„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 10:30 Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR eftir síðasta tímabil. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. KR tapaði fyrir HK, 1-2, í Bestu deildinni á sunnudaginn en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Á föstudaginn bárust fréttir af því að Óskar Hrafn væri hættur sem þjálfari Haugasunds í Noregi. KR-inga dreymdi um að fá hann til að taka við liðinu síðasta haust og undanfarna daga hefur verið rætt um hvort þeir reyni aftur að fá hann núna. Staða Ryders í ljósi tíðinda föstudagsins og gengis KR að undanförnu var til umræðu í Stúkunni í gær. Kjartan Atli Kjartansson byrjaði á að spyrja Lárus Orra Sigurðsson hvort þetta allt saman hefði áhrif á Ryder. „Það ætti ekki að gera það. Ég veit ekki hvort það gerir það eða ekki. En hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því - hann talar um að aðalpressan sé hjá KR og það er örugglega rétt hjá honum - að það voru margir sem undruðu sig á þessari ráðningu og það var alveg vitað að um leið og eitthvað færi að bjáta á yrði horft á hann. Hann hlýtur að hafa vitað það, farandi inn í þetta starf, og nú er hann kominn inn í eldhúsið og það er orðið svolítið heitt. Hann verður bara að sýna úr hverju hann er gerður,“ sagði Lárus Orri. „Hann veit það alveg, Óskar var númer eitt í röðinni og Gregg var ekki einu sinni númer tvö eða þrjú,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í. „Hann gerir vel að ná í þetta starf. Þetta er stórt og mikið starf. Hann kom sér í þennan stól og sviðið er hans, að sýna hvað hann getur sem þjálfari.“ Klippa: Stúkan - umræða um KR Albert telur að starfið hjá KR sé Óskars Hrafns ef hann er klár að taka við uppeldisfélaginu. „Ef KR-ingar vita að Óskar sé laus og til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir? Snýst þetta eitthvað um að bíða og sjá hvað Gregg gerir? Er þetta ekki meira spurning hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ sagði Albert. „Ég held að þetta fari bara eftir því hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ bætti hann við. Umræða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
KR tapaði fyrir HK, 1-2, í Bestu deildinni á sunnudaginn en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Á föstudaginn bárust fréttir af því að Óskar Hrafn væri hættur sem þjálfari Haugasunds í Noregi. KR-inga dreymdi um að fá hann til að taka við liðinu síðasta haust og undanfarna daga hefur verið rætt um hvort þeir reyni aftur að fá hann núna. Staða Ryders í ljósi tíðinda föstudagsins og gengis KR að undanförnu var til umræðu í Stúkunni í gær. Kjartan Atli Kjartansson byrjaði á að spyrja Lárus Orra Sigurðsson hvort þetta allt saman hefði áhrif á Ryder. „Það ætti ekki að gera það. Ég veit ekki hvort það gerir það eða ekki. En hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því - hann talar um að aðalpressan sé hjá KR og það er örugglega rétt hjá honum - að það voru margir sem undruðu sig á þessari ráðningu og það var alveg vitað að um leið og eitthvað færi að bjáta á yrði horft á hann. Hann hlýtur að hafa vitað það, farandi inn í þetta starf, og nú er hann kominn inn í eldhúsið og það er orðið svolítið heitt. Hann verður bara að sýna úr hverju hann er gerður,“ sagði Lárus Orri. „Hann veit það alveg, Óskar var númer eitt í röðinni og Gregg var ekki einu sinni númer tvö eða þrjú,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í. „Hann gerir vel að ná í þetta starf. Þetta er stórt og mikið starf. Hann kom sér í þennan stól og sviðið er hans, að sýna hvað hann getur sem þjálfari.“ Klippa: Stúkan - umræða um KR Albert telur að starfið hjá KR sé Óskars Hrafns ef hann er klár að taka við uppeldisfélaginu. „Ef KR-ingar vita að Óskar sé laus og til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir? Snýst þetta eitthvað um að bíða og sjá hvað Gregg gerir? Er þetta ekki meira spurning hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ sagði Albert. „Ég held að þetta fari bara eftir því hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ bætti hann við. Umræða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn