Þórður Bachmann, annar tveggja fyrrverandi eigenda Grillhússins ehf., staðfesti viðskiptin í skriflegu svari til fréttastofu á dögunum. Veitingastaðirnir þrír voru auglýstir til sölu í upphafi árs og var uppsett verð 110 milljónir króna.
Fram kom að um væri að ræða sölu á tækjum og búnaði, yfirtöku leigusamninga á einstökum stöðum eða öllum stöðunum sem heild. Grillhúsið ehf. er í jafnri eigu Þórðar Bachmann og Hafsteins Hasler.
Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason kaupa veitingastaðina tvo í Reykjavík í gegnum félag sitt Tankurinn ehf. se er eigandi TGI Fridays á Íslandi, veitingastað í Smáralind. Helgi Magnús var um árabil framkvæmdastjóri hjá Vélasölunni. Jóhannes Birgir er framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Epik.
Í tilkynningu frá Grillhúsinu segir að rekstur Grillhússins ehf. verði fyrst um sinn óbreyttur og á sömu kennitölu.