Í yfirlýsingunni segir nánar tiltekið að Joost hafi verið að flýta sér í græna herbergið eftir flutninginn. Hann hafi ítrekað það að hann vildi ekki vera myndaður á leið sinni þangað. Það hafi ekki verið virt af ljósmyndurum.
„Þetta leiddi til ógnandi hreyfingar af hálfu Joost í átt að myndavélinni. Joost snerti ekki ljósmyndarann. Þetta atvik var tilkynnt, og rannsókn EBU og lögreglunnar fylgdi.“
Í kjölfarið hafi sambandið leitað leiða til að ljúka málinu og lagt til ýmsar lausnir, en án árangurs.
„Þrátt fyrir allt ákvað EBU að sparka Joost Klein úr keppni. AVROTOS telur refsinguna mjög þunga og úr hófi. Við tölum fyrir góðum mannasiðum - misskilngins má ekki gæta um það atriði - en að okkar mati er um að ræða refsingu sem passar ekki í þessu tilfelli.“
„Við erum mjög vonsvikin og miður okkar fyrir hönd milljóna aðdáenda sem voru svo spennt fyrir kvöldinu. Það sem Joost færði Hollandi og Evrópu ætti ekki að enda á þennan hátt,“ segir í lok tilkynningar.
Ljósmyndaatvikið er þó ekki það eina sem ratað hefur á forsíður miðlanna. Í dag var greint frá atviki á blaðamannafundi þar sem Eden Golan flytjandi Ísraels, var spurð út í öryggi á keppninni. Sænski blaðamaðurinn, sem spurði spurningarinnar, bætti við að hún þyrfti ekki að svara spurningunni ef hún vildi það ekki. „Hví ekki?“ kallaði Joost þá. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
The moderator of the Eurovision press conference, Swedish presenter Jovan Radomir, told Israel's Eden Golan she did not have to answer the question if she did not want to, to which Joost Klein shouted out loudly: "Why not?"
— Sky News (@SkyNews) May 11, 2024
Eurovision 2024 live updates ➡️ https://t.co/v1j574Ak4M pic.twitter.com/Vi8vflMbOz
Fylgst er með öllum Eurovision-vendingum í vaktinni: