„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2024 07:01 Óskar Bjarni stýrir Valsliði í úrslitum Evrópubikarsins í kvöld. Hann hafði áður farið með liðið í undanúrslit árið 2017. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram. „Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“ Valur EHF-bikarinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
„Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira