Kolbeinn var í byrjunarliði Gautaborgar og lék allan leikinn. Hann lagði upp annað mark liðsins þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Hann átti þá sendingu inn fyrir á Paulos Abraham og var tæklaður á sama augnabliki.
IFK Göteborg kvitterar igen! Paulos Abraham smackar in 2-2! 🔵⚪️
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 16, 2024
📲 Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/HASLqnLPpY
Kolbeinn var því í jörðinni þegar Abraham lét vaða úr þröngu færi en boltinn söng í netinu og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins.
Gautaborg er sem stendur með átta stig í 14. sæti deildarinnar að níu umferðum loknum, tveimur stigum frá öruggu sæti.