„Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 23:00 Björn Kristjánsson, kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun skóla- og frístundarráðs bera vott um virðingarleysi. Vísir/Samsett Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. Stefnan fari þvert á fyrri ákvörðun ráðsins sem var gerð í samráði við hagaðila og byggði á að skólarnir þrír í hverfinu héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda Björn segist sjá spennandi tækifæri í byggingu nýs skóla en að ákvörðunin beri vott um virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda þar sem foreldrar höfðu látið að sér kveða með undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar sem kynnt var í gær kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Umfangsmikil viðhaldsþörf sé á byggingum skólanna þriggja og viðhaldsframkvæmdirnar samhliða byggingu viðbygginga séu taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gengið út frá. „Ég get ekki séð að það hafi neinar forsendur breyst í Laugardalnum. Hvorki nemendafjöldalega né skipulagslega. Fyrir mér virkar þetta eins og einhver fyrirsláttur til að koma í gegn einhverri hugmynd sem pólitíkin er spennt fyrir,“ segir Björn þó og segir það hafa legið fyrir í langan tíma hve umfangsmikil þörfin á viðhaldi bygginganna sé. Langt samráðsferli virt að vettugi Hann segir að það séu engar fréttir fyrir starfsmenn skólanna eða foreldra barna í skólunum að þörfin á framkvæmdum sé mikil. Fyrst og fremst stafar óánægja Björns af því að samráð borgarinnar við starfsfólk og foreldra hafi verið virt að vettugi. „Það sem maður er kannski fyrst og fremst ósáttur með er hvernig er farið að þessu. Það er farið í gegnum langt ferli þar sem eru teiknaðar upp einhverjar sviðsmyndir og kallað eftir samráði við skólasamfélagið við íbúasamfélagið og svo er tekin ákvörðun. Svo tveim árum seinna er með einu pennastriki sú ákvörðun felld úr gildi án þess að það sé haft neitt samráð við hagaðila í málinu, sem eru nemendur, starfsfólk og foreldrar,“ segir Björn. Nú sé búið að taka ákvörðun sem stangast á við þá sem tekin var fyrir tveimur árum síðan og á þeim tíma hafi húsnæðisvandamál skólahverfisins aðeins ágerst. Starfsfólk hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglu og skólarnir fengið að grotna enn frekar niður án þess að yfirvöld hafi aðhafst neitt. „Manni bara fallast hendur. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í fólk og þvert á það sem búið var að ákveða eftir samráð sem tók allt of langan tíma,“ segir Björn. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Stefnan fari þvert á fyrri ákvörðun ráðsins sem var gerð í samráði við hagaðila og byggði á að skólarnir þrír í hverfinu héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda Björn segist sjá spennandi tækifæri í byggingu nýs skóla en að ákvörðunin beri vott um virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda þar sem foreldrar höfðu látið að sér kveða með undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar sem kynnt var í gær kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Umfangsmikil viðhaldsþörf sé á byggingum skólanna þriggja og viðhaldsframkvæmdirnar samhliða byggingu viðbygginga séu taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gengið út frá. „Ég get ekki séð að það hafi neinar forsendur breyst í Laugardalnum. Hvorki nemendafjöldalega né skipulagslega. Fyrir mér virkar þetta eins og einhver fyrirsláttur til að koma í gegn einhverri hugmynd sem pólitíkin er spennt fyrir,“ segir Björn þó og segir það hafa legið fyrir í langan tíma hve umfangsmikil þörfin á viðhaldi bygginganna sé. Langt samráðsferli virt að vettugi Hann segir að það séu engar fréttir fyrir starfsmenn skólanna eða foreldra barna í skólunum að þörfin á framkvæmdum sé mikil. Fyrst og fremst stafar óánægja Björns af því að samráð borgarinnar við starfsfólk og foreldra hafi verið virt að vettugi. „Það sem maður er kannski fyrst og fremst ósáttur með er hvernig er farið að þessu. Það er farið í gegnum langt ferli þar sem eru teiknaðar upp einhverjar sviðsmyndir og kallað eftir samráði við skólasamfélagið við íbúasamfélagið og svo er tekin ákvörðun. Svo tveim árum seinna er með einu pennastriki sú ákvörðun felld úr gildi án þess að það sé haft neitt samráð við hagaðila í málinu, sem eru nemendur, starfsfólk og foreldrar,“ segir Björn. Nú sé búið að taka ákvörðun sem stangast á við þá sem tekin var fyrir tveimur árum síðan og á þeim tíma hafi húsnæðisvandamál skólahverfisins aðeins ágerst. Starfsfólk hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglu og skólarnir fengið að grotna enn frekar niður án þess að yfirvöld hafi aðhafst neitt. „Manni bara fallast hendur. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í fólk og þvert á það sem búið var að ákveða eftir samráð sem tók allt of langan tíma,“ segir Björn.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30