Látum frambjóðendur njóta sannmælis Vésteinn Ólason skrifar 13. maí 2024 09:31 Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að telja upp alla kosti Katrínar Jakobsdóttur, eiginleika og reynslu sem gera hana frábærlega vel hæfa til að vera forseti. Ég held að fáir efist um þá ef þeir skoða hug sinn. En þó er eins og margir umturnist við tilhugsun um framboð hennar. Allt snýst þetta um stjórnmálaferil Katrínar og þá staðreynd að hún hefur um sjö ára skeið verið forsætisráðherra í samsteypustjórn með hægri flokki. Þar með á hún að vera fulltrúi auðs og valds, ábyrg fyrir öllu misrétti sem viðgengst og aumum kjörum hluta þjóðarinnar. Margt í umræðunni minnir mig á viðreisnarárin milli 1960 og 70, þegar fúkyrði flugu á milli fylkinga sósíalista og Alþýðuflokksmanna, og milli hægri og vinstri. Þegar sá orðaflaumur er lesinn í dag er hann oft hlægilegur og aumkunarverður. Enginn heiðarlegur maður getur nú t.d. dregið í efa að Gylfi Þ. Gíslason var stórmerkur stjórnmálamaður og kom mörgu góðu til leiðar í stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, þótt annað hefði mátt halda ef lesin voru málgögn andstæðinganna. Þar með er ekki sagt að ekki hafi verið pólitískur ágreiningur og tilefni til hans. Svipað má segja um verk Katrínar á undaförnum árum. Hún hefur auðvitað ekki ráðið öllu né fengið vilja sínum framgengt í öllum málum, og sjálfsagt hefur hún ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir frekar en aðrir. Ríkisstjórn Íslands er svo kallað fjölskipað stjórnvald og forsætisráðherra segir ekki öðrum ráðherrum fyrir verkum. Það hefði þó varla verið líklegt til árangurs að slíta stjórnarsamstarfinu þegar á móti blés. Ég læt nægja að benda á eitt dæmi um vinnubrögð Katrínar og áhrif. Það lofaði ekki góðu fyrir vinnufrið og þróun efnahagsmála að heyra tóninn í þeim sem kallast aðilar vinnumarkaðarins fyrir fáum árum. Ekki er ég í vafa um að Katrín Jakobsdóttir hefur átt mikinn þátt í að sefa þann ofsa og og finna lausnir með fundarhöldum sínum með þessu fólki. Það hefur verið þolinmæðisverk og ekki á allra færi. Mér sýnist það einmitt mikilvæg jafnaðarstefna, sem tekin var í nýjustu samningum, að lagfæra kjör með bótum til þeirra sem verst eru settir fremur en hækka laun á verðbólgutímum. Þeir sem betur þekkja til en ég hafa lagt mat á frammistöðu Katrínar þegar heimsfaraldur reið yfir, en ekki þarf langt að leita til að finna lönd þar sem miklu verr fór vegna afskipta stjórnmálamanna. Meginatriði er að Katrín og flokkur hennar gengu inn í samsteypustjórn í þeim tilgangi að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd meðvituð um að ekki yrði allt fengið. Sumt hefur tekist vel, annað miður. Sínum augum lítur hver á það silfur. Ekki tekst alltaf vel til hjá stjórnmálamönnum og oft er full ástæða til harðrar gagnrýni á verk þeirra. En það er óheillavænlegt ef fólk telur að þeir sem komast til valda með lýðræðislegum hætti séu upp til hópa andstæðingar almennings. Ef sú afstaða nær tökum á þjóð bíður ekki annað en fasismi og valdstjórn fárra, sem sannarlega hirða lítt um frelsi og velmegun almennings. Dæmin eru auðfundin og fer því miður fjölgandi. Sannarlega er engin nauðsyn að forseti komi úr flokki framámanna í stjórnmálum, en því fer líka fjarri að þátttaka í stjórnmálum geri fólk óhæft til að hefja sig yfir flokkadrættina og vinna að almannaheill eftir bestu vitund og samvisku. Það eru ekki góð skilaboð til fólks sem vill gefa kost á sér til stjórnmálastarfa að það megi vænta þess að vera ausið auri og gert að blórabögglum fyrir allt sem miður fer. Herfilegt er hve mikið er um slíkt, og alveg óumdeilanlega bitna slík viðbrögð harðast á konum sem valist hafa til trúnaðarstarfa. Ekki þarf að telja dæmin upp. Allir þekkja þau. Ég er nú kominn til ára minna og hef fylgst með forsetakosningum og forsetum síðan árið 1952, en mestan þátt tók ég 1968 og birti þá reyndar grein til stuðnings Kristjáni Eldjárn. Þá var hart tekist á eins og nú en þó með öðrum hætti. Stjórnmálaþátttaka var líka rædd, og það er eðlilegt, sú reynsla skiptir máli, en alltaf hlýtur að ráða mestu traust á þeim einstaklingi sem maður velur og hæfileikum hennar eða hans til að gegna embættinu með fullum sóma bæði í meðbyr og mótvindi. Ég hef aldrei kosið VG né hef ég talið mig stuðningsmann ríkisstjórna Katrínar, en ég ætla að kjósa hana til forseta af því að ég treysti henni. Sem betur fer eru fleiri góðir frambjóðendur, og atkvæðin munu dreifast eins og ævinlega í lýðræðisríkjum. Heilir hildar til, heilir hildi frá, var sagt forðum. Gætum heiðarleika og sanngirni í málflutningi svo að við getum gengið sátt frá borði að kosningum loknum. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun