Hefur áhyggjur af nýfæddum lömbum á Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2024 13:49 Sigríður Inga Sigurjónsdóttir starfar bæði sem dýralæknir á Ísafirði og í Hafnarfirði. Dýralæknir sem kannaði aðstæður á sauðfjárbúi í Borgarfirði sem MAST fylgist sérstaklega með segir aðbúnað nokkurra dýra þar óviðunandi. Hún gagnrýnir að slíkt eigi sér stað á sama tíma og stofnunin segist vera að sinna skyldum sínum í málinu. Fréttastofa hefur undanfarið fylgst með aðbúnaði sauðfjár á bænum Höfða í Borgarfirði en mikið hefur verið fjallað um að ekki sé gætt að velferð dýranna á bænum. Settur yfirdýralæknir sagði í fréttum Bylgjunnar í gær að stofnunin hefði farið fram á úrbætur á búinu og fylgst væri með ástandi skepnanna þar. Hins vegar hefði það verið ýkt að nokkru í opinberri umræðu. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir segist hafa í gær keyrt meðfram hólfum sem kindurnar á bænum eru í. Sér hafi ekki litist á ástandið á nokkrum þeirra þar. „Það eru þarna kindur út um allt á svolítið stóru svæði og það eru lömb þarna sem eru að fæðast úti, og það er ekki hlýtt. Tveggja stiga hiti. Annað lamb sem var greinilega viðskila við móður sína sem jarmaði bara eitt í girðingu. Það var enginn að passa upp á það að finna hvar mamman væri. Svo eru líka á þriðja tug hrafna að fljúga þarna og þú getur ímyndað þér hvað þau þurfa að hafa lítið fyrir fæðunni. Mér fannst þetta bara ömurlegt.“ Hún telur MAST ekki taka nógu ákveðið á málinu. „Ég er ekki sammála kollega mínum honum Þorvaldi um að þetta væri ekki svo slæmt. Ég er ekki sammála því. Auðvitað er fullt af kindum þarna sem er allt í lagi með og eru komnar með lömb á legg. En hvernig var þetta þegar þau voru að fæðast úti fyrir tveimur til þremur vikum? Þetta hafa ekki verið hlýjustu apríl og maímánuðir.“ Borgarbyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33 Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fréttastofa hefur undanfarið fylgst með aðbúnaði sauðfjár á bænum Höfða í Borgarfirði en mikið hefur verið fjallað um að ekki sé gætt að velferð dýranna á bænum. Settur yfirdýralæknir sagði í fréttum Bylgjunnar í gær að stofnunin hefði farið fram á úrbætur á búinu og fylgst væri með ástandi skepnanna þar. Hins vegar hefði það verið ýkt að nokkru í opinberri umræðu. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir segist hafa í gær keyrt meðfram hólfum sem kindurnar á bænum eru í. Sér hafi ekki litist á ástandið á nokkrum þeirra þar. „Það eru þarna kindur út um allt á svolítið stóru svæði og það eru lömb þarna sem eru að fæðast úti, og það er ekki hlýtt. Tveggja stiga hiti. Annað lamb sem var greinilega viðskila við móður sína sem jarmaði bara eitt í girðingu. Það var enginn að passa upp á það að finna hvar mamman væri. Svo eru líka á þriðja tug hrafna að fljúga þarna og þú getur ímyndað þér hvað þau þurfa að hafa lítið fyrir fæðunni. Mér fannst þetta bara ömurlegt.“ Hún telur MAST ekki taka nógu ákveðið á málinu. „Ég er ekki sammála kollega mínum honum Þorvaldi um að þetta væri ekki svo slæmt. Ég er ekki sammála því. Auðvitað er fullt af kindum þarna sem er allt í lagi með og eru komnar með lömb á legg. En hvernig var þetta þegar þau voru að fæðast úti fyrir tveimur til þremur vikum? Þetta hafa ekki verið hlýjustu apríl og maímánuðir.“
Borgarbyggð Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33 Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11. maí 2024 15:33
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48
„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07