23 ára og búinn að vinna deildina oftar en Rooney, Agüero og Terry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 11:46 Phil Foden lyfti enska meistaratitlinum í sjötta sinn á sjö ára ferli sínum með Manchester City. AP/Dave Thompson Phil Foden kórónaði stórkostlegt tímabil sitt í gær með tveimur mörkum í lokaleik Manchester City á móti West Ham. Mörkin tryggðu liðinu 3-1 sigur og enska meistaratitilinn fjórða árið í röð. Foden átti magnað tímabil, skoraði nítján deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar. Hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar tímabilið í fyrra og 9 mörk og 5 stoðsendingar tvö tímabil þar á undan. Þessi 23 ára gamli leikmaður er orðinn algjör lykilmaður í besta liði Englands og hann á vissulega mjög mörg ár eftir. Phil Foden, who scored a brace today vs. West Ham, wins his sixth Premier League title just nine days before his 24th birthday 🏆He's now the YOUNGEST player to win six PL titles 🤯A generational talent ✨ pic.twitter.com/29AxLotRIN— ESPN FC (@ESPNFC) May 19, 2024 Það sem er merkilegt við feril Foden er að hann hefur spilað með aðalliði City frá og með 2017-18 tímabilinu. Það þýðir að strákurinn var í gær að vinna sinn sjötta Englandsmeistaratitil á ferlinum. Sex Englandsmeistaratitlar er meira en bæði Wayne Rooney, Sergio Agüero og John Terry, þrír af sigursælustu leikmönnum deildarinnar, unnu á sínum tíma. 23-year-old Phil Foden has now won more Premier League titles than Wayne Rooney and John Terry 😳🏆 pic.twitter.com/ioYGARX1F8— ESPN UK (@ESPNUK) May 19, 2024 Rooney vann deildina fimm sinnum með Manchester United eða tímabilin 2006–07, 2007–08, 2008–09, 2010–11 og 2012–13. Terry vann deildina fimm sinnum með Chelsea eða tímabilin 2004–05, 2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17. Agüero vann deildina fimm sinnum með Manchester City eða tímabilin 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19 og 2020–21. Foden á enn svolítið í land að jafna met Ryan Giggs sem vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Þegar Giggs var 23 ára gamall, tímabilið 1996 til 1997, þá var hann aftur á móti aðeins að vinna ensku deildina í fjórða skiptið. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Foden átti magnað tímabil, skoraði nítján deildarmörk og gaf 8 stoðsendingar. Hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar tímabilið í fyrra og 9 mörk og 5 stoðsendingar tvö tímabil þar á undan. Þessi 23 ára gamli leikmaður er orðinn algjör lykilmaður í besta liði Englands og hann á vissulega mjög mörg ár eftir. Phil Foden, who scored a brace today vs. West Ham, wins his sixth Premier League title just nine days before his 24th birthday 🏆He's now the YOUNGEST player to win six PL titles 🤯A generational talent ✨ pic.twitter.com/29AxLotRIN— ESPN FC (@ESPNFC) May 19, 2024 Það sem er merkilegt við feril Foden er að hann hefur spilað með aðalliði City frá og með 2017-18 tímabilinu. Það þýðir að strákurinn var í gær að vinna sinn sjötta Englandsmeistaratitil á ferlinum. Sex Englandsmeistaratitlar er meira en bæði Wayne Rooney, Sergio Agüero og John Terry, þrír af sigursælustu leikmönnum deildarinnar, unnu á sínum tíma. 23-year-old Phil Foden has now won more Premier League titles than Wayne Rooney and John Terry 😳🏆 pic.twitter.com/ioYGARX1F8— ESPN UK (@ESPNUK) May 19, 2024 Rooney vann deildina fimm sinnum með Manchester United eða tímabilin 2006–07, 2007–08, 2008–09, 2010–11 og 2012–13. Terry vann deildina fimm sinnum með Chelsea eða tímabilin 2004–05, 2005–06, 2009–10, 2014–15 og 2016–17. Agüero vann deildina fimm sinnum með Manchester City eða tímabilin 2011–12, 2013–14, 2017–18, 2018–19 og 2020–21. Foden á enn svolítið í land að jafna met Ryan Giggs sem vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United. Þegar Giggs var 23 ára gamall, tímabilið 1996 til 1997, þá var hann aftur á móti aðeins að vinna ensku deildina í fjórða skiptið. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira