Í hjarta sínu græn, en varla í reynd Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. maí 2024 16:00 Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn. Haustið 2017 komst hún til valda sem forsætisráðherra, þá með tæplega 17% fylgi fyrir Vinstri græna. Í framhaldinu kom svo í ljós, hvern mann hún hefur í reynd að geyma. Fyrsta ráðuneytið Ekki tókst Katrínu að koma miklu af stefnumálum VG á framfæri í ríkisstjórninni, í framkvæmd, á kjörtímabilinu 2017-2021. Þegar á reyndi, ýttu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi öllum stærstu málum VG, eins og hvalveiðibanni, þjóðgarði á miðhálendinu, friðun viltra spendýra og fugla, stóru skrefi í loftslagsvernd og endurskoðun stjórnarskrár, út af borðinu, og lét Katrín það kannske ekki gott heita, en sætti sig við það. Þetta sáu auðvitað allir, ekki sízt fylgismenn Katrínar, og í júlí 2021 kom í ljós í skoðanakönnun, að 71% Vinstri grænna vildu ekki að flokkurinn færi aftur í óbreytt stjórnarsamstarf. Þrátt fyrir þessa píslargöngu, árangursleysi og andstöðu 71% flokksmanna sinna, ákvað Katrín að fara aftur í sömu ríkisstjórn. Þetta var mikið áfall fyrir alla, sem trúðu á Katrínu. Undirritaður meðtalinn. Annað hvort brást þarna þessari ágætu konu dómgreindin, eða - að það, sem verra væri - réði vilji til áframhaldandi valds, ráðherrastólar, fremur en stefnuyfirlýsingar og kosningaloforð. - Alvarlegur hnekkur. Annað ráðuneytið 28. nóvember 2021 tók svo 2. ráðuneyti Katrínar við. Nú eru því liðin tvö og hálft ár af því kjörtímabili, og verður ekki séð, að eitt einasta þeirra mála, sem upphaflega var samið um og sett í stjórnarsáttmála af hálfu VG, hafi náð fram að ganga, frekar en á fyrra kjörtímabilinu, enda hefur fylgi Katrínar/VG hrapað úr 17% niður í 4,4%. Það kom því ekki á óvart, að Katrín upplýsti nýlega, að hún hefði ákveði að segja skilið við stjórnmálin, og - eins og svo kom í ljós - færa sig yfir í forsetaframboð, en hún virðist hafa talið, að það embætti biði mögulega eftir sér. Fyrir mér virkaði þetta þó meira eins og flótti frá illa komnu eða sökkvandi skipi. - Líka vondur hnekkur. Óskiljanleg afstaða Þegar umræða fór fram um nýtt frumvarp til laga um fóstureyðingar, fylgdist ég nokkuð með þeirri umræðu. Katrín tjáði sig þar með þeim hætti, að hún teldi það í góðu lagi, að fóstri væri eytt jafnvel fram á síðsta dag meðgöngu. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. Hvað leyndist þarna á bak við fallegt bros og mest elskulegt viðmót!? - Afar óþægilegur falskur tónn. Nauðsyn þess, að aðskilja stjórnmál og forsetaembættið Stjórnmálin, Alþingi og framkvæmdarvaldið, stjórna landinu. Ekki alltaf á þann hátt, sem þjóðin hefði helzt viljað. Fyrir mér þarf forsetinn ekki aðeins að vera sameiningarafl og sameiningartákn þjóðarinnar, heldur líka fulltrúi hennar gagnvart stjórnmálunum, ef/þegar til ágreinigs kemur. Standa gegn þeim, ef því er að skipta. Mest mögulegt hlutleysi er líka æskilegt, nauðsynleg, við veitingu stjórnarmyndunarumboðs, eftir kosningar. Það umboð getur ráðið úrslitum um, hver myndar nýja stjórn. Er því almennt bezt, að forseti sé óháður og laus við stjórnmálavafstur, komi ekki úr stjórnmálunum, en Katrín hefur verið atvinnupólitíkus mest allan sinn feril. Dæmi um slíka óháða og farsæla forseta eru Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og svo hann Guðni okkar Jóhannesson. - Enn ein efasemdin. Niðurstaða Í ljósi þess, sem að ofan greinir, er Katrín Jakobsdóttir fyrir undirrituðum ekki kjörin eða sú rétta til að gegna embætti forseta Íslands. Gæti verið flott í margt annað. Sú, sem hentar bezt í embættið, að mínu mati, er Halla Hrund Logadóttir. Er brýnt, að þeir, sem telja Höllu Hrund góðan valkost - og gera sér grein fyrir, að stjórnmálamaður, sem er lang- og margtengdur inn í stjórnmálin, valdastéttina, hentar ekki - færi stuðning sína yfir á Höllu Hrund, en hún virðist eini kandídatinn, utan stjórnmálanna, sem gæti sigrað. Ef vonlaus kandídat er kosinn, fellur atkvæðið dautt. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverndarsinni.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun