru að sjálfsögðu allir sýndir, og svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun.Stöð 2 Sport Eva er aftur á móti uppalin í Afutreldingu og lék einnig með HK/Víkingi áður en hún fór til Fylkis fyrir sumarið 2020. Með Fylki hefur hún því bæði spilað í efstu deild, farið niður um deild og svo aftur upp í Bestu deildina í fyrra. Fylki er svo spáð aftur niður í ár: „Maður er meðvitaður um þetta, að okkur var spáð falli og það er eðlilegt sem nýliðar, en við erum alls ekkert að pæla í spánni. Við fókusum á okkar markmið og erum mjög samstilltar í því, ásamt þjálfurum okkar,“ segir Signý. „Þetta [spáin] hjálpar okkur frekar en eitthvað annað,“ segir Eva og Signý tekur undir: „Við notum þetta frekar sem pepp en einhverja óþægilega pressu.“ Allir leikirnir í 4. umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 18, strax eftir leiki Víkings og Þórs/KA, og Tindastóls og Fylkis.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira