23 ára og búinn að vinna deildina oftar en Rooney, Agüero og Terry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 11:46 Phil Foden lyfti enska meistaratitlinum í sjötta sinn á sjö ára ferli sínum með Manchester City. AP/Dave Thompson Phil Foden kórónaði stórkostlegt tímabil sitt í gær með tveimur mörkum í lokaleik Manchester City á móti West Ham. Mörkin tryggðu liðinu 3-1 sigur og enska meistaratitilinn fjórða árið í röð. Foden átti magnað tímabil, skoraði nítján deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar. Hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar tímabilið í fyrra og 9 mörk og 5 stoðsendingar tvö tímabil þar á undan. Þessi 23 ára gamli leikmaður er orðinn algjör lykilmaður í besta liði Englands og hann á vissulega mjög mörg ár eftir. Phil Foden, who scored a brace today vs. West Ham, wins his sixth Premier League title just nine days before his 24th birthday 🏆He's now the YOUNGEST player to win six PL titles 🤯A generational talent ✨ pic.twitter.com/29AxLotRIN— ESPN FC (@ESPNFC) May 19, 2024 Það sem er merkilegt við feril Foden er að hann hefur spilað með aðalliði City frá og með 2017-18 tímabilinu. Það þýðir að strákurinn var í gær að vinna sinn sjötta Englandsmeistaratitil á ferlinum. Sex Englandsmeistaratitlar er meira en bæði Wayne Rooney, Sergio Agüero og John Terry, þrír af sigursælustu leikmönnum deildarinnar, unnu á sínum tíma. 23-year-old Phil Foden has now won more Premier League titles than Wayne Rooney and John Terry 😳🏆 pic.twitter.com/ioYGARX1F8— ESPN UK (@ESPNUK) May 19, 2024 Rooney vann deildina fimm sinnum með Manchester United eða tímabilin 2006–07, 2007–08, 2008–09, 2010–11 og 2012–13. Terry vann deildina fimm sinnum með Chelsea eða tímabilin 2004–05, 2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17. Agüero vann deildina fimm sinnum með Manchester City eða tímabilin 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19 og 2020–21. Foden á enn svolítið í land að jafna met Ryan Giggs sem vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Þegar Giggs var 23 ára gamall, tímabilið 1996 til 1997, þá var hann aftur á móti aðeins að vinna ensku deildina í fjórða skiptið. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Foden átti magnað tímabil, skoraði nítján deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar. Hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar tímabilið í fyrra og 9 mörk og 5 stoðsendingar tvö tímabil þar á undan. Þessi 23 ára gamli leikmaður er orðinn algjör lykilmaður í besta liði Englands og hann á vissulega mjög mörg ár eftir. Phil Foden, who scored a brace today vs. West Ham, wins his sixth Premier League title just nine days before his 24th birthday 🏆He's now the YOUNGEST player to win six PL titles 🤯A generational talent ✨ pic.twitter.com/29AxLotRIN— ESPN FC (@ESPNFC) May 19, 2024 Það sem er merkilegt við feril Foden er að hann hefur spilað með aðalliði City frá og með 2017-18 tímabilinu. Það þýðir að strákurinn var í gær að vinna sinn sjötta Englandsmeistaratitil á ferlinum. Sex Englandsmeistaratitlar er meira en bæði Wayne Rooney, Sergio Agüero og John Terry, þrír af sigursælustu leikmönnum deildarinnar, unnu á sínum tíma. 23-year-old Phil Foden has now won more Premier League titles than Wayne Rooney and John Terry 😳🏆 pic.twitter.com/ioYGARX1F8— ESPN UK (@ESPNUK) May 19, 2024 Rooney vann deildina fimm sinnum með Manchester United eða tímabilin 2006–07, 2007–08, 2008–09, 2010–11 og 2012–13. Terry vann deildina fimm sinnum með Chelsea eða tímabilin 2004–05, 2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17. Agüero vann deildina fimm sinnum með Manchester City eða tímabilin 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19 og 2020–21. Foden á enn svolítið í land að jafna met Ryan Giggs sem vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Þegar Giggs var 23 ára gamall, tímabilið 1996 til 1997, þá var hann aftur á móti aðeins að vinna ensku deildina í fjórða skiptið. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira