Mesti stjórnmálamaðurinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. maí 2024 11:01 Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Þannig er Baldur Þórhallsson til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hins vegar er það alls ekki svo að Halla Hrund hafi sjálf aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi þó mikil áherzla sé greinilega lögð á það að draga upp þá mynd. Til að mynda hafa þannig bæði hún og Kristján eiginmaður hennar verið á meðal pistlahöfunda á vefritinu Deiglan sem haldið hefur verið úti um árabil af lykilfólki í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem lengi var kenndur við Geir Haarde, fyrrverandi formann flokksins. Tala út í eitt en segja ekki neitt Hins vegar fer fátt sennilega meira í taugarnar á kjósendum í fari ýmissra stjórnmálamanna en þegar þeir tala út í eitt en segja í raun ekki neitt. Koma sér hjá því að svara spurningum og fara þess í stað að ræða eitthvað allt annað sem hentar þeim betur. Að því leyti má færa gild rök fyrir því að Halla Hrund sé mesti stjórnmálamaðurinn af þeim sem gefið hafa kost á sér í forsetakosningunum. Í neikvæðum skilningi þess orðs. Meðal þess sem Halla Hrund hefur komið sér ítrekað hjá því að svara er hvort hún sé hlynnt eða andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá hefur hún enn fremur ítrekað reynt að koma sér hjá því að svara fyrir þá vægast sagt furðulegu stjórnsýslu að undirrita viljayfirlýsingu með loftlagsráðherra Argentínu, fyrrverandi skólasystur sína í Harvard-háskóla, án nokkurs eðlilegs samráðs við hérlend stjórnvöld. Þarf að geta sýnt tennurnar á móti Hitt er svo annað mál að reynsla af stjórnmálum, svo ekki sé talað um mikil reynsla í þeim efnum líkt og Katrín Jakobsdóttir býr yfir, getur reynzt afar dýrmæt í embætti forseta lýðveldisins. Forsetinn þarf þannig að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum við slíkar aðstæður. Þá kemur sér eðli málsins samkvæmt afar vel að vera vel veðraður í þeim efnum. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði seint vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn sýni tennurnar. Við þær aðstæður þarf forsetinn einfaldlega að geta sýnt tennurnar á móti. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Þannig er Baldur Þórhallsson til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Hins vegar er það alls ekki svo að Halla Hrund hafi sjálf aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi þó mikil áherzla sé greinilega lögð á það að draga upp þá mynd. Til að mynda hafa þannig bæði hún og Kristján eiginmaður hennar verið á meðal pistlahöfunda á vefritinu Deiglan sem haldið hefur verið úti um árabil af lykilfólki í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem lengi var kenndur við Geir Haarde, fyrrverandi formann flokksins. Tala út í eitt en segja ekki neitt Hins vegar fer fátt sennilega meira í taugarnar á kjósendum í fari ýmissra stjórnmálamanna en þegar þeir tala út í eitt en segja í raun ekki neitt. Koma sér hjá því að svara spurningum og fara þess í stað að ræða eitthvað allt annað sem hentar þeim betur. Að því leyti má færa gild rök fyrir því að Halla Hrund sé mesti stjórnmálamaðurinn af þeim sem gefið hafa kost á sér í forsetakosningunum. Í neikvæðum skilningi þess orðs. Meðal þess sem Halla Hrund hefur komið sér ítrekað hjá því að svara er hvort hún sé hlynnt eða andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá hefur hún enn fremur ítrekað reynt að koma sér hjá því að svara fyrir þá vægast sagt furðulegu stjórnsýslu að undirrita viljayfirlýsingu með loftlagsráðherra Argentínu, fyrrverandi skólasystur sína í Harvard-háskóla, án nokkurs eðlilegs samráðs við hérlend stjórnvöld. Þarf að geta sýnt tennurnar á móti Hitt er svo annað mál að reynsla af stjórnmálum, svo ekki sé talað um mikil reynsla í þeim efnum líkt og Katrín Jakobsdóttir býr yfir, getur reynzt afar dýrmæt í embætti forseta lýðveldisins. Forsetinn þarf þannig að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum við slíkar aðstæður. Þá kemur sér eðli málsins samkvæmt afar vel að vera vel veðraður í þeim efnum. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði seint vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn sýni tennurnar. Við þær aðstæður þarf forsetinn einfaldlega að geta sýnt tennurnar á móti. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun