„Búinn að vera tilfinningarússibani“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2024 08:00 Jón Guðni Fjóluson Vísir/Arnar Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé. Það var á sunnudagskvöldið í Víkinni sem Jón Guðni spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í tvö og hálft ár eftir krossbandameiðsli sem hafa leikið hann grátt. En hvernig var tilfinningin að mæta aftur á völlinn? „Það var bara frábær tilfinning og maður var búinn að bíða lengi eftir þessu. Það hefur ekki alltaf verið sjálfsagt að maður myndi snúa aftur en þetta var ógeðslega gaman maður,“ segir Jón Guðni kátur. Jón Guðni spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Víkings á FH í gær og komst vel frá verkefninu þrátt fyrir að leika í vinstri bakverði í fyrsta skipti í rúman áratug. Allan atvinnumannaferilinn lék hann sem miðvörður. Honum tókst að leggja upp mark fyrir Aron Elís Þrándarson undir lok hálfleiksins. Það var kærkomið eftir erfið undanfarin ár. „Þetta er búinn að vera tilfinningarússibani. Þetta er ekki skemmtilegt og enginn fótboltamaður sem vill meiðast. En þetta eru búin að vera löng og erfið meiðsli, margar aðgerðir og mikið af inngripum. Ég aldrei komist út á völl þannig séð, ekki nema bara til að jogga og aldrei verið nálægt, í sjálfu sér. Þetta er búið að reyna mikið á, en loksins er maður komin í gegnum þetta og biðin var þess virði,“ segir Jón Guðni. En hvað var erfiðast í þessu langa endurhæfingarferli? „Erfiðast var að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Það var ári eftir fyrstu aðgerð en ég hafði þá fengið sýkingu í hnéð. Það kom í ljós og læknirinn segir, þegar ég vakna eftir svæfingu, að við eigum eftir að sjást töluvert mikið aftur. Það var erfiðasti parturinn í þessu.“ Áfram gakk Jón Guðni hefur það fínt í dag og hlakkar til að fjölga mínútunum. „Ég er bara furðulega góður. Það er allt í fínu standi, ekkert vesen á neinu svo ég get ekki kvartað,“ segir Jón Guðni og bætir við: „Næstu skref er bara endurhæfing í dag og svo sjáum við hvernig staðan er á morgun. Það er bikarleikur á fimmtudaginn, við tökum þetta dag fyrir dag og sjáum hvernig staðan er. Við höldum bara áfram.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Það var á sunnudagskvöldið í Víkinni sem Jón Guðni spilaði sinn fyrsta fótboltaleik í tvö og hálft ár eftir krossbandameiðsli sem hafa leikið hann grátt. En hvernig var tilfinningin að mæta aftur á völlinn? „Það var bara frábær tilfinning og maður var búinn að bíða lengi eftir þessu. Það hefur ekki alltaf verið sjálfsagt að maður myndi snúa aftur en þetta var ógeðslega gaman maður,“ segir Jón Guðni kátur. Jón Guðni spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Víkings á FH í gær og komst vel frá verkefninu þrátt fyrir að leika í vinstri bakverði í fyrsta skipti í rúman áratug. Allan atvinnumannaferilinn lék hann sem miðvörður. Honum tókst að leggja upp mark fyrir Aron Elís Þrándarson undir lok hálfleiksins. Það var kærkomið eftir erfið undanfarin ár. „Þetta er búinn að vera tilfinningarússibani. Þetta er ekki skemmtilegt og enginn fótboltamaður sem vill meiðast. En þetta eru búin að vera löng og erfið meiðsli, margar aðgerðir og mikið af inngripum. Ég aldrei komist út á völl þannig séð, ekki nema bara til að jogga og aldrei verið nálægt, í sjálfu sér. Þetta er búið að reyna mikið á, en loksins er maður komin í gegnum þetta og biðin var þess virði,“ segir Jón Guðni. En hvað var erfiðast í þessu langa endurhæfingarferli? „Erfiðast var að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Það var ári eftir fyrstu aðgerð en ég hafði þá fengið sýkingu í hnéð. Það kom í ljós og læknirinn segir, þegar ég vakna eftir svæfingu, að við eigum eftir að sjást töluvert mikið aftur. Það var erfiðasti parturinn í þessu.“ Áfram gakk Jón Guðni hefur það fínt í dag og hlakkar til að fjölga mínútunum. „Ég er bara furðulega góður. Það er allt í fínu standi, ekkert vesen á neinu svo ég get ekki kvartað,“ segir Jón Guðni og bætir við: „Næstu skref er bara endurhæfing í dag og svo sjáum við hvernig staðan er á morgun. Það er bikarleikur á fimmtudaginn, við tökum þetta dag fyrir dag og sjáum hvernig staðan er. Við höldum bara áfram.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn