„Þetta var eins og handboltaleikur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 14. maí 2024 21:15 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. vísir/Hulda Margrét FH tapaði í kvöld gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Eftir ótrúlegar upphafsmínútur þar sem staðan var 4-1 eftir korter fyrir heimakonum þá bitu Hafnfirðingar frá sér í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokatölur 4-3. „Ég veit það ekki. Þetta var eins og handboltaleikur. Ég þarf bara að skoða það nánar áður en ég tjái mig um þann kafla. Við þurfum að skoða betur þennan kafla sem var eitthvað skrítinn. En heilt yfir, skrítið að segja það, þá er ég ánægður með stelpurnar,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, aðspurður hvað hafi gengið á í upphafi leiks. Guðni segist hafa stappað stálinu í sitt lið í hálfleik. „Það er ekkert grín að fara inn í klefa að tapa 4-1 og margir sem hefðu kastað inn handklæðinu, við gerðum það svo sannarlega ekki og herjuðum á Stjörnuna allan seinni hálfleikinn. Með smá heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ En hvað var það sem vantaði upp á til þess að ná í stig að mati Guðna? „Ég hugsa að það séu þessar sex eða sjö mínútur, þessi kafli í fyrri hálfleik sem var skrítinn. Ég get ekki alveg kastað hendur á það hvað það var. Þó ég sé með einhverjar hugmyndir í kollinum. Það er svona það sem gerir það að verkum og leggur grunninn að því af hverju við töpum leiknum.“ Guðni lítur þó á björtu hliðarnar eftir tapið í kvöld. „Skrítið að segja það þá er ég ótrúlega ánægður með margt í þessum leik. Það voru mörk í honum og hann var skemmtilegur, örugglega gaman að horfa á hann, skemmtilegri en síðasti leikur hjá okkur. Núna finnst mér við hafa einhvern grunn til að byggja ofan á og við erum á þeim stað í dag að við munum taka þennan leik og byggja ofan á hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
„Ég veit það ekki. Þetta var eins og handboltaleikur. Ég þarf bara að skoða það nánar áður en ég tjái mig um þann kafla. Við þurfum að skoða betur þennan kafla sem var eitthvað skrítinn. En heilt yfir, skrítið að segja það, þá er ég ánægður með stelpurnar,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, aðspurður hvað hafi gengið á í upphafi leiks. Guðni segist hafa stappað stálinu í sitt lið í hálfleik. „Það er ekkert grín að fara inn í klefa að tapa 4-1 og margir sem hefðu kastað inn handklæðinu, við gerðum það svo sannarlega ekki og herjuðum á Stjörnuna allan seinni hálfleikinn. Með smá heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ En hvað var það sem vantaði upp á til þess að ná í stig að mati Guðna? „Ég hugsa að það séu þessar sex eða sjö mínútur, þessi kafli í fyrri hálfleik sem var skrítinn. Ég get ekki alveg kastað hendur á það hvað það var. Þó ég sé með einhverjar hugmyndir í kollinum. Það er svona það sem gerir það að verkum og leggur grunninn að því af hverju við töpum leiknum.“ Guðni lítur þó á björtu hliðarnar eftir tapið í kvöld. „Skrítið að segja það þá er ég ótrúlega ánægður með margt í þessum leik. Það voru mörk í honum og hann var skemmtilegur, örugglega gaman að horfa á hann, skemmtilegri en síðasti leikur hjá okkur. Núna finnst mér við hafa einhvern grunn til að byggja ofan á og við erum á þeim stað í dag að við munum taka þennan leik og byggja ofan á hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira