Þurfi að gera úrbætur en ástandið verið ýkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 16:00 Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir hjá MAST segir að stofnunin fylgist með bæ í Borgarfirði og að bændur þar fari að kröfum stofnunarinnar um velferð dýra. Þeim hafi verið gert að fækka fé en ekki fyrr en í haust. Vísir/Sara Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta. Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira