Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2024 20:14 Ker First Water í forgrunni. Til stendur að reisa mölunarverksmiðjuna aðeins vestur af starfsstöð First Water, til móts við hvítt hús Lýsis við Suðurstrandaveg. Í víkinni verður byggð höfn undir starfsemina. Vísir/Einar Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. Íbúakosning um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg og hafnar í Keflavík við Þórshöfn átti að hefjast á morgun. Bréf sem Eggert Þór Kristófersson, forstjóri landeldisfyrirtækisins First Water, skrifaði bæjarstjórninni í gær með áhyggjum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu setti aftur á móti strik í reikninginn. Bæjarstjórn kom saman til aukafundar vegna málsins í dag og þar var ákveðið að fresta íbúakosningunni. Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, var jafnframt falið að kalla eftir fundi með fulltrúum First Water og óska eftir gögnum sem styðja fullyrðingar þess. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli. Þar fer aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hefur unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess sem Sveitarfélagið Ölfus og íbúar hafa ekki fengið aðgengi að,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar. Furða sig á vinnubrögðum First Water Í bréfinu umdeilda frá forstjóra First Water segir bæjarstjórnin að hafi í fyrsta skipti verið upplýst um þá afstöðu fyrirtækisins og óásættanlegt að mölunarverksmiðja standi við sömu götu þar sem sú starfsemi fari ekki saman við matvælaframleiðslu fyrirtækisins. Einnig voru áform um byggingu hafnar þar sem First Water sækir jarðsjó gagnrýnd. Bæjarstjórnin lýsir yfir furðu sinni á vinnubrögðum First Water í tillögu sem Erla Sif Markúsdóttir lagði fram fyrir hönd bæjarfulltrúar D-lista og var samþykkt á fundinum. Ítarlegur undirbúningur hafi farið fram en First Water ekki séð sér færst að fylgja formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri. Þess í stað hafi fyrirtækið beðið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Fullyrðingar forstjóra First Water hafi verið með öllu óstuddar og án nokkurra gagna. Bréfið hafi verið lagt fram tveimur tímum fyrir opinn borgarafund og þremnur dögum fyrir íbúakosninguna. Segir forstjóra First Water hafa vitað að bréfið yrði gert opinbert Bókanir gengu á víxl á bæjarstjórnarfundinum um hver hefði lekið efni bréfs forstjóra Fist Water til fjölmiðla. Það var sent í tölvupósti til bæjarfulltrúa og bæjarstjóra með þeim orðum að það væri eingöngu ætlað þeim sem það væri stílað á. Elliði bæjarstjóri krafðist þess að fá að vita hver hefði lekið bréfinu og bókaði að Ása Berglind Hjálmarsdóttir frá H-lista hefði lesið bréfið upp á opnum borgarafundi rétt um tveimur tímum eftir að það barst bæjarstjórn. Ása Berglind bókaði á móti að bréfið hefði ekki verið trúnaðarskjal og að hún hefði fengið það staðfest hjá lögfræðingi. Forstjóri First Water hefði jafnframt verið meðvitaður um að bréfið yrði gert opinbert. „Þessi umræða um bréfið sýnir svart á hvítu þá leyndarhyggju sem meirihlutinn hefur viðhaft í þessu máli og ekki síður vilja hans til að halda mikilvægum gögnum frá bæjarbúum og reyna þannig að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu,“ bókaði Ása Berglind. Elliði svaraði með eigin bókun þar sem hann sagði rök Ásu Berglindar aum. „Öllum mátti ljóst vera að umrædd trúnaðargögn þyrfti að ræða og gera opinber í gegnum viðurkenndar leiðir í lýðræðislegu starfi, sem sagt á fundi bæjarstjórnar. Það er ótækt að ekki sé hægt að umgangast trúnaðrgögn sem slík. Með því er samstarfsfólk svipt sjálfsögðum rétti til að vega þau og meta áður en það þarf að tjá sig um þau, jafnvel á opinberum vettvangi,“ segir í bókun Elliða. Fréttin verður uppfærð. Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Íbúakosning um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg og hafnar í Keflavík við Þórshöfn átti að hefjast á morgun. Bréf sem Eggert Þór Kristófersson, forstjóri landeldisfyrirtækisins First Water, skrifaði bæjarstjórninni í gær með áhyggjum af því að starfsemi mölunarverksmiðju færi ekki saman við matvælaframleiðslu setti aftur á móti strik í reikninginn. Bæjarstjórn kom saman til aukafundar vegna málsins í dag og þar var ákveðið að fresta íbúakosningunni. Elliða Vignissyni, bæjarstjóra, var jafnframt falið að kalla eftir fundi með fulltrúum First Water og óska eftir gögnum sem styðja fullyrðingar þess. „Bæjarstjórn Ölfuss telur að bréf forstjóra First Water fylli málið allt vafa og óvissu sem ekki verður við unað. Þrátt fyrir ámælisverð vinnubrögð verður ekki hjá því litið að First Water er einn stærsti hagsmunaðilinn í þessu máli. Þar fer aðili sem býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu á svæðinu og hefur unnið fjölmargar rannsóknir á náttúrufari þess sem Sveitarfélagið Ölfus og íbúar hafa ekki fengið aðgengi að,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar. Furða sig á vinnubrögðum First Water Í bréfinu umdeilda frá forstjóra First Water segir bæjarstjórnin að hafi í fyrsta skipti verið upplýst um þá afstöðu fyrirtækisins og óásættanlegt að mölunarverksmiðja standi við sömu götu þar sem sú starfsemi fari ekki saman við matvælaframleiðslu fyrirtækisins. Einnig voru áform um byggingu hafnar þar sem First Water sækir jarðsjó gagnrýnd. Bæjarstjórnin lýsir yfir furðu sinni á vinnubrögðum First Water í tillögu sem Erla Sif Markúsdóttir lagði fram fyrir hönd bæjarfulltrúar D-lista og var samþykkt á fundinum. Ítarlegur undirbúningur hafi farið fram en First Water ekki séð sér færst að fylgja formlegum verkferlum til að koma rökstuddum ábendingum á framfæri. Þess í stað hafi fyrirtækið beðið þar til öllu formlegu ferli var lokið með að viðra skoðanir sínar. Fullyrðingar forstjóra First Water hafi verið með öllu óstuddar og án nokkurra gagna. Bréfið hafi verið lagt fram tveimur tímum fyrir opinn borgarafund og þremnur dögum fyrir íbúakosninguna. Segir forstjóra First Water hafa vitað að bréfið yrði gert opinbert Bókanir gengu á víxl á bæjarstjórnarfundinum um hver hefði lekið efni bréfs forstjóra Fist Water til fjölmiðla. Það var sent í tölvupósti til bæjarfulltrúa og bæjarstjóra með þeim orðum að það væri eingöngu ætlað þeim sem það væri stílað á. Elliði bæjarstjóri krafðist þess að fá að vita hver hefði lekið bréfinu og bókaði að Ása Berglind Hjálmarsdóttir frá H-lista hefði lesið bréfið upp á opnum borgarafundi rétt um tveimur tímum eftir að það barst bæjarstjórn. Ása Berglind bókaði á móti að bréfið hefði ekki verið trúnaðarskjal og að hún hefði fengið það staðfest hjá lögfræðingi. Forstjóri First Water hefði jafnframt verið meðvitaður um að bréfið yrði gert opinbert. „Þessi umræða um bréfið sýnir svart á hvítu þá leyndarhyggju sem meirihlutinn hefur viðhaft í þessu máli og ekki síður vilja hans til að halda mikilvægum gögnum frá bæjarbúum og reyna þannig að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu,“ bókaði Ása Berglind. Elliði svaraði með eigin bókun þar sem hann sagði rök Ásu Berglindar aum. „Öllum mátti ljóst vera að umrædd trúnaðargögn þyrfti að ræða og gera opinber í gegnum viðurkenndar leiðir í lýðræðislegu starfi, sem sagt á fundi bæjarstjórnar. Það er ótækt að ekki sé hægt að umgangast trúnaðrgögn sem slík. Með því er samstarfsfólk svipt sjálfsögðum rétti til að vega þau og meta áður en það þarf að tjá sig um þau, jafnvel á opinberum vettvangi,“ segir í bókun Elliða. Fréttin verður uppfærð.
Ölfus Stjórnsýsla Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira