Segja Ísland hafa skorað fimmtíu án þess að svitna Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 11:23 Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af fimmtíu mörkum Íslands á miðvikudaginn. vísir/Hulda Margrét Eistlendingar viðurkenna að nær ómögulegt sé fyrir þá að slá út Íslendinga í umspilinu um sæti á HM í dag, enda fór fyrri leikur liðanna 50-25 í Laugardalshöll. Það er því formsatriði fyrir Ísland að klára seinni leikinn í Tallinn í dag en hann hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Ísland var strax í hálfleik komið 14 mörkum yfir í leiknum á miðvikudaginn, og nýtti þá 26 af 27 skotum sínum. Eistum þótti íslenska liðið fá að skora fullauðveldlega og þeir ætla sér að gera betur í leiknum í dag. „Við héldum okkur ekki við það sem lagt var upp með. Það vantaði sérstaklega mikið upp á í vörninni, þar sem var mikill skortur á baráttu,“ sagði Martin Noodla, þjálfari Eistlands. Fyrirliðinn Karl Roosna og Dener Jaanimaa tóku í sama streng. „Ég er búinn að segja það í mörg ár að við verðum að vinna betur í líkamlega þættinum. Mótherjar okkar skoruðu fimmtíu mörk án þess að svitna,“ sagði Jaanimaa. Á vef eistneska handknattleikssambandsins er bent á að sóknarlega hafi leikur Eistlands þó gengið ágætlega, og liðið nýtt um helming skota sinna. Það sé sterkt að ná 25 mörkum gegn íslenska liðinu. Komast Ítalía og Færeyjar á HM? Sigur Íslands var sá langstærsti í umspilinu um sæti á HM en nú um helgina fara seinni leikirnir fram í alls ellefu umspilseinvígum í Evrópu. Sigurliðin komast á HM sem fram fer í janúar, í Króatíu, Danmörku og Noregi. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrri leikjunum og þarf Svartfjallaland til að mynda að vinna upp sex marka forskot gegn Ítalíu, Holland þarf að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Grikklandi og Slóvakía er einu marki yfir gegn Póllandi eftir sigur á útivelli. Þá gætu Færeyjar komist á HM í fyrsta sinn eftir sjö marka sigur á heimavelli gegn Norður-Makedóníu. Leikur Eistlands og Íslands hefst eins og fyrr segir klukkan 15 og er leikmannahópur Íslands sá sami og í sigrinum á miðvikudaginn. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3)Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24)Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396)Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108)Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137)Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158)Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36) Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Það er því formsatriði fyrir Ísland að klára seinni leikinn í Tallinn í dag en hann hefst klukkan 15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur á RÚV. Ísland var strax í hálfleik komið 14 mörkum yfir í leiknum á miðvikudaginn, og nýtti þá 26 af 27 skotum sínum. Eistum þótti íslenska liðið fá að skora fullauðveldlega og þeir ætla sér að gera betur í leiknum í dag. „Við héldum okkur ekki við það sem lagt var upp með. Það vantaði sérstaklega mikið upp á í vörninni, þar sem var mikill skortur á baráttu,“ sagði Martin Noodla, þjálfari Eistlands. Fyrirliðinn Karl Roosna og Dener Jaanimaa tóku í sama streng. „Ég er búinn að segja það í mörg ár að við verðum að vinna betur í líkamlega þættinum. Mótherjar okkar skoruðu fimmtíu mörk án þess að svitna,“ sagði Jaanimaa. Á vef eistneska handknattleikssambandsins er bent á að sóknarlega hafi leikur Eistlands þó gengið ágætlega, og liðið nýtt um helming skota sinna. Það sé sterkt að ná 25 mörkum gegn íslenska liðinu. Komast Ítalía og Færeyjar á HM? Sigur Íslands var sá langstærsti í umspilinu um sæti á HM en nú um helgina fara seinni leikirnir fram í alls ellefu umspilseinvígum í Evrópu. Sigurliðin komast á HM sem fram fer í janúar, í Króatíu, Danmörku og Noregi. Nokkuð var um óvænt úrslit í fyrri leikjunum og þarf Svartfjallaland til að mynda að vinna upp sex marka forskot gegn Ítalíu, Holland þarf að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Grikklandi og Slóvakía er einu marki yfir gegn Póllandi eftir sigur á útivelli. Þá gætu Færeyjar komist á HM í fyrsta sinn eftir sjö marka sigur á heimavelli gegn Norður-Makedóníu. Leikur Eistlands og Íslands hefst eins og fyrr segir klukkan 15 og er leikmannahópur Íslands sá sami og í sigrinum á miðvikudaginn. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (51/3)Björgvin Páll Gústavsson, Val (270/24)Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (97/100)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (115/396)Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (1/0)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (11/4)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (49/108)Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (20/21)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (60/137)Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (83/135)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (13/23)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (39/116)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (85/298)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (75/213)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (56/158)Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (89/36)
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira