Stöðugt landris og hugað að rýmingu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 21:29 Víðir Reynisson segir viðbragðsaðila og Grindvíkinga reiðubúna fyrir næsta gos. Vísir/Arnar Víðir Reynisson sviðstjóri Almannavarna segir viðbragðsaðila undirbúa rýmingu í Grindavík. Stöðugt landris hefur verið á svæðinu og kvikumagnið slíkt að miklar líkur eru taldar á gosi á allra næstu dögum. „Kvikugangur getur farið að myndast, og í raun gerst hvenær sem er úr þessu. Þetta gerist með mismunandi hætti en við getum ekki gefið okkur neitt langan tíma í rýmingu, við miðum við klukkutíma frá því að atburðarás fer í gang þar til allir eiga að vera farnir. Þannig við erum að minna fólk á að vera tilbúið,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst þann 16. mars, sé nú lokið. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi, eins og áður segir og því líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. „Við staðfestum það í morgun að þessu gosi væri lokið. En þetta virðist vera þannig að þegar við höldum að það sé kominn einhver taktur í þetta þá breytist eitthvað. Gosin á undan voru stutt og kröftug en svo kom þetta gos sem stóð í 54 daga. Þannig við vitum ekkert hverju við eigum von á næst. En fyrst er það að rýma til að geta metið stöðuna, síðan verður hægt að endurmeta það.“ Talið er að dvalið sé í 25 húsum í Grindavík. „Það er lítil starfsemi í bænum. Í dag var auðvitað frídagur og svo var rafmagnslaust í bænum vegna breytinga á háspennulögninni. En við eigum von á því að starfsemi verði með eðlilegum hætti á morgun,“ segir Víðir. „Náttúran fylgir engum tölum, hún gerir bara það sem hún gerir og við verðum að vera tilbúin að bregðast við. Allir eru tilbúnir, Grindvíkar í bænum, þeir sem eru með starfsemi í Svartsengi eru tilbúnir, lögregla og viðbragðsaðilar líka. Við sjáum bara hvað verður.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Kvikugangur getur farið að myndast, og í raun gerst hvenær sem er úr þessu. Þetta gerist með mismunandi hætti en við getum ekki gefið okkur neitt langan tíma í rýmingu, við miðum við klukkutíma frá því að atburðarás fer í gang þar til allir eiga að vera farnir. Þannig við erum að minna fólk á að vera tilbúið,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Greint var frá því í morgun að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, sem hófst þann 16. mars, sé nú lokið. Enn er kvikusöfnun í kvikuhólfi undir Svartsengi, eins og áður segir og því líklegt að annað kvikuhlaup hefjist áður en langt er um liðið. „Við staðfestum það í morgun að þessu gosi væri lokið. En þetta virðist vera þannig að þegar við höldum að það sé kominn einhver taktur í þetta þá breytist eitthvað. Gosin á undan voru stutt og kröftug en svo kom þetta gos sem stóð í 54 daga. Þannig við vitum ekkert hverju við eigum von á næst. En fyrst er það að rýma til að geta metið stöðuna, síðan verður hægt að endurmeta það.“ Talið er að dvalið sé í 25 húsum í Grindavík. „Það er lítil starfsemi í bænum. Í dag var auðvitað frídagur og svo var rafmagnslaust í bænum vegna breytinga á háspennulögninni. En við eigum von á því að starfsemi verði með eðlilegum hætti á morgun,“ segir Víðir. „Náttúran fylgir engum tölum, hún gerir bara það sem hún gerir og við verðum að vera tilbúin að bregðast við. Allir eru tilbúnir, Grindvíkar í bænum, þeir sem eru með starfsemi í Svartsengi eru tilbúnir, lögregla og viðbragðsaðilar líka. Við sjáum bara hvað verður.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar. 8. maí 2024 16:37