„Verður gönguferð í garðinum fyrir þá“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:03 Pétur Ingvarsson ræðir við sína menn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við spiluðum bara góðan leik í kvöld. Það eru 44 klukkutímar þar til næsti leikur er. Það verður erfitt að gera mannskapinn tilbúinn fyrir það,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Grindavík í kvöld.Framundan í einvígi liðanna er oddaleikur á þriðjudag. Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu. Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Keflavík setti tóninn í kvöld strax í byrjun. Þeir skoruðu tólf fyrstu stigin og komust í 15-1 í upphafi leiks. „Við náum þremur sóknarfráköstum í fyrstu sókninni en náðum ekki að skora samt. Það setti svolítið tóninn í þessum leik en þeir náðu áhlaupi í fjórða leikhluta og gerðu sig líklega til að stela þessu,“ sagði Pétur í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Grindavík tókst að minnka muninn í þrjú stig í fjórða leikhlutanum. Í hálfleik munaði tólf stigum á liðunum en Keflvíkingar mættu alveg jafn ákveðnir í upphafi þriðja leikhluta eins og þeir höfðu gert í þeim fyrsta. „Við töluðum bara um það eini sénsinn fyrir þá væri að hleypa leiknum eitthvað upp og ef við værum ekki tilbúnir þá myndu þeir pakka okkur saman. Þetta er hörkulið. Þegar við missum Halldór Garðar útaf þá varð þetta svolítið erfitt.“ „Hann þarf að vera skynsamari í næsta leik“ Halldór Garðar Hermannsson var rekinn af velli eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann mótmælti þá dómi of kröftuglega en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik. Andri Már spurði Pétur hvort hann hefði átt að taka Halldór Garðar af velli eftir að hann var sýnilega orðinn pirraður rétt áður en hann fékk tæknivilluna. „Við erum með litla róteringu og það er erfitt að taka menn útaf í svona leikjum. Hann þarf bara aðeins að vera skynsamari og hann verður það pottþétt í næsta leik.“ Pétur svaraði svo á ansi áhugaverðan hátt þegar Andri Már spurði hann út í oddaleikinn sem framundan er á þriðjudag. „Í fljótu bragði þá held ég að þetta sé bara orðið gott hjá okkur og við nennum ekkert að vinna. Náttúruöflin og allt eru með þeim í liði og eðlilega verður þetta bara gönguferð í garðinum fyrir þá,“ en Pétur var væntanlega að slá á létta strengi á góðri stundu.
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum