Eldvörp líkleg næst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2024 11:35 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur líklegt að næst gjósi í Eldvörpum. Það sé mun hagstæðara svæði fyrir eldgos en við Sundhnúksgígaröðina. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er Veðurstofan tilkynnti formlega í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina væri lokið. Það stóð yfir í 54 daga sem er mun lengra en þau gos sem hafa komið upp á svæðinu undanfarna mánuði. Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og er talið að um þrettán milljón rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið síðustu vikur. Hættumat fyrir svæðið er því enn í gildi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir nýtt eldgos geta hafist aftur hvenær sem er. „Það er komið ívið meira í kvikuhólfið en hefur verið í þessum eldgosum. Það getur farið að gjósa hvenær sem er en þó með þeim annmörkum að við förum klárlega að finna fyrir því á skjálftamælum áður úr því að það lokaðist þetta gat sem var syðst á sprungunni. Þessi breyting sem varð á gosinu sem varð við það getur þýtt að það sé að verða breyting á eldsumbrotum á svæðinu. Ég tel þannig að það fari að styttast í Eldvörp sem er miðjan í flekaskilum á svæðinu,“ segir Ármann. Eldvörp besta svæðið fyrir eldgos Eldvörp séu einna hagstæðasta svæði fyrir eldgos. „Landið þar er flatt en þá dreifist hraunið vel og það hægir til muna á framrás kvikunnar. Hún nær ekki að koma sér í einfaldar rásir. Þannig að Eldvörpin eru besti staðurinn til að fá þetta. Ef þetta fer út í Eldvörp þá er mjög klárt að við fáum mjög sterka hrinu áður því kerfið þar er ekki alveg búið að opnast fyrir kvikuna. Verra væri ef kvikan brytist aftur upp í Sundhnúksgígaröðinni. „Það er verra ef kvikan fer í Sundhnúkanna því þar hefur gosið nokkrum sinnum síðustu mánuði og sprungan því heit. Þar er tiltölulega auðvelt fyrir kvikuna að brjótast upp á yfirborðið. Þannig að ef eldgosið kemur upp þar þá verður það tiltölulega kröftugt í byrjun en svo dregur úr því,“ segir Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Veðurstofan tilkynnti formlega í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina væri lokið. Það stóð yfir í 54 daga sem er mun lengra en þau gos sem hafa komið upp á svæðinu undanfarna mánuði. Kvikusöfnun heldur þó áfram undir Svartsengi og er talið að um þrettán milljón rúmmetrar af kviku hafi bæst við í kvikuhólfið síðustu vikur. Hættumat fyrir svæðið er því enn í gildi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir nýtt eldgos geta hafist aftur hvenær sem er. „Það er komið ívið meira í kvikuhólfið en hefur verið í þessum eldgosum. Það getur farið að gjósa hvenær sem er en þó með þeim annmörkum að við förum klárlega að finna fyrir því á skjálftamælum áður úr því að það lokaðist þetta gat sem var syðst á sprungunni. Þessi breyting sem varð á gosinu sem varð við það getur þýtt að það sé að verða breyting á eldsumbrotum á svæðinu. Ég tel þannig að það fari að styttast í Eldvörp sem er miðjan í flekaskilum á svæðinu,“ segir Ármann. Eldvörp besta svæðið fyrir eldgos Eldvörp séu einna hagstæðasta svæði fyrir eldgos. „Landið þar er flatt en þá dreifist hraunið vel og það hægir til muna á framrás kvikunnar. Hún nær ekki að koma sér í einfaldar rásir. Þannig að Eldvörpin eru besti staðurinn til að fá þetta. Ef þetta fer út í Eldvörp þá er mjög klárt að við fáum mjög sterka hrinu áður því kerfið þar er ekki alveg búið að opnast fyrir kvikuna. Verra væri ef kvikan brytist aftur upp í Sundhnúksgígaröðinni. „Það er verra ef kvikan fer í Sundhnúkanna því þar hefur gosið nokkrum sinnum síðustu mánuði og sprungan því heit. Þar er tiltölulega auðvelt fyrir kvikuna að brjótast upp á yfirborðið. Þannig að ef eldgosið kemur upp þar þá verður það tiltölulega kröftugt í byrjun en svo dregur úr því,“ segir Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira