Sverrir Ingi á skotskónum í ótrúlegum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2024 18:07 Sverirr Ingi fagnar marki með Franculino Djú fyrr á tímabilinu. @fcmidtjylland Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason bjargaði stigi fyrir Midtjylland þegar liðið kom til baka eftir að lenda 3-0 undir gegn Nordsjælland í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Lokatölur 3-3 og Midtjylland nú jafnt Bröndby að stigum fyrir lokaumferðina. Það stefnir allt í ótrúlega lokaumferð í Danmörku en toppliðin Bröndby og Midtjylland eru jöfn að stigum eftir leiki dagsins. Ríkjandi meistarar í FC Kaupmannahöfn eiga leik annað kvöld og geta verið stigi á eftir toppliðunum tveimur þegar lokaumferðin fer fram. Það stefndi hins vegar allt í að Nordsjælland ætlaði að gera Bröndby stóran greiða í toppbaráttunni þegar liðið var óvænt komið 3-0 yfir eftir 36 mínútur í dag. Gestirnir skoruðu hins vegar tvívegis áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 3-2 í hálfleik. Þeir skoruðu svo tvívegis til viðbótar snemma í síðari hálfleik en í bæði skiptin voru mörkin dæmd af vegna rangstöðu. Sverrir Ingi nældi sér í gult spjald þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og níu mínútum síðar fullkomnaði hann ótrúlega endurkomu gestanna þegar hann skilaði boltanum í netið eftir sendingu Emiliano Martinez. Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 3-3 á Right to Dream-vellinum. Comebacket var tæt på at lykkes... Vi har stadig alt at kæmpe for på sidste spilledag ✊#FCNFCM pic.twitter.com/Y4WbWYd3jw— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 20, 2024 Bæði Bröndby og Nordsjælland er með 62 stig fyrir lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Bröndby þó með töluvert betri markatölu og því á toppnum sem stendur. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Draumainnkoma Sævars Atla breytti leiknum Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í dag í 3-1 sigri á Viborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. 20. maí 2024 14:02 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
Það stefnir allt í ótrúlega lokaumferð í Danmörku en toppliðin Bröndby og Midtjylland eru jöfn að stigum eftir leiki dagsins. Ríkjandi meistarar í FC Kaupmannahöfn eiga leik annað kvöld og geta verið stigi á eftir toppliðunum tveimur þegar lokaumferðin fer fram. Það stefndi hins vegar allt í að Nordsjælland ætlaði að gera Bröndby stóran greiða í toppbaráttunni þegar liðið var óvænt komið 3-0 yfir eftir 36 mínútur í dag. Gestirnir skoruðu hins vegar tvívegis áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 3-2 í hálfleik. Þeir skoruðu svo tvívegis til viðbótar snemma í síðari hálfleik en í bæði skiptin voru mörkin dæmd af vegna rangstöðu. Sverrir Ingi nældi sér í gult spjald þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og níu mínútum síðar fullkomnaði hann ótrúlega endurkomu gestanna þegar hann skilaði boltanum í netið eftir sendingu Emiliano Martinez. Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 3-3 á Right to Dream-vellinum. Comebacket var tæt på at lykkes... Vi har stadig alt at kæmpe for på sidste spilledag ✊#FCNFCM pic.twitter.com/Y4WbWYd3jw— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 20, 2024 Bæði Bröndby og Nordsjælland er með 62 stig fyrir lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Bröndby þó með töluvert betri markatölu og því á toppnum sem stendur.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Draumainnkoma Sævars Atla breytti leiknum Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í dag í 3-1 sigri á Viborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. 20. maí 2024 14:02 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Sjá meira
Draumainnkoma Sævars Atla breytti leiknum Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í dag í 3-1 sigri á Viborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. 20. maí 2024 14:02