„Sá að þeim leið aldrei illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 11:01 Valskonur fagna hér einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á móti Tindastól. Vísir/Anton Brink Bestu mörkin ræddu þann ávana Íslandsmeistaranna af Hlíðarenda að lenda alltaf undir í sínum leikjum. Það hefur þó ekki komið að sök, að minnsta kosti ekki hingað til. Valskonur byrja titilvörnina vel stigalega enda með fullt hús eftir fimm leiki. Það hefur aftur á móti verið smá ströggl á liðinu í leikjum og oftar en ekki hefur liðið lent undir snemma leiks. Það gerðist nú þriðju umferðina í röð í leiknum á móti Tindastól í fimmtu umferð Bestu deildarinnar en í öll þrjú skiptin þá komu Valskonur öflugar til baka. Að þessu sinni unnu þær leikinn 3-1. „Það hefði verið gaman að sjá Stólana ná kannski tveimur mörkum inn og sjá hvernig Valur myndi bregðast við því. Valsstelpum finnst ekkert óþægilegt að fá á sig mark,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Valskonur lenda aftur og aftur 1-0 undir Valsliðið lenti 1-0 undir á móti Víkingi, Keflavík og Tindastól en svaraði með sjö mörkum á móti Víkingi, tveimur mörkum á móti Keflavík og þremur mörkum á móti Tindastól. „Ég ætla ekki að fara segja það hérna, eins og algjör Valsari, að það sé styrkleikamerki að fá á sig mark. En eins og Fanndís segir; að þurfa að fá á sig mark og vinna út úr því,“ sagði Mist Edvarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um þessa þróun mála hjá Valsliðinu. „Það var ekkert panikk eða neitt svoleiðis. Þetta er bara orðin svona vél sem þarf að fá að malla í gang. Mér fannst það líka í síðasta leik á móti Keflavík þegar þær fá líka á sig mark,“ sagði Mist. „Það var týpískur Valsleikur í Keflavík, bara svona hark og grind. Í þessum leik þá fannst manni vera pínu hökt á þeim áfram, áframhaldandi hökt inn í leikinn,“ sagði Mist en Valsliðið vann sig inn í leikinn og skoraði þrjú mörk. „Þegar líður á, þegar þær ná að komast í boltann og ná upp spilinu. Maður sá að þeim leið aldrei illa. Þær þurftu að finna taktinn aðeins og finna hverja aðra í fætur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Valskonur byrja titilvörnina vel stigalega enda með fullt hús eftir fimm leiki. Það hefur aftur á móti verið smá ströggl á liðinu í leikjum og oftar en ekki hefur liðið lent undir snemma leiks. Það gerðist nú þriðju umferðina í röð í leiknum á móti Tindastól í fimmtu umferð Bestu deildarinnar en í öll þrjú skiptin þá komu Valskonur öflugar til baka. Að þessu sinni unnu þær leikinn 3-1. „Það hefði verið gaman að sjá Stólana ná kannski tveimur mörkum inn og sjá hvernig Valur myndi bregðast við því. Valsstelpum finnst ekkert óþægilegt að fá á sig mark,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Valskonur lenda aftur og aftur 1-0 undir Valsliðið lenti 1-0 undir á móti Víkingi, Keflavík og Tindastól en svaraði með sjö mörkum á móti Víkingi, tveimur mörkum á móti Keflavík og þremur mörkum á móti Tindastól. „Ég ætla ekki að fara segja það hérna, eins og algjör Valsari, að það sé styrkleikamerki að fá á sig mark. En eins og Fanndís segir; að þurfa að fá á sig mark og vinna út úr því,“ sagði Mist Edvarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um þessa þróun mála hjá Valsliðinu. „Það var ekkert panikk eða neitt svoleiðis. Þetta er bara orðin svona vél sem þarf að fá að malla í gang. Mér fannst það líka í síðasta leik á móti Keflavík þegar þær fá líka á sig mark,“ sagði Mist. „Það var týpískur Valsleikur í Keflavík, bara svona hark og grind. Í þessum leik þá fannst manni vera pínu hökt á þeim áfram, áframhaldandi hökt inn í leikinn,“ sagði Mist en Valsliðið vann sig inn í leikinn og skoraði þrjú mörk. „Þegar líður á, þegar þær ná að komast í boltann og ná upp spilinu. Maður sá að þeim leið aldrei illa. Þær þurftu að finna taktinn aðeins og finna hverja aðra í fætur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira